Æfðu viðbrögð við flugslysi í Grímsey Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2019 14:26 Æfingin hófst með því að send voru SMS textaskilaboð í alla farsíma í Grímsey og þannig fengu íbúar tilkynningu um æfinguna og að flugvél hefði brotlent við enda flugvallarins. Embætti ríkislögreglustjóra Staðið var fyrir flugslysaæfingu í Grímsey í morgun þar sem viðbragðsaðilar komu saman til að æfa viðbrögð við flugslysi. Í Facebook-færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að markmiðið með slíkri æfingu sé að láta reyna á samvinnu allra viðbragðseininga á því svæði sem flugslys verða. „Þeir aðila sem dags daglega sinna fyrstu viðbrögðum við slysum sem þessum eru alla jafna ekki til taks í Grímsey. Heimamenn í Grímsey bera hita og þunga af viðbragði þar til aðstoð frá nærliggjandi svæðum berst. Til að bregðast við þessu þá eru send boð á alla íbúa í Grímsey og þau upplýst um það sem hefur gerst. Við undirbúning á æfingunni var boðið upp á fræðslu í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og var lögð áhersla á að sem flestir gætu nýtt sér þá fræðslu. Farið var yfir skipulag á slysavettvangi, umönnun og bráðaflokkun slasaðra, aðkomu að flugslysi, slökkvistarf og björgun. Að fræðslunni komu ráðgjafar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Isavia, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Landspítala, slökkviliði Akureyrar, lögreglunni á Norðurlandi eystra, Rauða krossinum og fleiri. Margir tóku þátt í fræðslunni sem var í boði og var áhugi heimamanna mikill. Æfingin hófst með því að send voru SMS textaskilaboð í alla farsíma í Grímsey og þannig fengu íbúar tilkynningu um æfinguna og að flugvél hefði brotlent við enda flugvallarins. Þó svo að aðalmarkmið æfingarinnar hafi verið flugslys, þá nýtist fræðslan og undirbúningurinn þeim sem taka þátt í æfingunni við hvaða slys sem er,“ segir í færslunni. Akureyri Björgunarsveitir Fréttir af flugi Grímsey Slökkvilið Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Staðið var fyrir flugslysaæfingu í Grímsey í morgun þar sem viðbragðsaðilar komu saman til að æfa viðbrögð við flugslysi. Í Facebook-færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að markmiðið með slíkri æfingu sé að láta reyna á samvinnu allra viðbragðseininga á því svæði sem flugslys verða. „Þeir aðila sem dags daglega sinna fyrstu viðbrögðum við slysum sem þessum eru alla jafna ekki til taks í Grímsey. Heimamenn í Grímsey bera hita og þunga af viðbragði þar til aðstoð frá nærliggjandi svæðum berst. Til að bregðast við þessu þá eru send boð á alla íbúa í Grímsey og þau upplýst um það sem hefur gerst. Við undirbúning á æfingunni var boðið upp á fræðslu í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og var lögð áhersla á að sem flestir gætu nýtt sér þá fræðslu. Farið var yfir skipulag á slysavettvangi, umönnun og bráðaflokkun slasaðra, aðkomu að flugslysi, slökkvistarf og björgun. Að fræðslunni komu ráðgjafar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Isavia, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Landspítala, slökkviliði Akureyrar, lögreglunni á Norðurlandi eystra, Rauða krossinum og fleiri. Margir tóku þátt í fræðslunni sem var í boði og var áhugi heimamanna mikill. Æfingin hófst með því að send voru SMS textaskilaboð í alla farsíma í Grímsey og þannig fengu íbúar tilkynningu um æfinguna og að flugvél hefði brotlent við enda flugvallarins. Þó svo að aðalmarkmið æfingarinnar hafi verið flugslys, þá nýtist fræðslan og undirbúningurinn þeim sem taka þátt í æfingunni við hvaða slys sem er,“ segir í færslunni.
Akureyri Björgunarsveitir Fréttir af flugi Grímsey Slökkvilið Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira