„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2019 12:47 Mjaldurinn vinalegi áður en beislið var tekið af honum. Vísir/EPA Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. Norskir sjómenn fundu umræddan mjaldur í sjónum úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Mjaldurinn vakti sérstaka athygli sökum þess hversu gæfur hann var og enn fremur vegna beislis sem hann hafði utan um sig. Á beislinu, sem var fjarlægt af mjaldrinum, stendur „búnaður Sankti Pétursborgar. Sérfræðingar töldu hvalinn að öllum líkindum á ábyrgð rússneska sjóhersins en ekki þarlendra vísindamanna. Sjá einnig: Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Leyfir fólki að klappa sér og leikur listir Mjaldurinn heldur nú til í firðinum Tufjord á eyjunni Rolvsøya í Finnmörku. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Linn Sæther, íbúa í Tufjord, að mjaldurinn sé afar gæfur og leyfi fólki að klappa sér á trjónuna. Þá leiki hann einnig listir sínar í firðinum, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá sé mjaldurinn greinilega vel þjálfaður en hann sæki til dæmis fisk, sem kastað er til hans, og syndi með hann til baka. Þó éti hann fiskinn einnig með bestu lyst þegar þannig liggi á honum. Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord.Vísir/EPA Ekkert leyndarmál að Rússar þjálfi höfrunga Viktor Baranets, ofursti hjá rússneska hernum sem skrifað hefur um notkun hersins á sjávardýrum, gaf lítið fyrir áhyggjur Norðmanna af mjaldrinum í gær. Hann neitaði þó ekki í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Govorit Moskva að mjaldurinn gæti hafa sloppið frá rússneska sjóhernum. „[…] ef við værum að nota þetta dýr til að njósna, heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer með skilaboðunum „vinsamlegast hringið í þetta númer“?“ sagði Baranets, inntur eftir því hvort hvalurinn væri notaður til njósna. Beislið, sem fjarlægt var af mjaldrinum, var mertk Sankti Pétursborg.Vísir/EPA Þá sagði hann að Rússar þjálfuðu vissulega höfrunga til að nota í hernaði og það hefði aldrei verið feimnismál. Þessir höfrungar séu þjálfaðir í herstöðinni við Sevastópol á Krímskaga og notaðir til ýmissa verka. Setur mjaldurinn í samhengi við Keikó NRK ræðir við Audun Rikardsen, hvalasérfræðing við háskólann í Tromsø, sem segir erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti hvernig mjaldrinum muni farnast villtum í náttúrunni. Dæmi séu um að hvalir sem sleppt er úr haldi manna spjari sig ágætlega en önnur dæmi sýni fram á annað. Í því samhengi nefnir hann hinn íslenska Keikó, sem verslaðist upp við Noregsstrendur árið 2003 eftir að hafa verið sleppt lausum frá Vestmannaeyjum árið áður. „Eitt í þessu er að hann þarf að læra að finna æti af sjálfsdáðum. Hitt er að þetta er líka félagsvera sem venjulega heldur til í hóp. Hann þarf þess vegna að finna sér hóp og það er ekki alltaf auðvelt ef hann hefur verið lengi í haldi manna og skilur kannski ekki samskiptareglurnar.“ Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. Norskir sjómenn fundu umræddan mjaldur í sjónum úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Mjaldurinn vakti sérstaka athygli sökum þess hversu gæfur hann var og enn fremur vegna beislis sem hann hafði utan um sig. Á beislinu, sem var fjarlægt af mjaldrinum, stendur „búnaður Sankti Pétursborgar. Sérfræðingar töldu hvalinn að öllum líkindum á ábyrgð rússneska sjóhersins en ekki þarlendra vísindamanna. Sjá einnig: Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Leyfir fólki að klappa sér og leikur listir Mjaldurinn heldur nú til í firðinum Tufjord á eyjunni Rolvsøya í Finnmörku. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Linn Sæther, íbúa í Tufjord, að mjaldurinn sé afar gæfur og leyfi fólki að klappa sér á trjónuna. Þá leiki hann einnig listir sínar í firðinum, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá sé mjaldurinn greinilega vel þjálfaður en hann sæki til dæmis fisk, sem kastað er til hans, og syndi með hann til baka. Þó éti hann fiskinn einnig með bestu lyst þegar þannig liggi á honum. Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord.Vísir/EPA Ekkert leyndarmál að Rússar þjálfi höfrunga Viktor Baranets, ofursti hjá rússneska hernum sem skrifað hefur um notkun hersins á sjávardýrum, gaf lítið fyrir áhyggjur Norðmanna af mjaldrinum í gær. Hann neitaði þó ekki í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Govorit Moskva að mjaldurinn gæti hafa sloppið frá rússneska sjóhernum. „[…] ef við værum að nota þetta dýr til að njósna, heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer með skilaboðunum „vinsamlegast hringið í þetta númer“?“ sagði Baranets, inntur eftir því hvort hvalurinn væri notaður til njósna. Beislið, sem fjarlægt var af mjaldrinum, var mertk Sankti Pétursborg.Vísir/EPA Þá sagði hann að Rússar þjálfuðu vissulega höfrunga til að nota í hernaði og það hefði aldrei verið feimnismál. Þessir höfrungar séu þjálfaðir í herstöðinni við Sevastópol á Krímskaga og notaðir til ýmissa verka. Setur mjaldurinn í samhengi við Keikó NRK ræðir við Audun Rikardsen, hvalasérfræðing við háskólann í Tromsø, sem segir erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti hvernig mjaldrinum muni farnast villtum í náttúrunni. Dæmi séu um að hvalir sem sleppt er úr haldi manna spjari sig ágætlega en önnur dæmi sýni fram á annað. Í því samhengi nefnir hann hinn íslenska Keikó, sem verslaðist upp við Noregsstrendur árið 2003 eftir að hafa verið sleppt lausum frá Vestmannaeyjum árið áður. „Eitt í þessu er að hann þarf að læra að finna æti af sjálfsdáðum. Hitt er að þetta er líka félagsvera sem venjulega heldur til í hóp. Hann þarf þess vegna að finna sér hóp og það er ekki alltaf auðvelt ef hann hefur verið lengi í haldi manna og skilur kannski ekki samskiptareglurnar.“
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23