Björgvin fyrstur upp að Steini á undir 28 mínútum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 15:03 Björgvin Karl Guðmundsson er talinn sigurstranglegastur í karlaflokki á mótinu. Vísir/Daníel Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. Björgvin hljóp upp að Steini á tæplega 28 mínútum sem óhætt er að segja að sé flottur tími. Raunar hans besti en hans besti tími var tæplega 30 mínútur. Þuríður Erla var tæplega 32 mínútur með vegalengdina. Í karlaflokki var einn annar Íslendingur meðal 10 efstu. Það var Hinrik Ingi Óskarsson sem var 28:32 mínútur að Steini. Í kvennaflokki voru alls þrjár konur meðal þeirra efstu; fyrrnefnd Þuríður, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem var 32:48 mínútur og Sandra Hrönn Arnardóttir sem hljóp upp að Steini á 34:06 mínútum. Í töflunni hér að neðan má sjá bestu tíma dagsins.Í ítarlegri umfjöllun Vísis í vikunni um Esjuhlaup kom fram að besti tíminn sem vitað er af, lengri leiðina upp að Steini sem hlaupin var í dag, sé 25 mínútur og 22 sekúndur. Utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti met í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrra þegar hann hljóp ellefu sinnum upp Esjuna á 9 klukkustundum og 39 mínútum, tjáði Vísi að hann ætti von á að einhverjir keppendur myndu sprengja sig. Hann átti ekki von á að CrossFit-keppendur myndu bæta bestu tíma hlaupara upp að Steini. CrossFit-keppendur væru margir hverjir í fantaformi og góðir í mörgu, en þó þyngri heldur en hefðbundnir hlauparar. „Stórir vöðvar taka súrefni og það er svolítill flöskuháls í þessu. En það verður gaman að fylgjast með þessu. Það verða einhverjir þarna mjög hraðir, ég gæti trúað því, en ég held að ansi margir sprengi sig þarna, drepi sig gjörsamlega.“ Keppni verður framhaldið síðdegis í Laugardalshöll klukkan sex en dyrnar á Laugardalshöll verða opnaðar klukkan fjögur. Streymt verður beint frá keppninni á Facebook-síðu hennar.Fréttin hefur verið uppfærð. CrossFit Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50 Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13 Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32 Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. Björgvin hljóp upp að Steini á tæplega 28 mínútum sem óhætt er að segja að sé flottur tími. Raunar hans besti en hans besti tími var tæplega 30 mínútur. Þuríður Erla var tæplega 32 mínútur með vegalengdina. Í karlaflokki var einn annar Íslendingur meðal 10 efstu. Það var Hinrik Ingi Óskarsson sem var 28:32 mínútur að Steini. Í kvennaflokki voru alls þrjár konur meðal þeirra efstu; fyrrnefnd Þuríður, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem var 32:48 mínútur og Sandra Hrönn Arnardóttir sem hljóp upp að Steini á 34:06 mínútum. Í töflunni hér að neðan má sjá bestu tíma dagsins.Í ítarlegri umfjöllun Vísis í vikunni um Esjuhlaup kom fram að besti tíminn sem vitað er af, lengri leiðina upp að Steini sem hlaupin var í dag, sé 25 mínútur og 22 sekúndur. Utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti met í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrra þegar hann hljóp ellefu sinnum upp Esjuna á 9 klukkustundum og 39 mínútum, tjáði Vísi að hann ætti von á að einhverjir keppendur myndu sprengja sig. Hann átti ekki von á að CrossFit-keppendur myndu bæta bestu tíma hlaupara upp að Steini. CrossFit-keppendur væru margir hverjir í fantaformi og góðir í mörgu, en þó þyngri heldur en hefðbundnir hlauparar. „Stórir vöðvar taka súrefni og það er svolítill flöskuháls í þessu. En það verður gaman að fylgjast með þessu. Það verða einhverjir þarna mjög hraðir, ég gæti trúað því, en ég held að ansi margir sprengi sig þarna, drepi sig gjörsamlega.“ Keppni verður framhaldið síðdegis í Laugardalshöll klukkan sex en dyrnar á Laugardalshöll verða opnaðar klukkan fjögur. Streymt verður beint frá keppninni á Facebook-síðu hennar.Fréttin hefur verið uppfærð.
CrossFit Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50 Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13 Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32 Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Sjá meira
Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50
Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13
Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32
Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30