Krummalaupur á Selfossi með sex ungum í beinni útsendingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2019 19:30 Krummapar á Selfossi vekur athygli um allan heim því það er í beinni útsendingu allan sólarhringinn í laup, sem það bjó til við verslun Byko. Nú eru komnir sex ungar í laupinn og braggast þeir vel. Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegin því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn. „Okkur sýnist að það séu sex ungar þetta árið, það er með meira móti, þeir hafa verið þrír til fimm, þannig að sex er vel gert“, segir Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri. Gunnar er ánægður með hvað fuglinn er duglegur að koma sér upp laupi við Bykoskiltið og koma þar upp ungum vor eftir vor. „Já, þeim finnst gott að vera hérna heima hjá sér enda eru þeir alltaf velkomnir hérna, þeim líður greinilega mjög vel hjá okkur.“Sex ungar eru í laupnum þar sem þeir láta fara vel um sig en það gæti orðið þröngt um þá þegar þeir stækka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Það er meira en nóg að gera hjá foreldrunum að koma með fæði fyrir ungana sína. „Já, það virðist alveg vera full vinna fyrir tvo eins og bara á öllum heimilum að koma þessu til lífs og sex ungar eru ansi mikið, þannig að það er mikið að gera hjá þeim.“ Gunnar segir að fólk alls staðar úr heiminum fylgist með beinu útsendingunni úr laupnum. „Já, það er mikil aðsókn hérna af ferðamönnum og fólk fylgst með okkur út um allan heim, fólk í Þýskalandi hefur t.d. gríðarlegan áhuga á þessu og það er alveg beðið eftir því að við setjum streymið í gang og ansi margir fylgjendur.“ Að sögn Gunnars fylgjast þúsundir manna með beinu útsendingunni úr Laupnum í hverri viku, auk Íslendinga og Þjóðverja, er mikill áhugi frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku, Finnlandi og Kanada.Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér. Árborg Dýr Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Krummapar á Selfossi vekur athygli um allan heim því það er í beinni útsendingu allan sólarhringinn í laup, sem það bjó til við verslun Byko. Nú eru komnir sex ungar í laupinn og braggast þeir vel. Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegin því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn. „Okkur sýnist að það séu sex ungar þetta árið, það er með meira móti, þeir hafa verið þrír til fimm, þannig að sex er vel gert“, segir Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri. Gunnar er ánægður með hvað fuglinn er duglegur að koma sér upp laupi við Bykoskiltið og koma þar upp ungum vor eftir vor. „Já, þeim finnst gott að vera hérna heima hjá sér enda eru þeir alltaf velkomnir hérna, þeim líður greinilega mjög vel hjá okkur.“Sex ungar eru í laupnum þar sem þeir láta fara vel um sig en það gæti orðið þröngt um þá þegar þeir stækka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Það er meira en nóg að gera hjá foreldrunum að koma með fæði fyrir ungana sína. „Já, það virðist alveg vera full vinna fyrir tvo eins og bara á öllum heimilum að koma þessu til lífs og sex ungar eru ansi mikið, þannig að það er mikið að gera hjá þeim.“ Gunnar segir að fólk alls staðar úr heiminum fylgist með beinu útsendingunni úr laupnum. „Já, það er mikil aðsókn hérna af ferðamönnum og fólk fylgst með okkur út um allan heim, fólk í Þýskalandi hefur t.d. gríðarlegan áhuga á þessu og það er alveg beðið eftir því að við setjum streymið í gang og ansi margir fylgjendur.“ Að sögn Gunnars fylgjast þúsundir manna með beinu útsendingunni úr Laupnum í hverri viku, auk Íslendinga og Þjóðverja, er mikill áhugi frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Danmörku, Finnlandi og Kanada.Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér.
Árborg Dýr Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira