„Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 20:44 Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag.Landsréttur úrskurðaði að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar, TF-GPA, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem WOW air skuldaði Isavia. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Oddur Ástráðsson lögmaður ALC sagði að fyrirtækið líti svo á að Isavia megi þannig halda flugvélinni fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna.Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia.VísirSveinbjörn Indriðason starfandi framkvæmdastjóri Isavia sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri mikill léttir að Landsréttur hafi fallist „í öllum atriðum“ á sjónarmið Isavia í málinu. Boltinn sé nú hjá ALC varðandi framhaldið. „Við höfum ítrekað, síðustu vikunnar, bent bæði lögmönnum ALC og eins líka forráðamönnum ALC á þann möguleika að leggja fram bankatryggingu fyrir heildarskuldinni. Við erum ekki að fara fram á það að fá peningana greidda inn á bankareikning,“ sagði Sveinbjörn. „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst.“ Inntur eftir því hvort að málið hafi legið þungt á fyrirtækinu sagði Sveinbjörn að fullvissa um ákvæði í loftferðalögum um kyrrsetningu flugvéla, sem Isavia beitti fyrir sig í málinu, vegi þar þyngst. „Það sem hefur legið þungt á okkur er það að það hefur verið ákveðin óvissa um beitingu ákvæðisins. Við höfum beitt þessu ákvæði áður og talið okkur vera í fullum rétti að gera það. Og hér erum við komin með staðfestingu á að við höfum verið að beita ákvæðinu með réttum hætti.“Viðtalið við Sveinbjörn og frétt Stöðvar 2 um málið má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag.Landsréttur úrskurðaði að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar, TF-GPA, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem WOW air skuldaði Isavia. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Oddur Ástráðsson lögmaður ALC sagði að fyrirtækið líti svo á að Isavia megi þannig halda flugvélinni fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna.Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia.VísirSveinbjörn Indriðason starfandi framkvæmdastjóri Isavia sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri mikill léttir að Landsréttur hafi fallist „í öllum atriðum“ á sjónarmið Isavia í málinu. Boltinn sé nú hjá ALC varðandi framhaldið. „Við höfum ítrekað, síðustu vikunnar, bent bæði lögmönnum ALC og eins líka forráðamönnum ALC á þann möguleika að leggja fram bankatryggingu fyrir heildarskuldinni. Við erum ekki að fara fram á það að fá peningana greidda inn á bankareikning,“ sagði Sveinbjörn. „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst.“ Inntur eftir því hvort að málið hafi legið þungt á fyrirtækinu sagði Sveinbjörn að fullvissa um ákvæði í loftferðalögum um kyrrsetningu flugvéla, sem Isavia beitti fyrir sig í málinu, vegi þar þyngst. „Það sem hefur legið þungt á okkur er það að það hefur verið ákveðin óvissa um beitingu ákvæðisins. Við höfum beitt þessu ákvæði áður og talið okkur vera í fullum rétti að gera það. Og hér erum við komin með staðfestingu á að við höfum verið að beita ákvæðinu með réttum hætti.“Viðtalið við Sveinbjörn og frétt Stöðvar 2 um málið má horfa á í spilaranum efst í fréttinni.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52
„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25