Hvorki málþóf Miðflokksmanna né klæðaburður Pírata sem veldur vantrausti á Alþingi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 21:37 Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði að lítið traust til Alþingis í samfélaginu væri ekki málþófi Miðflokksins að kenna að klæðaburði Pírata. Rótgróin, háheilög íhaldssemi heldur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. „Þessi sjúklega forneskju- og hefðardýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðu Alþingis. Helgi sagðist ekki ætla að ræða þriðja orkupakkann en sagði að í þeirri umræðu kristallast nákvæmlega þessi vandi. „Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eru í reynd áhyggjur af eignarhaldi og nýtingarrétti yfir auðlindum, framsali ríkisvalds, samhæfi við stjórnarskrá og rétti þjóðarinnar til að grípa inn í mál sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta eru atriði sem hafa verið í deiglunni áratugum saman. Er nema von að fólk vantreysti Alþingi þegar jafn smávægilegt mál og þriðji orkupakkinn er farinn að snúast um stjórnarskrárbreytingar sem Alþingi hefur trassað frá stofnun lýðveldisins?“ spurði Helgi Hrafn. Hann nefndi að samfélagið þróist hratt, fólk skelli upp fjarfundi með símanum sínum með engum fyrirvara og greiðir atkvæði yfir Internetið í félagasamtökum. Íslendingar auðkenni sig í gegnum netið, verslar í gegnum netið, skiptir um lögheimili og nær í menntunarvottorð sín á miðlægu svæði frá yfirvöldum. „En svo nýtir fólk tæknina til að líta á hvað Alþingi sé að gera, og sér þetta. Jú, þetta er fallegur þingsalur og væri afskaplega fallegt safn. En þessi hefðarinnar dýrðarljómi sem fólk sér í honum endurspeglast ekki í því hvernig Alþingi virkar. Raunveruleg virðing fyrir Alþingi krefst þess að Alþingi breytist í takt við tímann, í andstöðu við íhaldssemina sem heldur aftur af því,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagði fortíðina glataða en nútímann góðan. „Og það litla sem við getum sagt með vissu um framtíðina, er að hún kemur. Ég legg til að Alþingi taki á móti henni með opnum hug, brosi á vör og hlýju í hjarta og að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.“ Alþingi Píratar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði að lítið traust til Alþingis í samfélaginu væri ekki málþófi Miðflokksins að kenna að klæðaburði Pírata. Rótgróin, háheilög íhaldssemi heldur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. „Þessi sjúklega forneskju- og hefðardýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðu Alþingis. Helgi sagðist ekki ætla að ræða þriðja orkupakkann en sagði að í þeirri umræðu kristallast nákvæmlega þessi vandi. „Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eru í reynd áhyggjur af eignarhaldi og nýtingarrétti yfir auðlindum, framsali ríkisvalds, samhæfi við stjórnarskrá og rétti þjóðarinnar til að grípa inn í mál sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta eru atriði sem hafa verið í deiglunni áratugum saman. Er nema von að fólk vantreysti Alþingi þegar jafn smávægilegt mál og þriðji orkupakkinn er farinn að snúast um stjórnarskrárbreytingar sem Alþingi hefur trassað frá stofnun lýðveldisins?“ spurði Helgi Hrafn. Hann nefndi að samfélagið þróist hratt, fólk skelli upp fjarfundi með símanum sínum með engum fyrirvara og greiðir atkvæði yfir Internetið í félagasamtökum. Íslendingar auðkenni sig í gegnum netið, verslar í gegnum netið, skiptir um lögheimili og nær í menntunarvottorð sín á miðlægu svæði frá yfirvöldum. „En svo nýtir fólk tæknina til að líta á hvað Alþingi sé að gera, og sér þetta. Jú, þetta er fallegur þingsalur og væri afskaplega fallegt safn. En þessi hefðarinnar dýrðarljómi sem fólk sér í honum endurspeglast ekki í því hvernig Alþingi virkar. Raunveruleg virðing fyrir Alþingi krefst þess að Alþingi breytist í takt við tímann, í andstöðu við íhaldssemina sem heldur aftur af því,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagði fortíðina glataða en nútímann góðan. „Og það litla sem við getum sagt með vissu um framtíðina, er að hún kemur. Ég legg til að Alþingi taki á móti henni með opnum hug, brosi á vör og hlýju í hjarta og að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.“
Alþingi Píratar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira