Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Áfram Árborg og Samfylkingin mynda meirihluta í Árborg. Fréttablaðið/Eyþór Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálfstæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekkert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki tilbúnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli bæjarfulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til staðfestingar.“ Sjálfstæðisflokkurinn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkur og Samfylkingin. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skipulag Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálfstæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekkert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki tilbúnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli bæjarfulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til staðfestingar.“ Sjálfstæðisflokkurinn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkur og Samfylkingin.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skipulag Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira