Stöndum í lappirnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára. Hvaða ofurmannlegu dáð þarf maður að drýgja til að verða milljarðamæringur aðeins 28 ára að aldri? Árið 1047 fæddist maður að nafni Hugh d’Avranches í Normandí-héraði í Frakklandi. Hugh fékk snemma viðurnefnið „Le Grand Veneur“, mikli veiðimaðurinn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarnan uppnefndur „Le Gros Veneur“, feiti veiðimaðurinn. Hugh bar viðurnefnið af stolti og varð það að fjölskyldunafninu Grosvenor. Mesta stórvirki Hugh Grosvenor var að koma sér í mjúkinn hjá Vilhjálmi 1. Englandskonungi. Að launum fyrir hollustu sína hlaut Hugh mikið land í Cheshire og jarlstign að auki. Veldi Grosvenor fjölskyldunnar stækkaði og dafnaði. Árið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hendur fjölskyldunni þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi vestan við London. Með tímanum varð landið að einu verðmætasta landi í heimi. Þar eru nú fínustu hverfi Lundúna, Mayfair og Belgravia, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosvenor, afkomanda Hugh „Le Gros Veneur“.Blekkingin um leikreglur Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason um tillögu stjórnvalda að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þorvaldur gagnrýnir tillöguna harðlega. Hann segir Alþingi lengi hafa „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“. Hann telur tillöguna standa langt að baki tillögu Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og henni sé „greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu“. Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt. Okkur finnst sjálfsagt að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö, að vinnuvikan sé fimm dagar og að boðið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru – og gætu þeir verið einhvern veginn öðruvísi? Maðurinn lítur á sig sem fágaða dýrategund. Af háttprýði hafnar hann lögmáli frumskógarins, veröld þar sem enginn á neitt og allir mega allt svo hinir sterku hrifsa eftirlitslaust til sín gæði náttúrunnar. Í staðinn beislar hann glundroðann, skrifar undir samfélagssáttmálann og gefur eftir hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir röð og reglu sem hvíla á ákveðnum leikreglum. En erum við jafnfáguð og við höldum? „Fyrsti maðurinn sem girti af reit, sagðist eiga hann og fann fólk sem var nógu vitlaust til að trúa honum er hinn eiginlegi stofnandi hins siðaða samfélags,“ skrifaði Jean-Jacques Rousseau. Við hefðum aldrei átt að hlusta á þann svikahrapp að sögn Rousseau, „því sá er á villigötum sem gleymir því að ávextir jarðar tilheyra öllum og jörðin sjálf engum.“ Stundum læðist að manni sá grunur að leikreglur mannlegs samfélags séu brella og að maðurinn sé ekkert annað en villidýr í frumskógi. Hvað er tregða íslenskra stjórnvalda til að tryggja þjóðinni eignarhald yfir auðlindum landsins annað en gjörningur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyrir sig klónum. En í staðinn beita þeir blekkingunni um leikreglur. Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru? Þótt Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö gætu þær alveg byrjað klukkan átta. Þótt Alþingi hafi alltaf „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“ þýðir það ekki að það gæti ekki verið öðruvísi. Þótt afkomandi manns sem sleikti sig upp við kóng fyrir þúsund árum sé nú eigandi verðmætustu landspildu í veröldinni þýðir það ekki að það eigi að vera þannig. Íslendingar, stöndum í lappirnar og krefjumst þess sem er okkar með réttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára. Hvaða ofurmannlegu dáð þarf maður að drýgja til að verða milljarðamæringur aðeins 28 ára að aldri? Árið 1047 fæddist maður að nafni Hugh d’Avranches í Normandí-héraði í Frakklandi. Hugh fékk snemma viðurnefnið „Le Grand Veneur“, mikli veiðimaðurinn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarnan uppnefndur „Le Gros Veneur“, feiti veiðimaðurinn. Hugh bar viðurnefnið af stolti og varð það að fjölskyldunafninu Grosvenor. Mesta stórvirki Hugh Grosvenor var að koma sér í mjúkinn hjá Vilhjálmi 1. Englandskonungi. Að launum fyrir hollustu sína hlaut Hugh mikið land í Cheshire og jarlstign að auki. Veldi Grosvenor fjölskyldunnar stækkaði og dafnaði. Árið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hendur fjölskyldunni þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi vestan við London. Með tímanum varð landið að einu verðmætasta landi í heimi. Þar eru nú fínustu hverfi Lundúna, Mayfair og Belgravia, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosvenor, afkomanda Hugh „Le Gros Veneur“.Blekkingin um leikreglur Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason um tillögu stjórnvalda að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þorvaldur gagnrýnir tillöguna harðlega. Hann segir Alþingi lengi hafa „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“. Hann telur tillöguna standa langt að baki tillögu Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og henni sé „greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu“. Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt. Okkur finnst sjálfsagt að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö, að vinnuvikan sé fimm dagar og að boðið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru – og gætu þeir verið einhvern veginn öðruvísi? Maðurinn lítur á sig sem fágaða dýrategund. Af háttprýði hafnar hann lögmáli frumskógarins, veröld þar sem enginn á neitt og allir mega allt svo hinir sterku hrifsa eftirlitslaust til sín gæði náttúrunnar. Í staðinn beislar hann glundroðann, skrifar undir samfélagssáttmálann og gefur eftir hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir röð og reglu sem hvíla á ákveðnum leikreglum. En erum við jafnfáguð og við höldum? „Fyrsti maðurinn sem girti af reit, sagðist eiga hann og fann fólk sem var nógu vitlaust til að trúa honum er hinn eiginlegi stofnandi hins siðaða samfélags,“ skrifaði Jean-Jacques Rousseau. Við hefðum aldrei átt að hlusta á þann svikahrapp að sögn Rousseau, „því sá er á villigötum sem gleymir því að ávextir jarðar tilheyra öllum og jörðin sjálf engum.“ Stundum læðist að manni sá grunur að leikreglur mannlegs samfélags séu brella og að maðurinn sé ekkert annað en villidýr í frumskógi. Hvað er tregða íslenskra stjórnvalda til að tryggja þjóðinni eignarhald yfir auðlindum landsins annað en gjörningur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyrir sig klónum. En í staðinn beita þeir blekkingunni um leikreglur. Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru? Þótt Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö gætu þær alveg byrjað klukkan átta. Þótt Alþingi hafi alltaf „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“ þýðir það ekki að það gæti ekki verið öðruvísi. Þótt afkomandi manns sem sleikti sig upp við kóng fyrir þúsund árum sé nú eigandi verðmætustu landspildu í veröldinni þýðir það ekki að það eigi að vera þannig. Íslendingar, stöndum í lappirnar og krefjumst þess sem er okkar með réttu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun