Knattspyrnuþjálfari sem bjargar lífi barna og snýr niður innbrotsþjófa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 09:23 Júlíus Ármann Júlíusson kemur fólki reglulega til aðstoðar. Vísir Júlíus Ármann Júlíusson, knattspyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, var svo sannarlega réttur maður á réttum stað um liðna helgi. Júlíus var á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri þegar stóð í dreng í næsta bás. Móðirin ætlaði að rölta út með drenginn en Júlíus Ármann steig inn í. „Ég tek drenginn úr höndunum á henni og næ að fara með hægri höndina undir bringuna, einhvern veginn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna,“ segir Júlíus í samtali við Morgunblaðið í dag. Viðbrögðin hafi verið ósjálfráð. Honum hafi þótt skrýtið að enginn hafi gripið inn í fyrr. Móðirin hafi eðlilega verið í miklu áfalli en mjög þakklát þegar drengurinn hafði jafnað sig. Júlíus vill lítið gera úr atvikinu en skemmst er að minnast þegar hann kom einstæðri móður með ellefu daga gamalt barn til bjargar í október 2016.Sneri þjófinn niður á nærbuxunum Þá var maður að reyna að brjótast inn í hús í hverfi Júlíusar, lá á glugganum hjá konunni sem bjó á hæðinni fyrir neðan Júlíus Ármann. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“ Í framhaldinu hringdi kona Júlíusar á lögregluna sem kannaðist við innbrotsþjófinn. Svokallaður góðkunningi. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús,“ sagði Júlíus í viðtali við Vísi. Þá minnti Júlíus á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Lærdómurinn frá Akureyri sé að fara á skyndihjálparnámskeið og viðhalda kunnáttunni. Akureyri Mosfellsbær Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Júlíus Ármann Júlíusson, knattspyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, var svo sannarlega réttur maður á réttum stað um liðna helgi. Júlíus var á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri þegar stóð í dreng í næsta bás. Móðirin ætlaði að rölta út með drenginn en Júlíus Ármann steig inn í. „Ég tek drenginn úr höndunum á henni og næ að fara með hægri höndina undir bringuna, einhvern veginn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna,“ segir Júlíus í samtali við Morgunblaðið í dag. Viðbrögðin hafi verið ósjálfráð. Honum hafi þótt skrýtið að enginn hafi gripið inn í fyrr. Móðirin hafi eðlilega verið í miklu áfalli en mjög þakklát þegar drengurinn hafði jafnað sig. Júlíus vill lítið gera úr atvikinu en skemmst er að minnast þegar hann kom einstæðri móður með ellefu daga gamalt barn til bjargar í október 2016.Sneri þjófinn niður á nærbuxunum Þá var maður að reyna að brjótast inn í hús í hverfi Júlíusar, lá á glugganum hjá konunni sem bjó á hæðinni fyrir neðan Júlíus Ármann. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“ Í framhaldinu hringdi kona Júlíusar á lögregluna sem kannaðist við innbrotsþjófinn. Svokallaður góðkunningi. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús,“ sagði Júlíus í viðtali við Vísi. Þá minnti Júlíus á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Lærdómurinn frá Akureyri sé að fara á skyndihjálparnámskeið og viðhalda kunnáttunni.
Akureyri Mosfellsbær Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira