Næsti þristur áætlar að koma á sunnudag Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2019 14:45 Miss Montana heitir þristurinn sem áformað er að lendi í Reykjavík á sunnudag. Mynd/D-Day Squadron. Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Sá fyrsti fór í loftið laust fyrir klukkan átta í morgun en sá síðasti, Virginia Ann, um klukkan hálftvö. Áfangastaðurinn er flugvöllurinn í Duxford norðan London með millilendingu í Prestvík í Skotlandi. Þar með eru alls ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem tilkynnt hefur verið að muni fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna 75 ára afmælis innrásardagsins mikla, D-dagsins þann 6. júní.Flugvélin D-Day Doll var meðal þeirra sem flugu af landi brott í morgun.Stöð 2/KMU.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson situr núna einn eftir á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Þar var hann í gærkvöldi í hópi sex þrista sem almenningi gafst kostur á að skoða og gripu margir tækifærið í veðurblíðunni að komast í návígi við þessar sögufrægu flugvélar. Óvissa ríkir um hvenær síðustu þrír þristarnir verða á ferðinni, að sögn Stefáns Smára Kristinssonar hjá flugþjónustunni ACE FBO, sem sinnir þjónustu við vélarnar hérlendis. Hann telur líklegast að þristurinn Miss Montana komi næstur en áætlað er að hann verði í Reykjavík á sunnudag.Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið sem gafst á Reykjavíkurflugvelli i gærkvöldi til að skoða forngripina.Stöð 2/KMU.Áhugamenn um þrista geta á meðan dáðst að Páli Sveinssyni sem, eftir vetrardvöl á Flugsafni Íslands á Akureyri, verður áfram í Reykjavík um sinn, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Páll Sveinsson mun meðal annars taka þátt í flugdegi, sem áformaður er á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 1. júní. Það er einn af mörgum viðburðum sem búið er að skipuleggja í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi á þessu ári. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Sá fyrsti fór í loftið laust fyrir klukkan átta í morgun en sá síðasti, Virginia Ann, um klukkan hálftvö. Áfangastaðurinn er flugvöllurinn í Duxford norðan London með millilendingu í Prestvík í Skotlandi. Þar með eru alls ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem tilkynnt hefur verið að muni fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna 75 ára afmælis innrásardagsins mikla, D-dagsins þann 6. júní.Flugvélin D-Day Doll var meðal þeirra sem flugu af landi brott í morgun.Stöð 2/KMU.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson situr núna einn eftir á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Þar var hann í gærkvöldi í hópi sex þrista sem almenningi gafst kostur á að skoða og gripu margir tækifærið í veðurblíðunni að komast í návígi við þessar sögufrægu flugvélar. Óvissa ríkir um hvenær síðustu þrír þristarnir verða á ferðinni, að sögn Stefáns Smára Kristinssonar hjá flugþjónustunni ACE FBO, sem sinnir þjónustu við vélarnar hérlendis. Hann telur líklegast að þristurinn Miss Montana komi næstur en áætlað er að hann verði í Reykjavík á sunnudag.Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið sem gafst á Reykjavíkurflugvelli i gærkvöldi til að skoða forngripina.Stöð 2/KMU.Áhugamenn um þrista geta á meðan dáðst að Páli Sveinssyni sem, eftir vetrardvöl á Flugsafni Íslands á Akureyri, verður áfram í Reykjavík um sinn, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Páll Sveinsson mun meðal annars taka þátt í flugdegi, sem áformaður er á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 1. júní. Það er einn af mörgum viðburðum sem búið er að skipuleggja í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi á þessu ári.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15