Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 09:45 Blaðamaðurinn Lyra McKee, sem skotin var til bana í Londonderry á fimmtudag. Getty/PSNI Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. Við handtökuna var bresku hryðjuverkalögunum beitt, en mennirnir tveir, sem eru 18 og 19 ára, hafa verið færðir til Belfast til yfirheyrslu samkvæmt norður-írsku lögreglunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Handtökunum var fylgt eftir þegar fram kom myndskeið úr öryggismyndavél sem sýndi grímuklæddan einstakling skjóta í átt að lögreglubílum á meðan mótmælunum stóð en Lyra hafði staðið, ásamt hópi annarra almennra borgara, nálægt bílunum þegar hún var skotin. Einnig barst lögreglu myndband sem tekið hafði verið upp á farsíma þar sem grímuklæddi maðurinn sást skjóta. Á myndbandinu sést annar maður taka eitthað upp, sem lögreglan telur vera skothylki. Lögregla birti myndbandið í von um að einhver þekkti árásarmanninn. Sara Canning, kona Lyru, flytur ræðu í minningarathöfn í Derry.Getty/ Charles McQuillan Minningarathöfn í Derry Minningarathöfn var haldin í gær þar sem kona Lyru, Sara Canning, lýsti Lyru sem þrotlausum aðgerðarsinna sem unnið hafi sleitulaust í þágu réttinda hinsegin fólks. Sara sagði í athöfninni að draumar konu hennar hafi verið þurrkaðir út með einu voðaverki og hún hafi misst konuna sem hún hafði ætlað að verja lífinu með. Margar opinberar persónur hafa lýst yfir harmi vegna málsins, þ.á.m. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auk Taoisech Leo Vadkar, forsætisráðherra Írlands, og forseti Írlands Michael D Higgins. Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. Við handtökuna var bresku hryðjuverkalögunum beitt, en mennirnir tveir, sem eru 18 og 19 ára, hafa verið færðir til Belfast til yfirheyrslu samkvæmt norður-írsku lögreglunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Handtökunum var fylgt eftir þegar fram kom myndskeið úr öryggismyndavél sem sýndi grímuklæddan einstakling skjóta í átt að lögreglubílum á meðan mótmælunum stóð en Lyra hafði staðið, ásamt hópi annarra almennra borgara, nálægt bílunum þegar hún var skotin. Einnig barst lögreglu myndband sem tekið hafði verið upp á farsíma þar sem grímuklæddi maðurinn sást skjóta. Á myndbandinu sést annar maður taka eitthað upp, sem lögreglan telur vera skothylki. Lögregla birti myndbandið í von um að einhver þekkti árásarmanninn. Sara Canning, kona Lyru, flytur ræðu í minningarathöfn í Derry.Getty/ Charles McQuillan Minningarathöfn í Derry Minningarathöfn var haldin í gær þar sem kona Lyru, Sara Canning, lýsti Lyru sem þrotlausum aðgerðarsinna sem unnið hafi sleitulaust í þágu réttinda hinsegin fólks. Sara sagði í athöfninni að draumar konu hennar hafi verið þurrkaðir út með einu voðaverki og hún hafi misst konuna sem hún hafði ætlað að verja lífinu með. Margar opinberar persónur hafa lýst yfir harmi vegna málsins, þ.á.m. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auk Taoisech Leo Vadkar, forsætisráðherra Írlands, og forseti Írlands Michael D Higgins.
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00