Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2019 11:55 Hús íslenskunnar mun rísa á næstu þremur árum. Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Guðrún sagði að búið væri að gera miklar rannsóknir á því hvernig væri best að koma handritunum fyrir í Húsi íslenskunnar sem taka á í notkun eftir um þrjú ár. „Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja það á efri hæðirnar vegna þess að það er hætt við því að flugvél fljúgi á húsið því við erum svo nálægt flugvelli. Það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi,“ sagði Guðrún en leitað var til öryggisráðgjafa bæði hér heima og erlendis vegna þessa. Tilboði Ístaks sem tekið var hljóðar upp á 4,5 milljarða króna. Áfallinn kostnaður á verkefnið til dagsins í dag er 713 milljónir króna og við bætast svo áætlaðar verðlagsbreytingar út framkvæmdatímann upp á 371 milljón króna. Ýmis annar kostnaður bætist svo við framkvæmdina þannig að kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á alls 6,2 milljarða króna. Guðrún sagði það hafa verið vonbrigði hversu há tilboðin í verkið hefðu verið en mat markaðarins væri þetta. Þá væri um flókið hús að ræða. „Þetta er ekki venjulegt skrifstofuhús þar sem verða bara skrifstofur heldur þarf að byggja utan um handritin mikla geymslu. Það verður svona hús í húsinu og það verða líka miklar öryggiskröfur gerðar til sýningarinnar sjálfrar,“ sagði Guðrún en í húsinu verður sýning á handritunum sem hefur ekki verið hægt að bjóða upp á í langan tíma. Hún sagði að í grundvallaratriðum væri um sama hús að ræða og átti að byggja þegar skóflustungan var tekin árið 2013. Á fyrstu hæðinni, sem kölluð er almenningur, verður lifandi pláss þar sem sýningin á handritunum verður, bókasafn sem gengur upp eftir öllu húsinu, fyrirlestrasalur og veitingastaða. Á efri hæðum verður síðan starfsemi Háskóla Íslands, kennslurými og skrifstofur stofnunarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni á vef RÚV.Uppfært klukkan 15:17:Upphæðirnar sem fram komu í fréttinni um tilboð Ístaks og áætlaðan kostnað í fyrstu útgáfu hennar voru ekki réttar. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Fréttir af flugi Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Guðrún sagði að búið væri að gera miklar rannsóknir á því hvernig væri best að koma handritunum fyrir í Húsi íslenskunnar sem taka á í notkun eftir um þrjú ár. „Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja það á efri hæðirnar vegna þess að það er hætt við því að flugvél fljúgi á húsið því við erum svo nálægt flugvelli. Það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi,“ sagði Guðrún en leitað var til öryggisráðgjafa bæði hér heima og erlendis vegna þessa. Tilboði Ístaks sem tekið var hljóðar upp á 4,5 milljarða króna. Áfallinn kostnaður á verkefnið til dagsins í dag er 713 milljónir króna og við bætast svo áætlaðar verðlagsbreytingar út framkvæmdatímann upp á 371 milljón króna. Ýmis annar kostnaður bætist svo við framkvæmdina þannig að kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á alls 6,2 milljarða króna. Guðrún sagði það hafa verið vonbrigði hversu há tilboðin í verkið hefðu verið en mat markaðarins væri þetta. Þá væri um flókið hús að ræða. „Þetta er ekki venjulegt skrifstofuhús þar sem verða bara skrifstofur heldur þarf að byggja utan um handritin mikla geymslu. Það verður svona hús í húsinu og það verða líka miklar öryggiskröfur gerðar til sýningarinnar sjálfrar,“ sagði Guðrún en í húsinu verður sýning á handritunum sem hefur ekki verið hægt að bjóða upp á í langan tíma. Hún sagði að í grundvallaratriðum væri um sama hús að ræða og átti að byggja þegar skóflustungan var tekin árið 2013. Á fyrstu hæðinni, sem kölluð er almenningur, verður lifandi pláss þar sem sýningin á handritunum verður, bókasafn sem gengur upp eftir öllu húsinu, fyrirlestrasalur og veitingastaða. Á efri hæðum verður síðan starfsemi Háskóla Íslands, kennslurými og skrifstofur stofnunarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni á vef RÚV.Uppfært klukkan 15:17:Upphæðirnar sem fram komu í fréttinni um tilboð Ístaks og áætlaðan kostnað í fyrstu útgáfu hennar voru ekki réttar. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Fréttir af flugi Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira