Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 06:35 Uppfært 13:15: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er nýbúið að slökkva í síðustu glæðum. Er slökkvilið nú að ganga frá. Uppfært 10:00: Slökkviðlið höfuðborgarsvæðisins er enn að störfum í Seljaskóla, en búið er að slökkva eldinn og vinna nú sex slökkviliðsmenn að því að ná járnplötum af þaki hússins til að slökkva í glæðum. Mikill eldur kom upp í Seljaskóla í nótt og á fimmta tímanum var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu auk bakvaktar og manna á frívakt enn að störfum. Mikið tjón er á einni álmu skólans en þak byggingarinnar féll í brunanum. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um miðnætti og þegar fyrstu menn komu á vettvang var strax ljóst að ráðast þyrfti í umfangsmikið slökkvistarf. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfsins hafi verið mjög erfiðar „Þegar að við komum á vettvang þá logaði mikill eldur í öðrum gaflinum og reykur upp eftir öllum mæninum. Það voru allar stöðvar á leiðinni og fljótlega sást að þetta yrði mikil vinna þannig að það var boðaður út auka mannskapur,“Eins og sjá má er tjónið mikið.Vísir/Jóhann K.Aðstæður til slökkvistarfs mjög erfiðar Hafsteinn segir að eldurinn hafi aðeins logaði í þaki skólans en á milli þaksins og kennslustofa er steypt plata og bætir við að hún hafi haldið. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum á vettvang. Mjög þröngt og erfitt að komast að þessu. Erfitt að koma tækjum að eldinum svo það þurfti að sækja þetta langt að, þetta er það innarlega á skólalóðinni. Við gátum bara sótt á eldinn á einn veg og það var á móti reyk þannig að hér voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum,“ segir Hafsteinn. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu en þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum, á svipuðum stað, á stuttum tíma. Um klukkan þrjú í nótt var ákveðið að senda skilaboð til íbúa í nágrenni skólans og nærliggjandi hverfa þar sem íbúar voru hvattir til þess að loka gluggum en mikill reykur lá yfir Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi.Mikill reykur var frá vettvangi og voru íbúar í Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi beðnir um að loka gluggum.Vísir/JóhannKBruninn hafði áhrif á sjúkraflutninga í nótt „Þetta er búið að taka töluvert langan tíma og eins og ég sagði mjög erfiðar aðstæður og erfitt að komast að eldinum. Það var erfitt að rjúfa þakið og um tíma þurfum við að kalla allan mannskap af þakinu því það var farið að gefa sig og þá breyttum við aðeins um aðferð og fórum að slökkva eldinn úr fjarlægð, þannig að við höfum verið að bíða eftir að þakið falli niður svo við getum farið að vinna betur að því að koma klæðningu og öðru af,“ segir Hafsteinn. Mikill fjöldi slökkviliðsmanna hefur tekið þátt í slökkvistarfi í nótt og segir Hafsteinn að bruninn í nótt hafi haft áhrif á önnur störf slökkviliðsins í nótt en iðulega er mikið að gera í sjúkraflutningum á þessum tíma um helgi. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsVísir/Stöð 2„Ég geri ráð fyrir að það verði nokkur vinna áfram fram undir morgun,“ segir Hafsteinn. Mikið tjón er á byggingunni vegna eldsins en ekki síst heldur vegna reykja, sóts og vatns og þá sérstaklega í þessari álmu skólans. „Það eru eldveggir sitthvoru megin og þeir hafa alveg haldið þannig að þetta breiddist ekkert út. Þetta er staðbundið í þessu þaki. Við náðum eiginlega að varna því að reykur kæmist bygginga en einhver reykur slæddist á milli,“ segir Hafsteinn. Aðstæður á vettvangi í nótt voru erfiðarVísir/JóhannK Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Uppfært 13:15: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er nýbúið að slökkva í síðustu glæðum. Er slökkvilið nú að ganga frá. Uppfært 10:00: Slökkviðlið höfuðborgarsvæðisins er enn að störfum í Seljaskóla, en búið er að slökkva eldinn og vinna nú sex slökkviliðsmenn að því að ná járnplötum af þaki hússins til að slökkva í glæðum. Mikill eldur kom upp í Seljaskóla í nótt og á fimmta tímanum var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu auk bakvaktar og manna á frívakt enn að störfum. Mikið tjón er á einni álmu skólans en þak byggingarinnar féll í brunanum. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um miðnætti og þegar fyrstu menn komu á vettvang var strax ljóst að ráðast þyrfti í umfangsmikið slökkvistarf. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfsins hafi verið mjög erfiðar „Þegar að við komum á vettvang þá logaði mikill eldur í öðrum gaflinum og reykur upp eftir öllum mæninum. Það voru allar stöðvar á leiðinni og fljótlega sást að þetta yrði mikil vinna þannig að það var boðaður út auka mannskapur,“Eins og sjá má er tjónið mikið.Vísir/Jóhann K.Aðstæður til slökkvistarfs mjög erfiðar Hafsteinn segir að eldurinn hafi aðeins logaði í þaki skólans en á milli þaksins og kennslustofa er steypt plata og bætir við að hún hafi haldið. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum á vettvang. Mjög þröngt og erfitt að komast að þessu. Erfitt að koma tækjum að eldinum svo það þurfti að sækja þetta langt að, þetta er það innarlega á skólalóðinni. Við gátum bara sótt á eldinn á einn veg og það var á móti reyk þannig að hér voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum,“ segir Hafsteinn. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu en þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum, á svipuðum stað, á stuttum tíma. Um klukkan þrjú í nótt var ákveðið að senda skilaboð til íbúa í nágrenni skólans og nærliggjandi hverfa þar sem íbúar voru hvattir til þess að loka gluggum en mikill reykur lá yfir Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi.Mikill reykur var frá vettvangi og voru íbúar í Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi beðnir um að loka gluggum.Vísir/JóhannKBruninn hafði áhrif á sjúkraflutninga í nótt „Þetta er búið að taka töluvert langan tíma og eins og ég sagði mjög erfiðar aðstæður og erfitt að komast að eldinum. Það var erfitt að rjúfa þakið og um tíma þurfum við að kalla allan mannskap af þakinu því það var farið að gefa sig og þá breyttum við aðeins um aðferð og fórum að slökkva eldinn úr fjarlægð, þannig að við höfum verið að bíða eftir að þakið falli niður svo við getum farið að vinna betur að því að koma klæðningu og öðru af,“ segir Hafsteinn. Mikill fjöldi slökkviliðsmanna hefur tekið þátt í slökkvistarfi í nótt og segir Hafsteinn að bruninn í nótt hafi haft áhrif á önnur störf slökkviliðsins í nótt en iðulega er mikið að gera í sjúkraflutningum á þessum tíma um helgi. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsVísir/Stöð 2„Ég geri ráð fyrir að það verði nokkur vinna áfram fram undir morgun,“ segir Hafsteinn. Mikið tjón er á byggingunni vegna eldsins en ekki síst heldur vegna reykja, sóts og vatns og þá sérstaklega í þessari álmu skólans. „Það eru eldveggir sitthvoru megin og þeir hafa alveg haldið þannig að þetta breiddist ekkert út. Þetta er staðbundið í þessu þaki. Við náðum eiginlega að varna því að reykur kæmist bygginga en einhver reykur slæddist á milli,“ segir Hafsteinn. Aðstæður á vettvangi í nótt voru erfiðarVísir/JóhannK
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira