Apple Pay komið til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 08:43 Arion banki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sínum að skrá greiðslukort sín í Apple Pay. Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú tengt greiðslukort sín við Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tæknirisans Apple. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum þar sem fram kemur að viðskiptavinir bankanna tveggja muni áfram njóta þeirra fríðinda og tilboða sem fylgi greiðslukortum bankanna tveggja, auk þess sem að enginn viðbótarkostnaður tengist því að greiða með Apple Pay. Þá kemur fram á Facebook-síðu Íslandsbanka að innan tíðar muni viðskiptavinir Íslandsbanka geta notað Apple Pay með kortum bankans. „Þegar Apple Pay er notað til að greiða fyrir vörur og þjónustu í verslunum með iPhone síma eða Apple Watch úri þá fer greiðslan fram með einföldum og snertilausum hætti. Þegar vara eða þjónusta er keypt í gegnum snjallforrit eða á vefnum, er einn af kostum Apple Pay að ekki þarf lengur að fylla út greiðsluupplýsingar eða endurtekið að fylla út upplýsingar um kaupanda og hvert senda á vöru,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka.Í tilkynningu Landsbankans er farið yfir tæknilega hlið málsins en þar segir að þegar greiðslukort sé tengt við Apple Pay, vistast kortanúmerið hvorki í tækið né á netþjóna Apple. Í staðinn sé stofnað sýndarnúmer fyrir kortið sem er vistað með öruggum hætti í tækinu. Hver greiðsla sé síðan heimiluð með einkvæmu og breytilegu öryggisnúmeri. Við framkvæmd greiðslu auðkenna viðskiptavinir sig síðan með andlitsgreiningu fingrafari eða aðgangsnúmeri tækisins, að því er segir í tilkynningu Landsbankans.Apple Pay var kynnt til leiks árið 2014 en hefur þangað til nú ekki verið aðgengilegt með íslenskum greiðslukortum. Nánar má lesa um Apple Pay hér. Apple Neytendur Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00 Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú tengt greiðslukort sín við Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tæknirisans Apple. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum þar sem fram kemur að viðskiptavinir bankanna tveggja muni áfram njóta þeirra fríðinda og tilboða sem fylgi greiðslukortum bankanna tveggja, auk þess sem að enginn viðbótarkostnaður tengist því að greiða með Apple Pay. Þá kemur fram á Facebook-síðu Íslandsbanka að innan tíðar muni viðskiptavinir Íslandsbanka geta notað Apple Pay með kortum bankans. „Þegar Apple Pay er notað til að greiða fyrir vörur og þjónustu í verslunum með iPhone síma eða Apple Watch úri þá fer greiðslan fram með einföldum og snertilausum hætti. Þegar vara eða þjónusta er keypt í gegnum snjallforrit eða á vefnum, er einn af kostum Apple Pay að ekki þarf lengur að fylla út greiðsluupplýsingar eða endurtekið að fylla út upplýsingar um kaupanda og hvert senda á vöru,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka.Í tilkynningu Landsbankans er farið yfir tæknilega hlið málsins en þar segir að þegar greiðslukort sé tengt við Apple Pay, vistast kortanúmerið hvorki í tækið né á netþjóna Apple. Í staðinn sé stofnað sýndarnúmer fyrir kortið sem er vistað með öruggum hætti í tækinu. Hver greiðsla sé síðan heimiluð með einkvæmu og breytilegu öryggisnúmeri. Við framkvæmd greiðslu auðkenna viðskiptavinir sig síðan með andlitsgreiningu fingrafari eða aðgangsnúmeri tækisins, að því er segir í tilkynningu Landsbankans.Apple Pay var kynnt til leiks árið 2014 en hefur þangað til nú ekki verið aðgengilegt með íslenskum greiðslukortum. Nánar má lesa um Apple Pay hér.
Apple Neytendur Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00 Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00
Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00
Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19
Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58