Aðgerðir í þágu lífríkis Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Í dag er alþjóðlegur dagur lífríkisins eða líffræðilegrar fjölbreytni. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur lífríki og vistkerfum hnignað mikið á undanförnum áratugum. Það er skrítið til þess að hugsa að tegundir sem við öll þekkjum hérlendis skuli eiga á hættu að deyja út. Þetta á meðal annars við um landselinn, skúminn, lundann og fleiri sjávarfugla. Hvað er til ráða? Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða. Þær þurfa að snúast um að auka vernd búsvæða lífvera, tryggja betur sjálfbæra nýtingu auðlinda og endurheimta lífríki og vistkerfi. Samhliða þarf að berjast af krafti gegn loftslagsbreytingum. Vinna við alla þessa þætti stendur nú sem hæst hér á landi, auk þess sem norrænu umhverfisráðherrarnir hafa að mínu frumkvæði beitt sér fyrir því að þrýsta á ríki heims um metnaðarfyllri aðgerðir á alþjóðavettvangi vegna lífríkisins og verndar þess. Stjórnvöld vinna nú að átaki í friðlýsingum sem margar hverjar snúast um frekari vernd búsvæða. Nýleg friðlýsing Akureyjar er dæmi um vernd búsvæðis lundans. Verið er að vinna úr tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um frekari búsvæðavernd fyrir fugla og vernd vistgerða, auk þess sem unnið er að endurskoðun löggjafar um villt dýr sem gefur tækifæri til að styrkja vernd stofna sem eru í hættu. Hringrásarhagkerfið er mikilvægur þáttur í að stuðla að sjálfbærari nýtingu auðlinda og í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að innleiðingu þess. Þar er meðal annars reynt að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni vöru og unnið að skilvirkri úrgangsstjórnun sem miðar að því að nýta úrgang sem efnivið í frekari framleiðslu á vörum og efni. Loks er endurheimt lífríkis með landgræðslu, skógvernd og endurheimt votlendis mikilvægur hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Fyrir dyrum stendur að vinna landsáætlanir bæði í landgræðslu og skógrækt á grunni nýsamþykktra laga sem munu enn frekar styðja við þessi áform. Stjórnvöld hafa því tekið vernd lífríkisins föstum tökum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur lífríkisins eða líffræðilegrar fjölbreytni. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur lífríki og vistkerfum hnignað mikið á undanförnum áratugum. Það er skrítið til þess að hugsa að tegundir sem við öll þekkjum hérlendis skuli eiga á hættu að deyja út. Þetta á meðal annars við um landselinn, skúminn, lundann og fleiri sjávarfugla. Hvað er til ráða? Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða. Þær þurfa að snúast um að auka vernd búsvæða lífvera, tryggja betur sjálfbæra nýtingu auðlinda og endurheimta lífríki og vistkerfi. Samhliða þarf að berjast af krafti gegn loftslagsbreytingum. Vinna við alla þessa þætti stendur nú sem hæst hér á landi, auk þess sem norrænu umhverfisráðherrarnir hafa að mínu frumkvæði beitt sér fyrir því að þrýsta á ríki heims um metnaðarfyllri aðgerðir á alþjóðavettvangi vegna lífríkisins og verndar þess. Stjórnvöld vinna nú að átaki í friðlýsingum sem margar hverjar snúast um frekari vernd búsvæða. Nýleg friðlýsing Akureyjar er dæmi um vernd búsvæðis lundans. Verið er að vinna úr tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um frekari búsvæðavernd fyrir fugla og vernd vistgerða, auk þess sem unnið er að endurskoðun löggjafar um villt dýr sem gefur tækifæri til að styrkja vernd stofna sem eru í hættu. Hringrásarhagkerfið er mikilvægur þáttur í að stuðla að sjálfbærari nýtingu auðlinda og í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að innleiðingu þess. Þar er meðal annars reynt að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni vöru og unnið að skilvirkri úrgangsstjórnun sem miðar að því að nýta úrgang sem efnivið í frekari framleiðslu á vörum og efni. Loks er endurheimt lífríkis með landgræðslu, skógvernd og endurheimt votlendis mikilvægur hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Fyrir dyrum stendur að vinna landsáætlanir bæði í landgræðslu og skógrækt á grunni nýsamþykktra laga sem munu enn frekar styðja við þessi áform. Stjórnvöld hafa því tekið vernd lífríkisins föstum tökum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun