Kröfu ALC vegna Wow-vélarinnar vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 14:41 Flugvélin sem um ræðir hefur beðið á Keflavíkurflugvelli um nokkurt skeið. Vísir/Vilhelm Kröfu bandaríska flugvélaleigasalans ALC um að kyrrsetningu Isavia á Airbus-flugvél leigusalans verði aflétt hefur verið vísað frá af Héraðsdómi Reykjaness. Í byrjun mánaðarins komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði heimild samkvæmt loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vélar ALC við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia, um tvo milljarða króna. Var það niðurstaða dómsins að Isavia væri heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél væru ógreidd en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia kærði úrskurðinn til Landsréttar.Reiddu fram milljónirnar og lögðu fram aðra aðfararbeiðni Eftir að úrskurður héraðsdóms lá fyrir greiddi reiddi ALC Isavia um 87 milljónir króna sem flugvélaleigan taldi að væri sá hluti skuldar Wow air sem væri tilkominn vegna þotunnar. Þá lagði það fram aðra aðfararbeiðni um að fá þotuna afhenta en þeirri aðfararbeiðni var vísað frá í dag.Það var snjór úti þegar vélin var kyrrsett í mars.Vísir/VilhelmÍ síðastu viku tók Landsréttur fyrir kæru Isavia og komst að þeirri niðurstöðu að Isavia væri heimilt að hamla för flugvélar WOW air frá Keflavíkurflugvelli, sem er í eigu flugvélaleigusalans ALC, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flugfélagið skuldaði Isavia, um tvo milljarða króna.Sjá einnig: „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Í úrskurði héraðsdóms frá því í dag, sem Vísir hefur undir höndum, segir að þar sem niðurstaða í fyrra máli ALC gegn Isavia hafi verið staðfest í Landsrétti verði að vísa seinni aðfararbeiðninni frá dómi með vísan til 2. mgr. 116. greinar laga um meðferð einkamála þar sem segir að krafa sem hafi verið dæmd að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en segir í lögum þessum. Nýju máli um slíka kröfu skuli vísað frá dómi. Eftir að niðurstaða Landsréttar lá fyrir sagði Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, í samtali við Vísi að fyrirtækið liti svo á Isavia megi þannig halda flugvélinni, TF-GPA, fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur sem fyrr segir tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag. 24. maí 2019 20:44 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands. 29. maí 2019 06:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Kröfu bandaríska flugvélaleigasalans ALC um að kyrrsetningu Isavia á Airbus-flugvél leigusalans verði aflétt hefur verið vísað frá af Héraðsdómi Reykjaness. Í byrjun mánaðarins komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði heimild samkvæmt loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vélar ALC við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia, um tvo milljarða króna. Var það niðurstaða dómsins að Isavia væri heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél væru ógreidd en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia kærði úrskurðinn til Landsréttar.Reiddu fram milljónirnar og lögðu fram aðra aðfararbeiðni Eftir að úrskurður héraðsdóms lá fyrir greiddi reiddi ALC Isavia um 87 milljónir króna sem flugvélaleigan taldi að væri sá hluti skuldar Wow air sem væri tilkominn vegna þotunnar. Þá lagði það fram aðra aðfararbeiðni um að fá þotuna afhenta en þeirri aðfararbeiðni var vísað frá í dag.Það var snjór úti þegar vélin var kyrrsett í mars.Vísir/VilhelmÍ síðastu viku tók Landsréttur fyrir kæru Isavia og komst að þeirri niðurstöðu að Isavia væri heimilt að hamla för flugvélar WOW air frá Keflavíkurflugvelli, sem er í eigu flugvélaleigusalans ALC, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flugfélagið skuldaði Isavia, um tvo milljarða króna.Sjá einnig: „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Í úrskurði héraðsdóms frá því í dag, sem Vísir hefur undir höndum, segir að þar sem niðurstaða í fyrra máli ALC gegn Isavia hafi verið staðfest í Landsrétti verði að vísa seinni aðfararbeiðninni frá dómi með vísan til 2. mgr. 116. greinar laga um meðferð einkamála þar sem segir að krafa sem hafi verið dæmd að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en segir í lögum þessum. Nýju máli um slíka kröfu skuli vísað frá dómi. Eftir að niðurstaða Landsréttar lá fyrir sagði Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, í samtali við Vísi að fyrirtækið liti svo á Isavia megi þannig halda flugvélinni, TF-GPA, fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur sem fyrr segir tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag. 24. maí 2019 20:44 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands. 29. maí 2019 06:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45
„Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag. 24. maí 2019 20:44
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52
Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands. 29. maí 2019 06:00