Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 12:15 Conrad Black þegar hann mætti fyrir dómara árið 2011. AP/Charles Rex Arbogast Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. Black, sem er breskur ríkisborgari en fæddist í Kanada, var dæmdur fyrir fjársvik og aðra glæpi árið 2007 þegar hann sveik fé af fjárfestum sínum og var meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þó niður tvo af fjórum dómum Black. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, er Black lýst sem athafna- og fræðimanni og sagði þar einnig að framlag hans til viðskiptalífs Bandaríkjanna, stjórnmála og sagnfræði væri gífurlegt. Þá sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að Black hefði skrifað margar þekktar ævisögur og nefndi ævisögur hans um Franklin D. Roosevelt og Richard Nixon.Hún nefndi þó ekki bókina: „Donald J. Trump: Einstakur forseti“ sem Black gaf út í fyrra. Þá hefur Black reglulega hælt Trump á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Í lok síðast árs var hann spurður hvort hann væri að leitast eftir náðun Trump en sagði svo ekki vera, samkvæmt Washington Post. Þá vísaði Sanders til stuðnings sem Black hafi fengið frá Henry Kissinger, Elton John og Rush Libaugh. Þeir hefðu mælt með því að Black hlyti uppreist æru. Black skrifaði grein í National Post í Kanada sem birt var í morgun þar sem hann lýsti símtali sem hann fékk frá Trump, þar sem forsetinn tilkynnti honum ákvörðun sína. Titill greinarinnar, lauslega þýddur, er: „Forseti Bandaríkjanna hringdi. Ég hlaut loksins uppreist æru“.Þar segist Black ekki hafa rætt við Trump frá því hann tók við embætti árið 2017 og sagði hann forsetann hafa verið einkar vinsamlegan. Black segir Trump hafa sagt að með þessu vildi forsetinn taka aftur þann óleik sem Black hafi orðið fyrir. Black fékk leyfi Trump til að lýsa því yfir að ákvörðunin hefði verið tekin vegna „óréttláts dóms“ Black. Eftir það endurtekur Black ósannaðar ásakanir Trump um að réttarkerfi Bandaríkjanna hafi einnig komið illa fram við hann og vísar til Rússarannsóknarinnar svokölluðu.Hefur náðað stuðningsmenn sína áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar aðgerðir Trump þykja umdeildar. Sá fyrsti sem hann náðaði var Joe Arpaio, fyrrverandi fógeti, sem er dyggur og hávær stuðningsmaður forsetans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. Trump hefur einnig náðað íhaldsmanninn Dinesh D‘Souza sem sakfelldur var fyrir fjársvik í tengslum við kosningar.Í gær veitt Trump einnig Patrick Nolan uppreist æru. Nolan var á árum áður ríkisþingmaður í Kaliforníu en árið 1994 játaði hann spillingu og sat inni í tæp þrjú ár. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. Black, sem er breskur ríkisborgari en fæddist í Kanada, var dæmdur fyrir fjársvik og aðra glæpi árið 2007 þegar hann sveik fé af fjárfestum sínum og var meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þó niður tvo af fjórum dómum Black. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, er Black lýst sem athafna- og fræðimanni og sagði þar einnig að framlag hans til viðskiptalífs Bandaríkjanna, stjórnmála og sagnfræði væri gífurlegt. Þá sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að Black hefði skrifað margar þekktar ævisögur og nefndi ævisögur hans um Franklin D. Roosevelt og Richard Nixon.Hún nefndi þó ekki bókina: „Donald J. Trump: Einstakur forseti“ sem Black gaf út í fyrra. Þá hefur Black reglulega hælt Trump á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Í lok síðast árs var hann spurður hvort hann væri að leitast eftir náðun Trump en sagði svo ekki vera, samkvæmt Washington Post. Þá vísaði Sanders til stuðnings sem Black hafi fengið frá Henry Kissinger, Elton John og Rush Libaugh. Þeir hefðu mælt með því að Black hlyti uppreist æru. Black skrifaði grein í National Post í Kanada sem birt var í morgun þar sem hann lýsti símtali sem hann fékk frá Trump, þar sem forsetinn tilkynnti honum ákvörðun sína. Titill greinarinnar, lauslega þýddur, er: „Forseti Bandaríkjanna hringdi. Ég hlaut loksins uppreist æru“.Þar segist Black ekki hafa rætt við Trump frá því hann tók við embætti árið 2017 og sagði hann forsetann hafa verið einkar vinsamlegan. Black segir Trump hafa sagt að með þessu vildi forsetinn taka aftur þann óleik sem Black hafi orðið fyrir. Black fékk leyfi Trump til að lýsa því yfir að ákvörðunin hefði verið tekin vegna „óréttláts dóms“ Black. Eftir það endurtekur Black ósannaðar ásakanir Trump um að réttarkerfi Bandaríkjanna hafi einnig komið illa fram við hann og vísar til Rússarannsóknarinnar svokölluðu.Hefur náðað stuðningsmenn sína áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar aðgerðir Trump þykja umdeildar. Sá fyrsti sem hann náðaði var Joe Arpaio, fyrrverandi fógeti, sem er dyggur og hávær stuðningsmaður forsetans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. Trump hefur einnig náðað íhaldsmanninn Dinesh D‘Souza sem sakfelldur var fyrir fjársvik í tengslum við kosningar.Í gær veitt Trump einnig Patrick Nolan uppreist æru. Nolan var á árum áður ríkisþingmaður í Kaliforníu en árið 1994 játaði hann spillingu og sat inni í tæp þrjú ár.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent