Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. maí 2019 23:03 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. gETTY/Kirsty Wigglesworth Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn hafi lokatækifæri til að afgreiða Brexit eftir mánaðarmót. Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. Þegar hefur útgöngusáttmálinn sem ríkisstjórn Bretlands hefur samið við Evrópusambandið verið felldur þrisvar sinnum í breska þinginu. Theresa May er þó staðráðin í að fá sáttmálann samþykktan og mun leggja hann fram í fjórða sinn í fyrstu vikunni í júní. Munurinn nú er að May hefur lagt upp með tíu punkta aðgerðaráætlun sem fylgir sáttmálanum. Hún segir að í áætluninni megi finna eitthvað sem flestir flokkar ættu að geta sætt sig við. „Þessi nýi Brexit-samningur inniheldur miklar frekari breytingar til að standa vörð um efnahags- og stjórnskipunarleg heilindi Bretlands og sigla Brexit í höfn. Hann er klæðskerasaumuð lausn sem svarar sértækum áhyggjum allra hluta samfélagsins á Norður-Írlandi.“ Meðal þess sem felst í tíu punkta áætlun forsætisráðherrann er að ríkisstjórnin verði lagalega bindandi til að finna viðunandi lausn á framtíðarsambandi við Norður-Írlands án þess að það innlimist á tollasvæði Evrópusambandsins. Þar má finna fyrirheit um vinnuréttarlöggjöf sem tryggir jöfn réttindi á við réttindi verkamanna innan ESB og svipað ákvæði um umhverfislöggjöf svo eitthvað sé nefnt. Þá segir hún að samþykki þingið sáttmálann muni hún opna á þann valmöguleika þingsins að skjóta sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörgum Íhaldsmönnum hugnast ekki önnur þjóðaratkvæðagreiðsla og hafa þegar lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn nýja Brexitsáttmálanum. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagt að nýji sáttmálinn sé lítið annað en endurvinnsla á fyrri sáttmálum sem þegar hafa verið felldir. Bretland Brexit Tengdar fréttir Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn hafi lokatækifæri til að afgreiða Brexit eftir mánaðarmót. Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. Þegar hefur útgöngusáttmálinn sem ríkisstjórn Bretlands hefur samið við Evrópusambandið verið felldur þrisvar sinnum í breska þinginu. Theresa May er þó staðráðin í að fá sáttmálann samþykktan og mun leggja hann fram í fjórða sinn í fyrstu vikunni í júní. Munurinn nú er að May hefur lagt upp með tíu punkta aðgerðaráætlun sem fylgir sáttmálanum. Hún segir að í áætluninni megi finna eitthvað sem flestir flokkar ættu að geta sætt sig við. „Þessi nýi Brexit-samningur inniheldur miklar frekari breytingar til að standa vörð um efnahags- og stjórnskipunarleg heilindi Bretlands og sigla Brexit í höfn. Hann er klæðskerasaumuð lausn sem svarar sértækum áhyggjum allra hluta samfélagsins á Norður-Írlandi.“ Meðal þess sem felst í tíu punkta áætlun forsætisráðherrann er að ríkisstjórnin verði lagalega bindandi til að finna viðunandi lausn á framtíðarsambandi við Norður-Írlands án þess að það innlimist á tollasvæði Evrópusambandsins. Þar má finna fyrirheit um vinnuréttarlöggjöf sem tryggir jöfn réttindi á við réttindi verkamanna innan ESB og svipað ákvæði um umhverfislöggjöf svo eitthvað sé nefnt. Þá segir hún að samþykki þingið sáttmálann muni hún opna á þann valmöguleika þingsins að skjóta sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörgum Íhaldsmönnum hugnast ekki önnur þjóðaratkvæðagreiðsla og hafa þegar lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn nýja Brexitsáttmálanum. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagt að nýji sáttmálinn sé lítið annað en endurvinnsla á fyrri sáttmálum sem þegar hafa verið felldir.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53
Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00
Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51