Segir sjúkraliða ekki hafa sömu rödd innan Landspítalans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2019 13:01 Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Egill Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að félagsmenn hafi ekki sömu rödd innan Landspítalans og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem séu aðilar að Hjúkrunarráði spítalans sem standi vörð um hagsmuni þeirra. Sjúkraliðafélagið hafi sótt um aðild að hjúkrunarráði en umsókninni hafi verið hafnað. Formaður kennir hugsunarleysi stjórnvalda um. Hjúkrunarráð Landspítalans starfar í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu en í því eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans. Ráðið er forstjóra og framkvæmdastjórn spítalans til ráðuneytis varðandi málefni hjúkrunar, rekstur, stjórnun uppbyggingu og nýtingu sjúkrahússins. Þá er það stjórnendum heilbrigðismála utan spítalans til ráðuneytis sé eftir því leitað. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir mikilvægt að félagið eigi aðild að hjúkrunarráði. „Við sóttum formlega um aðild að ráðinu og það mál hefur verið tekið fyrir á aðalfundi ráðsins. Það fékk í raun og veru ekki brautargengi þar því að menn töldu að þetta mál þyrfti að kynna betur, bæði fyrir sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra. Hún telur um hugsunarleysi stjórnvalda að ræða. „Ég hugsa að þetta hafi nú verið bara ákveðið hugsunarleysi stjórnvalda um að ráðið myndi ekki gera ráð fyrir öllum hjúkrunarstéttum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.“Hún segir að aðild að félagsmanna að hjúkrunarráði spítalans myndi breyta miklu. „Það myndi breyta því að þá hefðu þeir allavega aðkomu að þessum vettvangi um að láta sina rödd heyrast um hvað eina sem brennur á þeim hverju sinni, líkt og hjúkrunarfræðingar gera.“ Sandra B. Franks bindur vonir við að þessu verði breytt og félagsmenn sínir fái rödd innan Landspítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að félagsmenn hafi ekki sömu rödd innan Landspítalans og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem séu aðilar að Hjúkrunarráði spítalans sem standi vörð um hagsmuni þeirra. Sjúkraliðafélagið hafi sótt um aðild að hjúkrunarráði en umsókninni hafi verið hafnað. Formaður kennir hugsunarleysi stjórnvalda um. Hjúkrunarráð Landspítalans starfar í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu en í því eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans. Ráðið er forstjóra og framkvæmdastjórn spítalans til ráðuneytis varðandi málefni hjúkrunar, rekstur, stjórnun uppbyggingu og nýtingu sjúkrahússins. Þá er það stjórnendum heilbrigðismála utan spítalans til ráðuneytis sé eftir því leitað. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir mikilvægt að félagið eigi aðild að hjúkrunarráði. „Við sóttum formlega um aðild að ráðinu og það mál hefur verið tekið fyrir á aðalfundi ráðsins. Það fékk í raun og veru ekki brautargengi þar því að menn töldu að þetta mál þyrfti að kynna betur, bæði fyrir sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra. Hún telur um hugsunarleysi stjórnvalda að ræða. „Ég hugsa að þetta hafi nú verið bara ákveðið hugsunarleysi stjórnvalda um að ráðið myndi ekki gera ráð fyrir öllum hjúkrunarstéttum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.“Hún segir að aðild að félagsmanna að hjúkrunarráði spítalans myndi breyta miklu. „Það myndi breyta því að þá hefðu þeir allavega aðkomu að þessum vettvangi um að láta sina rödd heyrast um hvað eina sem brennur á þeim hverju sinni, líkt og hjúkrunarfræðingar gera.“ Sandra B. Franks bindur vonir við að þessu verði breytt og félagsmenn sínir fái rödd innan Landspítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira