Letti búsettur á Íslandi varð fyrir auðkennisþjófnaði í Bretlandi án þess að hafa komið þangað Sylvía Hall skrifar 27. maí 2019 20:42 Edmunds starfar hjá bílaleigunni Átak hér á landi. Aðsend Edmunds Brikainis, 23 ára gamall Letti sem hefur verið búsettur hér á landi í tæplega þrjú ár, komst að því í apríl á þessu ári að hann hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot í Bretlandi. Hið furðulega er að Edmunds hefur aldrei komið til Bretlands. Fyrst var greint frá málinu á LincolnshireLive en forsaga málsins er sú að árið 2016 lenti Edmunds í þeirri óheppilegu lífsreynslu að veski hans var stolið í heimalandinu. Veskið innihélt meðal annars nafnskírteini og ökuskírteini. Telur hann að einhver sé að notast við nafn hans í Bretlandi og hann sé fórnarlamb auðkennisþjófnaðar. „Vinur minn fann nafnið mitt skráð fyrir tveimur fyrirtækjum í Bretlandi þegar hann fletti eftirnafninu mínu upp á Google,“ segir Edmunds í samtali við Vísi. Fyrirtækin voru skráð í apríl árið 2017 en sjálfur hefur Edmunds hvorki verið í Bretlandi né skráð nokkur fyrirtæki þar. Heimilisfang fyrirtækjanna hafði einnig verið skráð sem hans heimilisfang. Lítil hjálp í lögreglunni í Lincolnskíri Hann setti sig í samband við yfirvöld sem sjá um skráningu fyrirtækja þar í landi og voru fyrirtækin leyst upp í september á síðasta ári og tekin af skrá. Á þessu ári bættist enn eitt málið við þegar Edmunds fann nafn sitt á málaskrá hjá dómstólum í Lincolnskíri. „Ég hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í fyrra og var sektaður um 660 pund og eitthvað aukalega og fékk sex punkta,“ segir Edmunds. Hann segist þó aldrei hafa borgað sektina, enda veit hann ekki hvernig yfirvöld ættu að senda honum reikninginn. Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við lögreglu þar í landi svarar hann játandi en það hafi ekki skilað miklu. „Ég reyndi að setja mig í samband við þau en símtölin voru alltaf áframsend og allir bentu á hvorn annan. Sama hvað ég reyndi þá var mér bara alltaf gefið samband við næsta mann og þannig hélt þetta áfram,“ segir Edmunds sem gafst að lokum upp. „Enginn vildi hjálpa mér né gefa mér upplýsingar varðandi málið.“ Hann segist nú bíða næstu skrefa en hann hefur skrifað lögreglunni í Lincolnskíri og beðið þá um að rannsaka auðkennisþjófnaðinn. Þá hefur hann einnig látið lögreglu í heimalandinu vita. Bretland Lettland Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Edmunds Brikainis, 23 ára gamall Letti sem hefur verið búsettur hér á landi í tæplega þrjú ár, komst að því í apríl á þessu ári að hann hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot í Bretlandi. Hið furðulega er að Edmunds hefur aldrei komið til Bretlands. Fyrst var greint frá málinu á LincolnshireLive en forsaga málsins er sú að árið 2016 lenti Edmunds í þeirri óheppilegu lífsreynslu að veski hans var stolið í heimalandinu. Veskið innihélt meðal annars nafnskírteini og ökuskírteini. Telur hann að einhver sé að notast við nafn hans í Bretlandi og hann sé fórnarlamb auðkennisþjófnaðar. „Vinur minn fann nafnið mitt skráð fyrir tveimur fyrirtækjum í Bretlandi þegar hann fletti eftirnafninu mínu upp á Google,“ segir Edmunds í samtali við Vísi. Fyrirtækin voru skráð í apríl árið 2017 en sjálfur hefur Edmunds hvorki verið í Bretlandi né skráð nokkur fyrirtæki þar. Heimilisfang fyrirtækjanna hafði einnig verið skráð sem hans heimilisfang. Lítil hjálp í lögreglunni í Lincolnskíri Hann setti sig í samband við yfirvöld sem sjá um skráningu fyrirtækja þar í landi og voru fyrirtækin leyst upp í september á síðasta ári og tekin af skrá. Á þessu ári bættist enn eitt málið við þegar Edmunds fann nafn sitt á málaskrá hjá dómstólum í Lincolnskíri. „Ég hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í fyrra og var sektaður um 660 pund og eitthvað aukalega og fékk sex punkta,“ segir Edmunds. Hann segist þó aldrei hafa borgað sektina, enda veit hann ekki hvernig yfirvöld ættu að senda honum reikninginn. Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við lögreglu þar í landi svarar hann játandi en það hafi ekki skilað miklu. „Ég reyndi að setja mig í samband við þau en símtölin voru alltaf áframsend og allir bentu á hvorn annan. Sama hvað ég reyndi þá var mér bara alltaf gefið samband við næsta mann og þannig hélt þetta áfram,“ segir Edmunds sem gafst að lokum upp. „Enginn vildi hjálpa mér né gefa mér upplýsingar varðandi málið.“ Hann segist nú bíða næstu skrefa en hann hefur skrifað lögreglunni í Lincolnskíri og beðið þá um að rannsaka auðkennisþjófnaðinn. Þá hefur hann einnig látið lögreglu í heimalandinu vita.
Bretland Lettland Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira