Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Sighvatur Jónsson skrifar 22. maí 2019 12:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað hagvaxtar upp á 1,8% eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að eftir góð ár hafi þjóðarbúskapurinn orðið fyrir áföllum.Samdráttur er því hafinn og slaki er að myndast sem meðal annars birtist í fækkun starfa og meira atvinnuleysi.Kjarasamningar auðvelduðu vaxtalækkun Seðlabankastjóri sagði að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi auðvelda bankanum að lækka vexti. Þrátt fyrir launahækkanir hafi niðurstaða samninga verið í betra samræmi við verðbólgumarkmið bankans en búist hafi verið við.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári. „Við fögnum þessu svo innilega enda hefur það verið eitt af okkar helstu baráttumálum um alllanga hríð, og ég hef lengi talað fyrir því að eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna sé að ná hér tökum á því vaxtastigi sem við Íslendingar þurfum að búa við,“ sagði Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.Vísir/vilhelmDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtalækkunina í samræmi við væntingar verkalýðshreyfingarinnar við gerð hina svokölluðu lífskjarasamninga. „Það er alveg ljóst að við veðjuðum svolítið í þessum kjarasamningum á vaxtalækkanir og markmið okkar var að búa til tækifæri til þess. Þannig að þetta er samkvæmt áætlun.“ Drífa segir að ekki hafi verið þrýst á Seðlabankann með því að gera vaxtalækkun bankans að forsendum kjarasamninganna. Ánægjulegt sé að sjá að þetta undirlegg við samningana virki.Sigur fyrir lífskjörinÍ tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabanka Íslands sé mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrki lífskjarasamninga með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamninga. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag er sögð marka skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar. Samtökin atvinnulífsins segja lækkunina vera sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna. Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað hagvaxtar upp á 1,8% eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að eftir góð ár hafi þjóðarbúskapurinn orðið fyrir áföllum.Samdráttur er því hafinn og slaki er að myndast sem meðal annars birtist í fækkun starfa og meira atvinnuleysi.Kjarasamningar auðvelduðu vaxtalækkun Seðlabankastjóri sagði að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi auðvelda bankanum að lækka vexti. Þrátt fyrir launahækkanir hafi niðurstaða samninga verið í betra samræmi við verðbólgumarkmið bankans en búist hafi verið við.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári. „Við fögnum þessu svo innilega enda hefur það verið eitt af okkar helstu baráttumálum um alllanga hríð, og ég hef lengi talað fyrir því að eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna sé að ná hér tökum á því vaxtastigi sem við Íslendingar þurfum að búa við,“ sagði Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.Vísir/vilhelmDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtalækkunina í samræmi við væntingar verkalýðshreyfingarinnar við gerð hina svokölluðu lífskjarasamninga. „Það er alveg ljóst að við veðjuðum svolítið í þessum kjarasamningum á vaxtalækkanir og markmið okkar var að búa til tækifæri til þess. Þannig að þetta er samkvæmt áætlun.“ Drífa segir að ekki hafi verið þrýst á Seðlabankann með því að gera vaxtalækkun bankans að forsendum kjarasamninganna. Ánægjulegt sé að sjá að þetta undirlegg við samningana virki.Sigur fyrir lífskjörinÍ tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabanka Íslands sé mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrki lífskjarasamninga með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamninga. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag er sögð marka skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar. Samtökin atvinnulífsins segja lækkunina vera sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna.
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira