Bubbi hefur reynt að leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar í tvö ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. maí 2019 19:00 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt að leita réttar síns vegna Instagram-reiknings þar sem einhver hefur þóst vera hann og sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð. Hann hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Bubbi fékk fyrst fréttir af fölskun Instagram-reikningi í hans nafni árið 2017. „Ég fór að fá pósta frá konum sem sögðu Bubbi, ég held að þetta sé ekki frá þér. Síðan fylgdi sjáskot af síðu þar sem var bara prófíl mynd af mér og flest allar myndir sem ég hef birt af fjölskyldunni minni,“ segir Bubbi. Í ljós kom að einhver aðili sem ekki er vitað hver er hefur verið að senda kynferðisleg skilaboð til kvenna og stúlkna í hans nafni. Bubbi reyndi að kæra málið til lögreglu sem að hans sögn gerði ekkert í málinu. Þá leitaði hann til tölvusérfræðings sem tókst að loka síðunni. „Viku seinna þá er hún komið í gagnið aftur. Og það hafa lögfræðingar frá mér skrifað Instagram en það er ekkert gert,“ segir Bubbi. Nú tveimur árum síðar er síðan enn í gangi og segir Bubbi þetta valda sér miklum óþægindum. „Persónan mín gæti jafnvel orðið fyrir miklum skaða,“ segir Bubbi og nefnir dæmi um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum. Maðurinn þóttist vera annar ungur maður í brotum sínum og var sá ranglega sakaður um nauðgun í nokkra mánuði vegna málsins. Auðkennisþjófnaðurinn var kærður til lögreglu en málið látið niður falla þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt hegningarlögum. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og sérstaklega fyrir ungt fólk eins og þetta dæmi um daginn sýndi mér. Ég hugsaði bara vá, einmitt. Þetta getur bara gerst. Það þarf að binda þetta í lög og gera þetta refsivert,“ segir Bubbi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, hefur fylgst með umræðunni um auðkennisþjófnað síðustu daga. Hún segist ekki hafa fengið formlegt erindi frá lögreglu um það hvort það þurfi að endurskoða lögin. Hún muni nú kalla eftir umsögn lögreglu. „Við erum sömuleiðis með refsiréttarnefnd og ég mun fela henni það að skoða hvort það þurfi að gera þessar breytingar. Með breyttri tækni þá breytast áskoranir og vandamál og löggjöfin þarf auðvitað að endurspegla þá breyttu tíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Dómsmál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt að leita réttar síns vegna Instagram-reiknings þar sem einhver hefur þóst vera hann og sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð. Hann hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Bubbi fékk fyrst fréttir af fölskun Instagram-reikningi í hans nafni árið 2017. „Ég fór að fá pósta frá konum sem sögðu Bubbi, ég held að þetta sé ekki frá þér. Síðan fylgdi sjáskot af síðu þar sem var bara prófíl mynd af mér og flest allar myndir sem ég hef birt af fjölskyldunni minni,“ segir Bubbi. Í ljós kom að einhver aðili sem ekki er vitað hver er hefur verið að senda kynferðisleg skilaboð til kvenna og stúlkna í hans nafni. Bubbi reyndi að kæra málið til lögreglu sem að hans sögn gerði ekkert í málinu. Þá leitaði hann til tölvusérfræðings sem tókst að loka síðunni. „Viku seinna þá er hún komið í gagnið aftur. Og það hafa lögfræðingar frá mér skrifað Instagram en það er ekkert gert,“ segir Bubbi. Nú tveimur árum síðar er síðan enn í gangi og segir Bubbi þetta valda sér miklum óþægindum. „Persónan mín gæti jafnvel orðið fyrir miklum skaða,“ segir Bubbi og nefnir dæmi um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum. Maðurinn þóttist vera annar ungur maður í brotum sínum og var sá ranglega sakaður um nauðgun í nokkra mánuði vegna málsins. Auðkennisþjófnaðurinn var kærður til lögreglu en málið látið niður falla þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt hegningarlögum. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og sérstaklega fyrir ungt fólk eins og þetta dæmi um daginn sýndi mér. Ég hugsaði bara vá, einmitt. Þetta getur bara gerst. Það þarf að binda þetta í lög og gera þetta refsivert,“ segir Bubbi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, hefur fylgst með umræðunni um auðkennisþjófnað síðustu daga. Hún segist ekki hafa fengið formlegt erindi frá lögreglu um það hvort það þurfi að endurskoða lögin. Hún muni nú kalla eftir umsögn lögreglu. „Við erum sömuleiðis með refsiréttarnefnd og ég mun fela henni það að skoða hvort það þurfi að gera þessar breytingar. Með breyttri tækni þá breytast áskoranir og vandamál og löggjöfin þarf auðvitað að endurspegla þá breyttu tíma,“ segir Þórdís Kolbrún.
Dómsmál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15
Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45
Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30