Milli lífs og dauða Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. apríl 2019 07:00 Mörkin milli lífs og dauða eru í besta falli óljós og óræð. Hver getur raunverulega fullyrt um það hvar annað byrjar, og hitt endar?“ Þetta voru hugleiðingar sögumannsins í smásögu Edgars Allan Poe frá árinu 1844, Kviksettur. Þessi mörk, sem í hugum fæstra nútímamanna eru óljós, voru vafalaust mörgum hugleikin um liðna helgi, þegar sigri Jesú yfir dauðanum var minnst; upprisu hans og loforði um eilíft líf fagnað. Þvert á það sem fólk þekkti um miðja nítjándu öld, þegar margir voru haldnir fullkomlega skiljanlegum ótta við að vera grafnir lifandi, þá höfum við í dag staðlaðar og sannreyndar aðferðir þegar kemur að því að skera úr um hvort einstaklingur er lífs eða liðinn. Mörkin eru hreint ekki óræð. En þar með er ekki sagt að þau séu einföld. Rétt fyrir páskahelgi birti hópur taugavísindamanna við Yale-háskóla merkilega, en um leið afar undarlega, rannsókn í vísindaritinu Nature. Í vísindagreininni útskýrir hópurinn hvernig þeim tókst að endurlífga heila í svínum sem hafði verið slátrað nokkrum klukkustundum áður. Svínsheilarnir fengu enga næringu í fjórar klukkustundir, ekkert súrefni og engan glúkósa. Með orðinu „endurlífga“ er átt við að eðlileg efnaskipti voru endurvakin í heilum svínanna og að hrörnun heilans eftir dauða var að mestu stöðvuð. Þetta tókst vísindamönnunum með því að dæla tilbúnum blóðvökva í heilana og þannig koma súrefni og næringarefnum til frumnanna. Þrátt fyrir að um „endurlífgun“ hafi verið að ræða þá greindi heilariti aldrei vísbendingar um meðvitund eða heilvirkni. Engin svörun á heilariti var reyndar hluti af hönnun rannsóknarinnar, enda voru ákveðin efni notuð til að bæla starfsemi taugakerfisins í svínsheilunum. Þó svo að brýn þörf sé á að endurtaka rannsóknina og kanna niðurstöður hennar betur, þá vekja niðurstöður vísindamannanna við Yale upp ýmsar flóknar siðferðilegar spurningar. Nita A. Farahany, prófessor í siðfræði við Duke sagði í Nature að stóráfanga sé að ræða. Heilarnir voru, nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið skornir úr líkama sínu, um tíma ekki algjörlega dauðir. Sannarlega voru þeir ekki algjörlega lifandi heldur. Eins og Kraftaverka Max sagði í The Princess Bride: „Að mestu dauður er örlítið lifandi.“ Það að heili í stóru spendýri eins og svíni hafi verið endurvakinn, og það 32 sinnum eins og í tilfelli Yale-hópsins, kallar á að flóknum spurningum um dauðann, meðvitund og heilann verði svarað. Um leið gefa þessar niðurstöður tilefni til bjartsýni um framfarir á sviði meðferða við heilaskaða. Rannsókn Yale-hópsins er tímamótaverk, en umtalsvert fleiri rannsókna og tilrauna er þörf áður en stærri og víðtækari ályktanir eru dregnar. Það mun ekki gerast í bráð. En rannsóknin staðfestir þó að enn á ný er sú krafa gerð á okkur mannfólkið að taka til endurskoðunar hvar mörkin milli lífs og dauða liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Mörkin milli lífs og dauða eru í besta falli óljós og óræð. Hver getur raunverulega fullyrt um það hvar annað byrjar, og hitt endar?“ Þetta voru hugleiðingar sögumannsins í smásögu Edgars Allan Poe frá árinu 1844, Kviksettur. Þessi mörk, sem í hugum fæstra nútímamanna eru óljós, voru vafalaust mörgum hugleikin um liðna helgi, þegar sigri Jesú yfir dauðanum var minnst; upprisu hans og loforði um eilíft líf fagnað. Þvert á það sem fólk þekkti um miðja nítjándu öld, þegar margir voru haldnir fullkomlega skiljanlegum ótta við að vera grafnir lifandi, þá höfum við í dag staðlaðar og sannreyndar aðferðir þegar kemur að því að skera úr um hvort einstaklingur er lífs eða liðinn. Mörkin eru hreint ekki óræð. En þar með er ekki sagt að þau séu einföld. Rétt fyrir páskahelgi birti hópur taugavísindamanna við Yale-háskóla merkilega, en um leið afar undarlega, rannsókn í vísindaritinu Nature. Í vísindagreininni útskýrir hópurinn hvernig þeim tókst að endurlífga heila í svínum sem hafði verið slátrað nokkrum klukkustundum áður. Svínsheilarnir fengu enga næringu í fjórar klukkustundir, ekkert súrefni og engan glúkósa. Með orðinu „endurlífga“ er átt við að eðlileg efnaskipti voru endurvakin í heilum svínanna og að hrörnun heilans eftir dauða var að mestu stöðvuð. Þetta tókst vísindamönnunum með því að dæla tilbúnum blóðvökva í heilana og þannig koma súrefni og næringarefnum til frumnanna. Þrátt fyrir að um „endurlífgun“ hafi verið að ræða þá greindi heilariti aldrei vísbendingar um meðvitund eða heilvirkni. Engin svörun á heilariti var reyndar hluti af hönnun rannsóknarinnar, enda voru ákveðin efni notuð til að bæla starfsemi taugakerfisins í svínsheilunum. Þó svo að brýn þörf sé á að endurtaka rannsóknina og kanna niðurstöður hennar betur, þá vekja niðurstöður vísindamannanna við Yale upp ýmsar flóknar siðferðilegar spurningar. Nita A. Farahany, prófessor í siðfræði við Duke sagði í Nature að stóráfanga sé að ræða. Heilarnir voru, nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið skornir úr líkama sínu, um tíma ekki algjörlega dauðir. Sannarlega voru þeir ekki algjörlega lifandi heldur. Eins og Kraftaverka Max sagði í The Princess Bride: „Að mestu dauður er örlítið lifandi.“ Það að heili í stóru spendýri eins og svíni hafi verið endurvakinn, og það 32 sinnum eins og í tilfelli Yale-hópsins, kallar á að flóknum spurningum um dauðann, meðvitund og heilann verði svarað. Um leið gefa þessar niðurstöður tilefni til bjartsýni um framfarir á sviði meðferða við heilaskaða. Rannsókn Yale-hópsins er tímamótaverk, en umtalsvert fleiri rannsókna og tilrauna er þörf áður en stærri og víðtækari ályktanir eru dregnar. Það mun ekki gerast í bráð. En rannsóknin staðfestir þó að enn á ný er sú krafa gerð á okkur mannfólkið að taka til endurskoðunar hvar mörkin milli lífs og dauða liggja.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun