Iðgjald vátrygginga gæti hækkað vegna tíðari og verri flóða Sighvatur Jónsson skrifar 16. maí 2019 23:30 Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga. Loftslagsráð var skipað fyrir ári. Hlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir loftslagsbaráttuna tvíþætta, annars vegar snýr hún að áætlunum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að aðlögun að loftslagsbreytingum. „Við munum þurfa að lifa líka með einhverjum afleiðingum af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið og munu verða. Þá er mikilvægt að samfélagið sé tilbúið til að aðlagast slíkum breytingum í framtíðinni,“ segir ráðherrann. Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. „Þá hef ég falið loftslagsráði að leiðbeina stjórnvöldum um hvernig eigi að vinna þessa áætlun þannig að vinnan er komin í gagn sem betur fer,“ segir Guðmundur Ingi.Langflest tjón tengjast loftslagi „Það skiptir öllu máli að allir sem hafa hagsmuni og hlutverk í þessu samhengi tali saman og hjálpist að við að meta hagkvæmni þess að ráðast í einhverjar aðgerðir,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Náttúruhamfaratrygging Íslands skoðar hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar næstu áratugi geta haft á kostnað og umfang tjóna. „Ef við skoðum þrjátíu ára sögu þá eru um það bil 25% af tjónskostnaðinum vegna atburða sem tengjast loftslagi,“ segir Jón Örvar. Þegar litið er til fjölda atburða er niðurstaðan sú að 95% af tjónum tengjast loftslagi. „Það er ekkert útilokað í framtíðinni ef flóð til dæmis aukast og verða tíðari og alvarlegri að þá þurfum við að hækka iðgjald vátryggingarinnar til að standa straum af tjónskostnaðinum,“ segir hann. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga. Loftslagsráð var skipað fyrir ári. Hlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir loftslagsbaráttuna tvíþætta, annars vegar snýr hún að áætlunum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að aðlögun að loftslagsbreytingum. „Við munum þurfa að lifa líka með einhverjum afleiðingum af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið og munu verða. Þá er mikilvægt að samfélagið sé tilbúið til að aðlagast slíkum breytingum í framtíðinni,“ segir ráðherrann. Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. „Þá hef ég falið loftslagsráði að leiðbeina stjórnvöldum um hvernig eigi að vinna þessa áætlun þannig að vinnan er komin í gagn sem betur fer,“ segir Guðmundur Ingi.Langflest tjón tengjast loftslagi „Það skiptir öllu máli að allir sem hafa hagsmuni og hlutverk í þessu samhengi tali saman og hjálpist að við að meta hagkvæmni þess að ráðast í einhverjar aðgerðir,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Náttúruhamfaratrygging Íslands skoðar hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar næstu áratugi geta haft á kostnað og umfang tjóna. „Ef við skoðum þrjátíu ára sögu þá eru um það bil 25% af tjónskostnaðinum vegna atburða sem tengjast loftslagi,“ segir Jón Örvar. Þegar litið er til fjölda atburða er niðurstaðan sú að 95% af tjónum tengjast loftslagi. „Það er ekkert útilokað í framtíðinni ef flóð til dæmis aukast og verða tíðari og alvarlegri að þá þurfum við að hækka iðgjald vátryggingarinnar til að standa straum af tjónskostnaðinum,“ segir hann.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00
Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45