Vonar að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 19:00 Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi. Skömmu áður en maðurinn réðist inn á heimilið hafði hann framið rán á bensínstöð í hverfinu þar sem hann hafði um 60.000 krónur af starfsmanni.Sjá einnig: Bensínstöðvarræningi réðst inn á heimili við Kambsveg og særði húsráðanda Fjölskyldan var að undirbúa kvöldmatinn í gærkvöldi þegar þau heyra læti á neðri hæðinni en Ingibjörg Carmen 11 ára var fyrst til að sjá manninn. „Hann var að tala við sjálfan sig held ég og hann var að segja að hann hafi verið að brjótast inn og hann væri að leita að hníf og svo kom pabbi niður á eftir mér og hann ætlaði bara að leiða hann út og þá kýldi hann hann. Ég sá bara beint þegar hann kýldi hann rosalega fast,“ segir Ingibjörg Carmen. Áður en pabbi hennar, Ingólfur Arnar Björnsson, kom niður hafði leigjandi sem einnig býr í húsinu reynt að sannfæra manninn um að yfirgefa húsið. „Þá ætlaði ég nú bara að biðja hann vinsamlegast að yfirgefa svæðið, hann væri í röngu húsi og eitthvað. Og þá kýlir hann mig fyrirvaralaust, þungt högg eins og sést og ég svona hálf vankast og missi eiginlega sjónina á öðru auganu, sé allt tvöfalt,“ segir Ingólfur, sem kveðst nokkuð heppinn að hafa sloppið með glóðarauga. Ingibjörg Carmen hljóp upp og sagði móður sinni að hringja í neyðarlínuna, en Ingólfi tókst sjálfum að gera lögreglu viðvart. „Þjónustan hjá lögreglunni var mjög góð og þeir voru komnir hingað mjög fljótt,“ segir Caryna Bolívar, móðir Ingibjargar. „Það fyrsta sem lögreglan sér er hann bara í hurðagættinni með hníf og lögreglan bara segir honum að sleppa hnífnum en hann gerir það ekki. Þannig að þeir sprauta, ég held þeir hafi tæmt alveg tvö piparúðaglös í andlitið á honum. En hann stóð bara kyrr,“ útskýrir Ingólfur. Maðurinn var handtekinn í framhaldinu en héraðsdómur synjaði í dag beiðni um gæsluvarðhald yfir honum en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Landsréttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur og ég vona bara að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ segir Ingólfur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi. Skömmu áður en maðurinn réðist inn á heimilið hafði hann framið rán á bensínstöð í hverfinu þar sem hann hafði um 60.000 krónur af starfsmanni.Sjá einnig: Bensínstöðvarræningi réðst inn á heimili við Kambsveg og særði húsráðanda Fjölskyldan var að undirbúa kvöldmatinn í gærkvöldi þegar þau heyra læti á neðri hæðinni en Ingibjörg Carmen 11 ára var fyrst til að sjá manninn. „Hann var að tala við sjálfan sig held ég og hann var að segja að hann hafi verið að brjótast inn og hann væri að leita að hníf og svo kom pabbi niður á eftir mér og hann ætlaði bara að leiða hann út og þá kýldi hann hann. Ég sá bara beint þegar hann kýldi hann rosalega fast,“ segir Ingibjörg Carmen. Áður en pabbi hennar, Ingólfur Arnar Björnsson, kom niður hafði leigjandi sem einnig býr í húsinu reynt að sannfæra manninn um að yfirgefa húsið. „Þá ætlaði ég nú bara að biðja hann vinsamlegast að yfirgefa svæðið, hann væri í röngu húsi og eitthvað. Og þá kýlir hann mig fyrirvaralaust, þungt högg eins og sést og ég svona hálf vankast og missi eiginlega sjónina á öðru auganu, sé allt tvöfalt,“ segir Ingólfur, sem kveðst nokkuð heppinn að hafa sloppið með glóðarauga. Ingibjörg Carmen hljóp upp og sagði móður sinni að hringja í neyðarlínuna, en Ingólfi tókst sjálfum að gera lögreglu viðvart. „Þjónustan hjá lögreglunni var mjög góð og þeir voru komnir hingað mjög fljótt,“ segir Caryna Bolívar, móðir Ingibjargar. „Það fyrsta sem lögreglan sér er hann bara í hurðagættinni með hníf og lögreglan bara segir honum að sleppa hnífnum en hann gerir það ekki. Þannig að þeir sprauta, ég held þeir hafi tæmt alveg tvö piparúðaglös í andlitið á honum. En hann stóð bara kyrr,“ útskýrir Ingólfur. Maðurinn var handtekinn í framhaldinu en héraðsdómur synjaði í dag beiðni um gæsluvarðhald yfir honum en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Landsréttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur og ég vona bara að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ segir Ingólfur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira