Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. maí 2019 08:45 63 þúsund manns heimsóttu ísgöngin í Langjökli í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár. Fréttablaðið/Stefán Mikill samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli undanfarna mánuði, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefur sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaup fyrrnefnda félagsins á því síðarnefnda og er óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Samkvæmt heimildum Markaðarins var aðsókn í ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, um sextíu prósent minni á fyrsta fjórðungi ársins en áætlanir Into the Glacier höfðu gert ráð fyrir. Eigendur Arctic Adventures, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins á sviði afþreyingar, eru sagðir vilja bíða og sjá hvernig sumarmánuðirnir muni ganga en ekki er loku fyrir það skotið að hætt verði við samrunann. Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin í síðasta mánuði en þau eru hins vegar ekki frágengin og eru viðræðurnar um þau á viðkvæmu stigi, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Ljóst er að verðið sem upphaflega var samið um þegar samkomulag náðist um samrunann í janúar síðastliðnum var byggt á áætlunum sem munu nú ekki ganga eftir.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir árið hafa reynst félaginu erfitt hingað til. Veðrið hafi sett stórt strik í reikninginn á fyrstu mánuðum ársins og þá hafi breytt landslag í ferðaþjónustunni, í kjölfar meðal annars falls WOW air, sitt að segja. Erfitt sé hins vegar að segja til um áhrif samdráttarins á fyrirhugaðan samruna við Arctic Adventures. „Við erum í samningaferli sem tekur tíma en við erum að vonast til þess að þetta klárist síðla sumars,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn.Fjögur félög til viðbótar Samkomulagið sem forsvarsmenn Arctic Adventures og Into the Glacier gerðu með sér í janúar fól í sér að fyrrnefnda félagið keypti allt hlutafé í því síðarnefnda af framtakssjóðnum Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa og fer með 94 prósenta hlut í rekstrarfélagi ísganganna, og Sigurði sem heldur á tæplega sex prósenta hlut í félaginu. Til viðbótar stóð til að Arctic Adventures keypti eignarhluti framtakssjóðsins í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu, Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufarhólshelli, Borea Adventures á Ísafirði og leiksýningunni Icelandic Sagas – The greatest hits, sem sýnd er í Hörpu. Framtakssjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Ýktar sveiflur Alls heimsóttu 63 þúsund manns ísgöngin í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár, eins og áður sagði. Sigurður segir að sveiflurnar í aðsókninni hafi verið nokkuð ýktar. „Janúar og febrúar voru slæmir hjá okkur annað árið í röð, mars var aðeins undir væntingum og síðan var höggið mikið í apríl. Hins vegar líta maí, júní, júlí og ágúst mjög vel út. Staðan fyrir júní er til dæmis sterkari en í fyrra. Þetta eru ekki bara slæm tíðindi. Sveiflurnar eru bara ýktari,“ útskýrir Sigurður. Þrátt fyrir tugprósenta fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air og kyrrsetningar 737 MAX 8 véla Icelandair segir Sigurður forsvarsmenn Into the Glacier bratta fyrir sumarið. „Það þýðir ekkert annað. Sem dæmi er aukning í komum skemmtiferðaskipa til Íslands á milli ára. Það er ekki allt neikvætt.“ Samanlögð velta Arctic Adventures og Into the Glacier var tæplega sjö milljarðar króna í fyrra en hjá félögunum tveimur starfa samanlagt um 300 manns. Ísgöngin voru metin á um 1.565 milljónir króna í bókum Icelandic Tourism Fund í lok árs 2017 en bókfært virði þeirra jókst um ríflega 55 prósent á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Mikill samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli undanfarna mánuði, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefur sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaup fyrrnefnda félagsins á því síðarnefnda og er óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Samkvæmt heimildum Markaðarins var aðsókn í ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, um sextíu prósent minni á fyrsta fjórðungi ársins en áætlanir Into the Glacier höfðu gert ráð fyrir. Eigendur Arctic Adventures, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins á sviði afþreyingar, eru sagðir vilja bíða og sjá hvernig sumarmánuðirnir muni ganga en ekki er loku fyrir það skotið að hætt verði við samrunann. Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin í síðasta mánuði en þau eru hins vegar ekki frágengin og eru viðræðurnar um þau á viðkvæmu stigi, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Ljóst er að verðið sem upphaflega var samið um þegar samkomulag náðist um samrunann í janúar síðastliðnum var byggt á áætlunum sem munu nú ekki ganga eftir.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir árið hafa reynst félaginu erfitt hingað til. Veðrið hafi sett stórt strik í reikninginn á fyrstu mánuðum ársins og þá hafi breytt landslag í ferðaþjónustunni, í kjölfar meðal annars falls WOW air, sitt að segja. Erfitt sé hins vegar að segja til um áhrif samdráttarins á fyrirhugaðan samruna við Arctic Adventures. „Við erum í samningaferli sem tekur tíma en við erum að vonast til þess að þetta klárist síðla sumars,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn.Fjögur félög til viðbótar Samkomulagið sem forsvarsmenn Arctic Adventures og Into the Glacier gerðu með sér í janúar fól í sér að fyrrnefnda félagið keypti allt hlutafé í því síðarnefnda af framtakssjóðnum Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa og fer með 94 prósenta hlut í rekstrarfélagi ísganganna, og Sigurði sem heldur á tæplega sex prósenta hlut í félaginu. Til viðbótar stóð til að Arctic Adventures keypti eignarhluti framtakssjóðsins í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu, Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufarhólshelli, Borea Adventures á Ísafirði og leiksýningunni Icelandic Sagas – The greatest hits, sem sýnd er í Hörpu. Framtakssjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Ýktar sveiflur Alls heimsóttu 63 þúsund manns ísgöngin í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár, eins og áður sagði. Sigurður segir að sveiflurnar í aðsókninni hafi verið nokkuð ýktar. „Janúar og febrúar voru slæmir hjá okkur annað árið í röð, mars var aðeins undir væntingum og síðan var höggið mikið í apríl. Hins vegar líta maí, júní, júlí og ágúst mjög vel út. Staðan fyrir júní er til dæmis sterkari en í fyrra. Þetta eru ekki bara slæm tíðindi. Sveiflurnar eru bara ýktari,“ útskýrir Sigurður. Þrátt fyrir tugprósenta fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air og kyrrsetningar 737 MAX 8 véla Icelandair segir Sigurður forsvarsmenn Into the Glacier bratta fyrir sumarið. „Það þýðir ekkert annað. Sem dæmi er aukning í komum skemmtiferðaskipa til Íslands á milli ára. Það er ekki allt neikvætt.“ Samanlögð velta Arctic Adventures og Into the Glacier var tæplega sjö milljarðar króna í fyrra en hjá félögunum tveimur starfa samanlagt um 300 manns. Ísgöngin voru metin á um 1.565 milljónir króna í bókum Icelandic Tourism Fund í lok árs 2017 en bókfært virði þeirra jókst um ríflega 55 prósent á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira