Traðkað á hunangsflugum Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. maí 2019 07:30 Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að. Hunangsflugur voru ekki vanar að hanga á malarvegum sér til afslöppunar. Robert kraup við hlið flugunnar. Hún var á lífi. Hún hreyfði vængina varlega, eins og hún væri að kanna hvort þeir virkuðu. Hún reyndi að skríða áfram en færðist varla úr stað. Robert vissi sem var. Hunangsflugan átti ekki langt eftir ólifað. Robert leit til himins. Dökk ský hrönnuðust upp. Loftið var rakt. Það var alveg að fara að rigna. Robert ákvað að taka til sinna ráða. Hann tíndi steina og hlóð grjótvegg í kringum hunangsfluguna og reisti þak úr laufum til að vernda hana gegn yfirvofandi veðraskiptum. Því næst hélt Robert heim á leið. Þar sem Robert sat við eldhúsgluggann og horfði á dropana seytla niður glerið tók hann ákvörðun. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá býflugunni og skýlinu. Því Robert vissi sem var. Hann vissi hvernig heimurinn virkaði. Hann var strákur. Hann átti ekki að bjarga býflugum. Hann átti að trampa á þeim. Ekki gráta Robert Webb er breskur leikari, grínisti og rithöfundur. Í bók sinni Hvernig á ekki að vera strákur (How not to be a boy) rekur Webb ævi sína og lýsir því hvernig þær leikreglur sem drengjum eru settar á uppvaxtarárunum höfðu neikvæð áhrif á líf hans langt fram eftir aldri – reglur á borð við: l Ekki gráta l Ekki tala um tilfinningar l Vertu leiðinlegur við stelpur l Taktu þátt í slagsmálum l Traðkaðu á hunangsflugum Lítið mót Ég heimsæki stundum grunnskóla í Bretlandi, þar sem ég bý, til að spjalla við krakka um bækur og kynjajafnrétti. Ég hef gjarnan umrædda bók Roberts Webb með í för og segi krökkunum söguna af Robert og hunangsflugunni. Undanfarin misseri hafa vestræn samfélög verið dugleg við að rífa niður staðalhugmyndir og koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk er alls konar. Einn hópur virðist þó hafa orðið út undan. Í síðustu viku var ég stödd í skóla í Skotlandi. Ég hafði ferðast alla leiðina frá London til að kynna nýjustu bókina mína. Það fór hins vegar ekki betur en svo að í öllum skólum sem ég heimsótti var um fátt annað talað en bók Roberts Webb og þá merkilegu staðreynd að strákar þyrftu ekki að traðka á hunangsflugum ef þeir kærðu sig ekki um það. Svo upprifnir urðu sumir strákanna yfir sögunni um Robert og fluguna að ég endaði með að skilja bókina eftir í einum skólanna. Strákar hafa, rétt eins og stelpur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið,“ skrifaði Matt Haig, annar breskur rithöfundur, á Twitter nýverið. „Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur.“ Boltar, risaeðlur og?… Sonur minn á afmæli í dag. Hann er þriggja ára. Hann elskar bolta, risaeðlur og … einhyrninga. Í tilefni dagsins ætla ég að kaupa nýtt eintak af bók Roberts Webb og segja honum ævintýrið um Robert og hunangsfluguna fyrir háttinn. Því við megum ekki gleyma að segja drengjunum okkar að þeir megi líka vera alls konar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að. Hunangsflugur voru ekki vanar að hanga á malarvegum sér til afslöppunar. Robert kraup við hlið flugunnar. Hún var á lífi. Hún hreyfði vængina varlega, eins og hún væri að kanna hvort þeir virkuðu. Hún reyndi að skríða áfram en færðist varla úr stað. Robert vissi sem var. Hunangsflugan átti ekki langt eftir ólifað. Robert leit til himins. Dökk ský hrönnuðust upp. Loftið var rakt. Það var alveg að fara að rigna. Robert ákvað að taka til sinna ráða. Hann tíndi steina og hlóð grjótvegg í kringum hunangsfluguna og reisti þak úr laufum til að vernda hana gegn yfirvofandi veðraskiptum. Því næst hélt Robert heim á leið. Þar sem Robert sat við eldhúsgluggann og horfði á dropana seytla niður glerið tók hann ákvörðun. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá býflugunni og skýlinu. Því Robert vissi sem var. Hann vissi hvernig heimurinn virkaði. Hann var strákur. Hann átti ekki að bjarga býflugum. Hann átti að trampa á þeim. Ekki gráta Robert Webb er breskur leikari, grínisti og rithöfundur. Í bók sinni Hvernig á ekki að vera strákur (How not to be a boy) rekur Webb ævi sína og lýsir því hvernig þær leikreglur sem drengjum eru settar á uppvaxtarárunum höfðu neikvæð áhrif á líf hans langt fram eftir aldri – reglur á borð við: l Ekki gráta l Ekki tala um tilfinningar l Vertu leiðinlegur við stelpur l Taktu þátt í slagsmálum l Traðkaðu á hunangsflugum Lítið mót Ég heimsæki stundum grunnskóla í Bretlandi, þar sem ég bý, til að spjalla við krakka um bækur og kynjajafnrétti. Ég hef gjarnan umrædda bók Roberts Webb með í för og segi krökkunum söguna af Robert og hunangsflugunni. Undanfarin misseri hafa vestræn samfélög verið dugleg við að rífa niður staðalhugmyndir og koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk er alls konar. Einn hópur virðist þó hafa orðið út undan. Í síðustu viku var ég stödd í skóla í Skotlandi. Ég hafði ferðast alla leiðina frá London til að kynna nýjustu bókina mína. Það fór hins vegar ekki betur en svo að í öllum skólum sem ég heimsótti var um fátt annað talað en bók Roberts Webb og þá merkilegu staðreynd að strákar þyrftu ekki að traðka á hunangsflugum ef þeir kærðu sig ekki um það. Svo upprifnir urðu sumir strákanna yfir sögunni um Robert og fluguna að ég endaði með að skilja bókina eftir í einum skólanna. Strákar hafa, rétt eins og stelpur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið,“ skrifaði Matt Haig, annar breskur rithöfundur, á Twitter nýverið. „Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur.“ Boltar, risaeðlur og?… Sonur minn á afmæli í dag. Hann er þriggja ára. Hann elskar bolta, risaeðlur og … einhyrninga. Í tilefni dagsins ætla ég að kaupa nýtt eintak af bók Roberts Webb og segja honum ævintýrið um Robert og hunangsfluguna fyrir háttinn. Því við megum ekki gleyma að segja drengjunum okkar að þeir megi líka vera alls konar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun