Fyrsta árið verður lærdómsferli Hjörvar Ólafsson skrifar 8. maí 2019 11:00 Viktor Gísli Hallgrímsson. Vísir/Daníel HjöTilkynnt var í gær um félagaskipti Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar í handbolta, frá Fram til danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Viktor Gísli fór til reynslu hjá liðinu í upphafi þessa árs og hefur síðan verið orðaður við félagið. Nú hefur það verið staðfest hver næsti áfangastaður þessa unga og upprennandi markvarðar verður. „Það sem heillar mig mest við félagið er bara að þetta er stórt félag á danskan mælikvarða og danska úrvalsdeildin er sterk deild. Liðinu hefur gengið vel undanfarin ár og það er mjög líklegt að liðið muni leika í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili sem verður frábær reynsla. Þetta er hæfilega stórt skref fyrir mig og gott næsta skref á ferlinum. Ég stefni hátt á mínum ferli og þetta er liður í því,“ segir Viktor Gísli í samtali við Fréttablaðið. „Það hjálpaði svo til við ákvörðunina að þarna verða tveir íslenskir leikmenn í leikmannahópnum. Arnar Freyr [Arnarsson] sem er frændi minn og Óðinn Þór [Ríkharðsson] sem ég spilaði með hjá Fram á sínum tíma. Það er gott að vera með einhverja í liðinu sem ég þekki og geta aðstoðað mig í mínum fyrstu skrefum sem atvinnumaður.“ GOG er að skipta algerlega um markvarðasveit en liðið sem er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa lent í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar mun treysta á Viktor Gísla og sænskan landsliðsmarkvörð sem koma báðir til liðs við félagið í sumar. „Liðið spilar skemmtilegan handbolta og leikstíl sem hentar mér vel. Þeir spila 6-0 vörn og leggja áherslu á hraðaupphlaup og það á vel við mig. Þarna verður með mér í markvarðasveit reyndur markvörður, Dan Beutler, sem er sænskur landsliðsmarkmaður sem hefur leikið við góðan orðstír í Svíþjóð og í fjölda ára í þýsku efstu deildinni. Ég lít á fyrsta árið bara sem lærdómsferli þar sem ég mun læra mjög mikið af reynslumiklum og góðum markverði. Það er hollt fyrir mig að skipta um umhverfi og fá aukna samkeppni,“ segir þessi metnaðarfulli markmaður. Viktor Gísli lék í apríl síðastliðnum sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið eftir að hafa leikið fjölda leikja fyrir yngri landsliðin, verið í leikmannahópi A-landsliðsins og spilað vináttulandsleiki fyrir A-liðið. Hann varði mark íslenska liðsins með stakri prýði í jafntefli gegn Norður-Makedóníu ytra í undankeppni EM 2020. „Ég vonast til þess að ég muni bæta mig umtalsvert hjá nýja liðinu og það hjálpi mér með að festa mig í sessi í A-landsliðinu. Það sem mig hefur kannski skort er stöðugleiki og vonandi finn ég hann í Danmörku. Ég er mjög spenntur að flytja út, búa í öðru landi og spila reglulega við sterka leikmenn,“ segir Viktor um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Danski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
HjöTilkynnt var í gær um félagaskipti Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar í handbolta, frá Fram til danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Viktor Gísli fór til reynslu hjá liðinu í upphafi þessa árs og hefur síðan verið orðaður við félagið. Nú hefur það verið staðfest hver næsti áfangastaður þessa unga og upprennandi markvarðar verður. „Það sem heillar mig mest við félagið er bara að þetta er stórt félag á danskan mælikvarða og danska úrvalsdeildin er sterk deild. Liðinu hefur gengið vel undanfarin ár og það er mjög líklegt að liðið muni leika í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili sem verður frábær reynsla. Þetta er hæfilega stórt skref fyrir mig og gott næsta skref á ferlinum. Ég stefni hátt á mínum ferli og þetta er liður í því,“ segir Viktor Gísli í samtali við Fréttablaðið. „Það hjálpaði svo til við ákvörðunina að þarna verða tveir íslenskir leikmenn í leikmannahópnum. Arnar Freyr [Arnarsson] sem er frændi minn og Óðinn Þór [Ríkharðsson] sem ég spilaði með hjá Fram á sínum tíma. Það er gott að vera með einhverja í liðinu sem ég þekki og geta aðstoðað mig í mínum fyrstu skrefum sem atvinnumaður.“ GOG er að skipta algerlega um markvarðasveit en liðið sem er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa lent í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar mun treysta á Viktor Gísla og sænskan landsliðsmarkvörð sem koma báðir til liðs við félagið í sumar. „Liðið spilar skemmtilegan handbolta og leikstíl sem hentar mér vel. Þeir spila 6-0 vörn og leggja áherslu á hraðaupphlaup og það á vel við mig. Þarna verður með mér í markvarðasveit reyndur markvörður, Dan Beutler, sem er sænskur landsliðsmarkmaður sem hefur leikið við góðan orðstír í Svíþjóð og í fjölda ára í þýsku efstu deildinni. Ég lít á fyrsta árið bara sem lærdómsferli þar sem ég mun læra mjög mikið af reynslumiklum og góðum markverði. Það er hollt fyrir mig að skipta um umhverfi og fá aukna samkeppni,“ segir þessi metnaðarfulli markmaður. Viktor Gísli lék í apríl síðastliðnum sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið eftir að hafa leikið fjölda leikja fyrir yngri landsliðin, verið í leikmannahópi A-landsliðsins og spilað vináttulandsleiki fyrir A-liðið. Hann varði mark íslenska liðsins með stakri prýði í jafntefli gegn Norður-Makedóníu ytra í undankeppni EM 2020. „Ég vonast til þess að ég muni bæta mig umtalsvert hjá nýja liðinu og það hjálpi mér með að festa mig í sessi í A-landsliðinu. Það sem mig hefur kannski skort er stöðugleiki og vonandi finn ég hann í Danmörku. Ég er mjög spenntur að flytja út, búa í öðru landi og spila reglulega við sterka leikmenn,“ segir Viktor um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Danski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira