Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 23:15 Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vísir/Vilhelm. Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2. Þrjár flugvélanna lentu í Reykjavík í kvöld eftir flug frá Grænlandi en þeirri fjórðu var beint til Keflavíkur þegar séð varð að hún myndi ekki ná inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23 og Samgöngustofa hafnaði að veita undanþágu. Síðdegis á morgun er svo von á næsta hópi, fimm til sex flugvélum.Þristunum er lagt norðan við Loftleiðahótelið. Þeir eru ýmist af hernaðarútgáfunni C-47 eða borgaralegu útgáfunni DC-3.Stöð 2/KMU.Fyrsta flugvélin lenti raunar í gærkvöldi og hélt síðan áfram för til Bretlandseyja í dag en hún þjónar hlutverki sem undanfari flugsveitarinnar, að því er fram kom í viðtali við Robert S. Randazzo, flugstjóra og eiganda. Robert segir að fimm ára undirbúningsvinna liggi að baki þessum leiðangri, bæði flókin og erfið. „Ég er viss um að þegar þetta er afstaðið muni ég hugsa um þetta sem eina bestu upplifun lífs míns. Við höfum heimsótt staði sem voru frægir á meðal flugáhafna í síðari heimsstyrjöldinni og við fáum að upplifa þessa reynslu. Þetta er ólíkt öllu sem við höfum gert áður,“ sagði Robert meðal annars.Robert S. Randazzo, flugstjóri og eigandi DC-3 vélarinnar Clipper Tabitha May.Vísir/Vilhelm.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, tók undir það að flugáhugamenn héldu varla vatni yfir þessari flugkomu. Þristurinn væri ein af merkustu flugvélum, sem framleiddar hefðu verið, og hefði komið fótunum undir mörg af helstu flugfélögum heims. Hann sagði að menn skyldu einnig hafa það í huga að í dag væru aðeins um 120 þristar flughæfir í heiminum. Að fá núna fjölda þeirra til Reykjavíkurflugvallar væri einstakt.Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Annaðkvöld geta menn átt von á að sjá þar 10-11 þrista saman.Stöð 2/KMU.Tómas sagði núna unnið hörðum höndum að því á Akureyri að lagfæra bilun í öðrum hreyfli íslenska þristsins Páls Sveinssonar í von um hann komist suður til Reykjavíkur til móts við hina þristana. Þá kom fram í viðtalinu að almenningi yrði líklega gefinn kostur á því að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli á miðvikudag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. 20. maí 2019 17:28 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2. Þrjár flugvélanna lentu í Reykjavík í kvöld eftir flug frá Grænlandi en þeirri fjórðu var beint til Keflavíkur þegar séð varð að hún myndi ekki ná inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23 og Samgöngustofa hafnaði að veita undanþágu. Síðdegis á morgun er svo von á næsta hópi, fimm til sex flugvélum.Þristunum er lagt norðan við Loftleiðahótelið. Þeir eru ýmist af hernaðarútgáfunni C-47 eða borgaralegu útgáfunni DC-3.Stöð 2/KMU.Fyrsta flugvélin lenti raunar í gærkvöldi og hélt síðan áfram för til Bretlandseyja í dag en hún þjónar hlutverki sem undanfari flugsveitarinnar, að því er fram kom í viðtali við Robert S. Randazzo, flugstjóra og eiganda. Robert segir að fimm ára undirbúningsvinna liggi að baki þessum leiðangri, bæði flókin og erfið. „Ég er viss um að þegar þetta er afstaðið muni ég hugsa um þetta sem eina bestu upplifun lífs míns. Við höfum heimsótt staði sem voru frægir á meðal flugáhafna í síðari heimsstyrjöldinni og við fáum að upplifa þessa reynslu. Þetta er ólíkt öllu sem við höfum gert áður,“ sagði Robert meðal annars.Robert S. Randazzo, flugstjóri og eigandi DC-3 vélarinnar Clipper Tabitha May.Vísir/Vilhelm.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, tók undir það að flugáhugamenn héldu varla vatni yfir þessari flugkomu. Þristurinn væri ein af merkustu flugvélum, sem framleiddar hefðu verið, og hefði komið fótunum undir mörg af helstu flugfélögum heims. Hann sagði að menn skyldu einnig hafa það í huga að í dag væru aðeins um 120 þristar flughæfir í heiminum. Að fá núna fjölda þeirra til Reykjavíkurflugvallar væri einstakt.Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Annaðkvöld geta menn átt von á að sjá þar 10-11 þrista saman.Stöð 2/KMU.Tómas sagði núna unnið hörðum höndum að því á Akureyri að lagfæra bilun í öðrum hreyfli íslenska þristsins Páls Sveinssonar í von um hann komist suður til Reykjavíkur til móts við hina þristana. Þá kom fram í viðtalinu að almenningi yrði líklega gefinn kostur á því að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli á miðvikudag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. 20. maí 2019 17:28 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. 20. maí 2019 17:28
Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15