Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Mynd/Instagram/anniethorisdottir's profile picture anniethorisdottir Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. Mótið heitir Reykjavík Crossfit Championship og fer það fram í báðum Laugardalshöllunum sem og í hlíðum Esjunnar frá föstudegi til sunnudags. Tvær sigursælustu CrossFit konur Íslands (og heimsins) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem báðar hafa unnið heimsleikana tvisvar sinnum, keppa ekki á mótinu en taka þátt með annars konar hætti. „Mig langar svo mikið að vera með og og það er búið að vera að magnast undangengna daga. Það mun bara líta svo illa út að því ég er beggja megin borðsins. Hins vegar er eiginlega alveg öruggt að ég dragi mig út úr framkvæmdinni á næsta ári og verði á meðal keppenda. Það á eftir að vera alveg einstakt fyrir íslensku keppendurna að keppa í troðfullri Laugardalshöll fyrir framan fólkið sitt og mig langar að upplifa það,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir í fréttatilkynningu um mótið og bætir við: „Ég fæ samt smá að vera með því á laugardeginum er á dagskránni sér atriði sem heitir DÓTTIR. Ég og Katrín Tanja erum að fara að gera dálítið skemmtilegt þar en ég vil ekki segja meira um það alveg strax,“ sagði Anníe Mist. Á Instagram síðu mótsins má nú sjá aðeins meira um þessa uppákomu en þar munu þær Anníe Mist og Katrín Tanja keppa við hvora aðra eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramA few weeks back we announced that there would be a special event at the @reykjavikcrossfitchampionship named “DÓTTIR” but we didn´t tell you anything else Now it is a real pleasure to tell you all that the “DÓTTIR" event involves 2x Fittest Woman on Earth @AnnieThorisdottir going head to head with 2x Fittest Woman on Earth @KatrinDavidsdottir on the competition floor To learn and experience the rest of this grand scheme you will just have to be there at 17:10 on Saturday A few Tickets are still available at @tix.is (in bio) #DÓTTIR #DOTTIR #RCC2019 #ReykjavikCrossfitChampionship @iseyskyr @66north @foodspring @roguefitness @inspiredbyiceland A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on May 1, 2019 at 12:07pm PDT Hér fyrir neðan sést þegar Katrín Tanja sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún væri að vinna að stóru verkefni og setti hún síðan „Dóttir“ undir sem er vísun í fyrrnefnt verkefni hennar og Anníe. View this post on InstagramWorking on a big project! I have so many stories I want to tell (& so many left to be written!) // #Dottir A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 28, 2019 at 10:38am PDT Íslendingar spila stóra rullu innan Crossfit íþróttarinnar og hafa átt gríðarlega góðu gengi að fagna frá því að keppni í henni hófst árið 2008. Þessi heiður sem Ísland fær með að halda mót sem þetta skiptir miklu máli. „Að hér á Íslandi fari fram keppni sem tryggi þátttökurétt á Games og dragi til sín besta íþróttafólkið er eitthvað sem mig hefur dreymt um í mörg ár. Það er í keppni gegn þeim bestu sem maður kemst almennilega að því hvar maður stendur og hvað það er sem maður þarf að leggja áherslu á til að verða betri. Það er því ofboðslega gaman að sjá að nær allt efnilegasta íslenska Crossfitfólkið hafi náð að tryggja sér þátttöku og sé að fara að vera með á mótinu,” segir Anníe Mist. „Ísland er á ákveðinn hátt hið fyrirheitna land Crossfit íþróttarinnar. Anníe Mist ruddi brautina árið fyrir tíu árum síðan og í kjölfar hennar hafa fylgt fjölmargir íslenskir keppendur á heimsmælikvarða. Íslendingar hafa fjórum sinnum unnið Heimsleikana og þrettán sinum verið á verðlaunapalli. Það eru ótrúlegar tölur miðað við okkar ástkæru höfðatölu. Staðan er einfaldlega sú að það er næstum hægt að ganga að því vísu að það verði Íslendingur á verðlaunapalli ef það er á annað borð verið að keppa í Crossfit einhvers staðar. Því er sérlega ánægjulegt að geta loksins haldið stórmót hér á landi,” segir Hjörtur Grétarsson framkvæmdastjóri keppninnar. Um 120 keppendur sem koma frá 17 löndum taka þátt í keppninni og eru nokkur risa nöfn þeirra á meðal eins og Björgvin Karl Guðmundsson, Roman Khrennikov, Lukas Esslinger, Tim Paulson, Þuríður Erla Helgadóttir, Haley Adams og Samantha Briggs svo einhver séu nefnd. Miðasala fór gríðarlega vel af stað þegar hún hófst um miðjan janúar og seldust öll sæti í stúkum upp skömmu síðar. Miðar í stæði eru enn fáanlegir. Búist er við um 1200 erlendum gestum hvaðanæva af og gert er ráð fyrir að á milli 3000 og 4000 gestir verði í Laugardalshöllinni yfir helgina. CrossFit Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. Mótið heitir Reykjavík Crossfit Championship og fer það fram í báðum Laugardalshöllunum sem og í hlíðum Esjunnar frá föstudegi til sunnudags. Tvær sigursælustu CrossFit konur Íslands (og heimsins) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem báðar hafa unnið heimsleikana tvisvar sinnum, keppa ekki á mótinu en taka þátt með annars konar hætti. „Mig langar svo mikið að vera með og og það er búið að vera að magnast undangengna daga. Það mun bara líta svo illa út að því ég er beggja megin borðsins. Hins vegar er eiginlega alveg öruggt að ég dragi mig út úr framkvæmdinni á næsta ári og verði á meðal keppenda. Það á eftir að vera alveg einstakt fyrir íslensku keppendurna að keppa í troðfullri Laugardalshöll fyrir framan fólkið sitt og mig langar að upplifa það,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir í fréttatilkynningu um mótið og bætir við: „Ég fæ samt smá að vera með því á laugardeginum er á dagskránni sér atriði sem heitir DÓTTIR. Ég og Katrín Tanja erum að fara að gera dálítið skemmtilegt þar en ég vil ekki segja meira um það alveg strax,“ sagði Anníe Mist. Á Instagram síðu mótsins má nú sjá aðeins meira um þessa uppákomu en þar munu þær Anníe Mist og Katrín Tanja keppa við hvora aðra eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramA few weeks back we announced that there would be a special event at the @reykjavikcrossfitchampionship named “DÓTTIR” but we didn´t tell you anything else Now it is a real pleasure to tell you all that the “DÓTTIR" event involves 2x Fittest Woman on Earth @AnnieThorisdottir going head to head with 2x Fittest Woman on Earth @KatrinDavidsdottir on the competition floor To learn and experience the rest of this grand scheme you will just have to be there at 17:10 on Saturday A few Tickets are still available at @tix.is (in bio) #DÓTTIR #DOTTIR #RCC2019 #ReykjavikCrossfitChampionship @iseyskyr @66north @foodspring @roguefitness @inspiredbyiceland A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on May 1, 2019 at 12:07pm PDT Hér fyrir neðan sést þegar Katrín Tanja sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún væri að vinna að stóru verkefni og setti hún síðan „Dóttir“ undir sem er vísun í fyrrnefnt verkefni hennar og Anníe. View this post on InstagramWorking on a big project! I have so many stories I want to tell (& so many left to be written!) // #Dottir A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 28, 2019 at 10:38am PDT Íslendingar spila stóra rullu innan Crossfit íþróttarinnar og hafa átt gríðarlega góðu gengi að fagna frá því að keppni í henni hófst árið 2008. Þessi heiður sem Ísland fær með að halda mót sem þetta skiptir miklu máli. „Að hér á Íslandi fari fram keppni sem tryggi þátttökurétt á Games og dragi til sín besta íþróttafólkið er eitthvað sem mig hefur dreymt um í mörg ár. Það er í keppni gegn þeim bestu sem maður kemst almennilega að því hvar maður stendur og hvað það er sem maður þarf að leggja áherslu á til að verða betri. Það er því ofboðslega gaman að sjá að nær allt efnilegasta íslenska Crossfitfólkið hafi náð að tryggja sér þátttöku og sé að fara að vera með á mótinu,” segir Anníe Mist. „Ísland er á ákveðinn hátt hið fyrirheitna land Crossfit íþróttarinnar. Anníe Mist ruddi brautina árið fyrir tíu árum síðan og í kjölfar hennar hafa fylgt fjölmargir íslenskir keppendur á heimsmælikvarða. Íslendingar hafa fjórum sinnum unnið Heimsleikana og þrettán sinum verið á verðlaunapalli. Það eru ótrúlegar tölur miðað við okkar ástkæru höfðatölu. Staðan er einfaldlega sú að það er næstum hægt að ganga að því vísu að það verði Íslendingur á verðlaunapalli ef það er á annað borð verið að keppa í Crossfit einhvers staðar. Því er sérlega ánægjulegt að geta loksins haldið stórmót hér á landi,” segir Hjörtur Grétarsson framkvæmdastjóri keppninnar. Um 120 keppendur sem koma frá 17 löndum taka þátt í keppninni og eru nokkur risa nöfn þeirra á meðal eins og Björgvin Karl Guðmundsson, Roman Khrennikov, Lukas Esslinger, Tim Paulson, Þuríður Erla Helgadóttir, Haley Adams og Samantha Briggs svo einhver séu nefnd. Miðasala fór gríðarlega vel af stað þegar hún hófst um miðjan janúar og seldust öll sæti í stúkum upp skömmu síðar. Miðar í stæði eru enn fáanlegir. Búist er við um 1200 erlendum gestum hvaðanæva af og gert er ráð fyrir að á milli 3000 og 4000 gestir verði í Laugardalshöllinni yfir helgina.
CrossFit Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira