3. orkupakki ESB, kvótinn og umræðan Grétar Mar Jónsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Frjálslyndi flokkurinn mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að lögleiða 3. orkupakkann og að Ísland verði hluti af innri raforkumarkaði ESB. Ísland, eyja í Norðurhöfum, er ekki tengd eða hluti af innra raforkumarkaði meginlands Evrópu. Kolefnalaus raforka mun skipta sköpum fyrir velmegun á Íslandi í framtíðinni. Með innleiðingu 3. orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu náttúruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunarvald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðarinnar og hræðslan við Brusselvaldið og ímyndaðar afleiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stórpólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða. Innleiðing 3. orkupakkans færir orkuauðlindir landsins nær erlendum fjárfestum án aðkomu Íslands eða tillits til íslenskra almannahagsmuna. Með kvótann gerðist þetta í skrefum, nú er það með pökkum 3, 4, 5 og 6. Erlendir aðilar hafa þegar fjárfest í íslenskum orkufyrirtækjum, að ógleymdum uppkaupum á íslensku landi án nokkurrar mótstöðu stjórnvalda. Fiskiveiðiauðlindin var færð örfáum útgerðarmönnun með tilheyrandi hruni sjávarbyggða í landinu. Í framtíðinni gæti orkuauðlind Íslendinga orðið að stórum hluta í höndum innlendra og erlendra fjárfesta, til hagsbóta fyrir þá en ekki íslenskt samfélag með augljósum afleiðingum fyrir byggð í öllu landinu. Því sem sérhagsmunaöflum tókst með kvótakerfinu ætla núverandi stjórnvöld að leggja grunninn að með 3. orkupakkanum frá ESB. Kvótakerfið hefur byggt á því að stjórnmálamenn hafa getað skýlt sér á bak við fræðimenn, bæði hvað varðar bókhald og lífríki. Sjávarbyggðir landsins hafa ekki verið hluti af þeirri fræðiformúlu. Kvótaflokkarnir hafa verið dyggilega studdir af einnarskoðunarkerfi sem þeir hafa búið til með Ríkisútvarpið og dagblöðin tvö fremst í flokki. Vel rökstuddum tillögum um úrbætur er ekki svarað og þær jaðarsettar, slík er samfélagsumræðan. Nú síðast tillögur um frjálsar innfjarðaveiðar sem byggja á líffræði fjarðanna. (Sjá FTI.is 26.01.19) Sama er varðandi 3. orkupakkann. Íslenskt fræðimannasamfélag er hluti af embættismannakerfi landsins. Þegar Ísland fær dóma í mannréttindamálum erlendis kalla stjórnmálaleiðtogar eftir hjálp erlendra fræðimanna þegar heimatilbúni einnarskoðunarrétttrúnaðurinn býður hnekki. Verkalýðshreyfingin bjó við slíkan áróður fjölmiðla og innlendra fræðimanna í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru í höfn og hafði sigur engu að síður. Baráttan gegn 3. orkupakkanum er sama eðlis enda barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að lögleiða 3. orkupakkann og að Ísland verði hluti af innri raforkumarkaði ESB. Ísland, eyja í Norðurhöfum, er ekki tengd eða hluti af innra raforkumarkaði meginlands Evrópu. Kolefnalaus raforka mun skipta sköpum fyrir velmegun á Íslandi í framtíðinni. Með innleiðingu 3. orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu náttúruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunarvald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðarinnar og hræðslan við Brusselvaldið og ímyndaðar afleiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stórpólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða. Innleiðing 3. orkupakkans færir orkuauðlindir landsins nær erlendum fjárfestum án aðkomu Íslands eða tillits til íslenskra almannahagsmuna. Með kvótann gerðist þetta í skrefum, nú er það með pökkum 3, 4, 5 og 6. Erlendir aðilar hafa þegar fjárfest í íslenskum orkufyrirtækjum, að ógleymdum uppkaupum á íslensku landi án nokkurrar mótstöðu stjórnvalda. Fiskiveiðiauðlindin var færð örfáum útgerðarmönnun með tilheyrandi hruni sjávarbyggða í landinu. Í framtíðinni gæti orkuauðlind Íslendinga orðið að stórum hluta í höndum innlendra og erlendra fjárfesta, til hagsbóta fyrir þá en ekki íslenskt samfélag með augljósum afleiðingum fyrir byggð í öllu landinu. Því sem sérhagsmunaöflum tókst með kvótakerfinu ætla núverandi stjórnvöld að leggja grunninn að með 3. orkupakkanum frá ESB. Kvótakerfið hefur byggt á því að stjórnmálamenn hafa getað skýlt sér á bak við fræðimenn, bæði hvað varðar bókhald og lífríki. Sjávarbyggðir landsins hafa ekki verið hluti af þeirri fræðiformúlu. Kvótaflokkarnir hafa verið dyggilega studdir af einnarskoðunarkerfi sem þeir hafa búið til með Ríkisútvarpið og dagblöðin tvö fremst í flokki. Vel rökstuddum tillögum um úrbætur er ekki svarað og þær jaðarsettar, slík er samfélagsumræðan. Nú síðast tillögur um frjálsar innfjarðaveiðar sem byggja á líffræði fjarðanna. (Sjá FTI.is 26.01.19) Sama er varðandi 3. orkupakkann. Íslenskt fræðimannasamfélag er hluti af embættismannakerfi landsins. Þegar Ísland fær dóma í mannréttindamálum erlendis kalla stjórnmálaleiðtogar eftir hjálp erlendra fræðimanna þegar heimatilbúni einnarskoðunarrétttrúnaðurinn býður hnekki. Verkalýðshreyfingin bjó við slíkan áróður fjölmiðla og innlendra fræðimanna í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru í höfn og hafði sigur engu að síður. Baráttan gegn 3. orkupakkanum er sama eðlis enda barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar