Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 23:07 Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni. Vísir/Ernir Eyjólfsson Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð. Allir um borð eru heilir á húfi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom fram að TF-LIF og varðskipið Týr, sem var statt við Húsavík, hafi þegar í stað verið kölluð út. Neyðarkallið barst klukkan 21:12 í kvöld. Björgunarskipið Sigurvin frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð var einnig kallað út. Togarinn Múlaberg sem var í grendinni var einnig beðinn um að halda á vettvang. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar frá skipverjunum ræstu þeir slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins og virðist sem að allur eldur sé slokknaður. Skipið sé hins vegar vélarvana og aðstoðar þurfi. Skipverjarnir eru allir sagðir komnir í björgunargalla og halda til heilir á húfi í brú skipsins. Gert er ráð fyrir að þyrla Gæslunnar komi að togaranum um klukkan 23:50. Múlabergið er sagt væntanlegt á staðinn um svipað leyti. Týr kemur líklega ekki á staðinn fyrr en um klukkan fjögur í nótt og Sigurvin um klukkustund síðar. Í skipaskrá kemur fram að Sóley Sigurjóns er í eigu Nesfisks og er með heimahöfn í Garði. Skuttogarinn er um 737 tonn og rúmlega 38 metrar að lengd. Uppfært 00:37 Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar eru bæði TF-LIF og Múlabergið komin að Sóleyju. Ástandið um borð sé stöðugt. Unnið er að því að koma taug á milli skipanna tveggja. Hann býst við að hluti áhafnarinnar verði hífð um borð í þyrluna og flutt í land. Sóley verði dregin til hafnar, annað hvort á Akureyri eða Siglufirði. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Fjallabyggð Landhelgisgæslan Norðurþing Suðurnesjabær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð. Allir um borð eru heilir á húfi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom fram að TF-LIF og varðskipið Týr, sem var statt við Húsavík, hafi þegar í stað verið kölluð út. Neyðarkallið barst klukkan 21:12 í kvöld. Björgunarskipið Sigurvin frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð var einnig kallað út. Togarinn Múlaberg sem var í grendinni var einnig beðinn um að halda á vettvang. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar frá skipverjunum ræstu þeir slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins og virðist sem að allur eldur sé slokknaður. Skipið sé hins vegar vélarvana og aðstoðar þurfi. Skipverjarnir eru allir sagðir komnir í björgunargalla og halda til heilir á húfi í brú skipsins. Gert er ráð fyrir að þyrla Gæslunnar komi að togaranum um klukkan 23:50. Múlabergið er sagt væntanlegt á staðinn um svipað leyti. Týr kemur líklega ekki á staðinn fyrr en um klukkan fjögur í nótt og Sigurvin um klukkustund síðar. Í skipaskrá kemur fram að Sóley Sigurjóns er í eigu Nesfisks og er með heimahöfn í Garði. Skuttogarinn er um 737 tonn og rúmlega 38 metrar að lengd. Uppfært 00:37 Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar eru bæði TF-LIF og Múlabergið komin að Sóleyju. Ástandið um borð sé stöðugt. Unnið er að því að koma taug á milli skipanna tveggja. Hann býst við að hluti áhafnarinnar verði hífð um borð í þyrluna og flutt í land. Sóley verði dregin til hafnar, annað hvort á Akureyri eða Siglufirði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Fjallabyggð Landhelgisgæslan Norðurþing Suðurnesjabær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira