Of dýrir bankar Hörður Ægisson skrifar 26. apríl 2019 07:00 Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur. Það er enda beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með viðskiptavinum sínum. Tíðar fréttir að undanförnu af milljarða útlánatöpum Arion banka, meðal annars vegna gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera Air, eru áminning um þessi sannindi. Bankinn stendur traustum fótum, rétt eins og íslensku bankarnir almennt, og getur því tekið á sig slíkt fjárhagslegt högg. Í stóra samhenginu, hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða heildarútlánasafns bankans, þá eru fjárhæðirnar sem um ræðir hverfandi. Það skiptir meira máli fyrir bankana en einstaka útlánatöp að leita leiða til að bæta arðsemi af grunnrekstri sínum. Samanlögð arðsemi eigin fjár stóru bankanna var rétt yfir sex prósentum 2018 og dróst saman um fimmtung á milli ára. Í nýjustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans er bent á að arðsemi viðskiptabankanna, sem eru að tveimur þriðju í eigu skattgreiðenda, hafi aðeins verið um einni prósentu meiri en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa. Strangar eiginfjárkröfur og háir sértækir skattar, margfalt meiri en þekkist í okkar nágrannaríkjum, gera bönkunum erfitt um vik að skila viðunandi arðsemi. Þótt starfsmönnum haldi áfram að fækka þá hefur rekstrarkostnaður aukist meira en tekjur bankanna. Kostnaðarhlutfall þeirra nú hefur ekki mælst hærra frá því að nýju bankarnir voru stofnaðir. Í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Öllum má vera ljóst að róttækari hagræðingaraðgerða er þörf til að bæta þar úr. Ekki er hins vegar við því að búast að stór skref verði stigin í þá átt á meðan stærstur hluti bankakerfisins er án virkra eigenda. Það verður líklega hlutverk nýs forstjóra Arion banka, eina bankans sem er í eigu einkaaðila og skráður á markað, að taka forystu í þeim efnum. Brotthvarf Höskuldar Ólafssonar, sem hafði stýrt Arion í um níu ár, kom engum á óvart sem til þekktu. Með tilkomu nýrra hluthafa og umtalsverðri uppstokkun á stjórn bankans var ljóst að það væri aðeins tímaspursmál hvenær breytingar yrðu gerðar á bankastjórastólnum. Eigendur bankans, sem eru einkum erlendir fjárfestingarsjóðir, voru orðnir langeygir eftir aðgerðum til að minnka rekstrarkostnað og bæta arðsemi bankans, sem var aðeins rúmlega þrjú prósent í fyrra. Fyrir stjórnvöld eru umtalsverðir hagsmunir af því að það takist snúa þeirri stöðu við. Kröfuhafar Kaupþings eiga enn tuttugu prósenta hlut í bankanum, sem verður seldur í fyllingu tímans, en samkvæmt afkomuskiptasamningi mun söluandvirðið að stórum hluta falla í skaut ríkissjóðs. Vandinn er þessi: Bankarnir eru of dýrir í rekstri, offjármagnaðir og of einsleitir. Þetta þarf að breytast. Þeirri óhagkvæmni sem við sjáum í rekstri og fjármögnun bankanna, sem starfa nær eingöngu á heimamarkaði, er óhjákvæmilega velt yfir á viðskiptavinina. Með öðrum orðum eru það íslensk heimili og fyrirtæki sem þurfa að bera kostnaðinn. Þau hafa því ríka hagsmuni af því að það takist að koma á hagkvæmara fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Íslenskir bankar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur. Það er enda beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með viðskiptavinum sínum. Tíðar fréttir að undanförnu af milljarða útlánatöpum Arion banka, meðal annars vegna gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera Air, eru áminning um þessi sannindi. Bankinn stendur traustum fótum, rétt eins og íslensku bankarnir almennt, og getur því tekið á sig slíkt fjárhagslegt högg. Í stóra samhenginu, hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða heildarútlánasafns bankans, þá eru fjárhæðirnar sem um ræðir hverfandi. Það skiptir meira máli fyrir bankana en einstaka útlánatöp að leita leiða til að bæta arðsemi af grunnrekstri sínum. Samanlögð arðsemi eigin fjár stóru bankanna var rétt yfir sex prósentum 2018 og dróst saman um fimmtung á milli ára. Í nýjustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans er bent á að arðsemi viðskiptabankanna, sem eru að tveimur þriðju í eigu skattgreiðenda, hafi aðeins verið um einni prósentu meiri en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa. Strangar eiginfjárkröfur og háir sértækir skattar, margfalt meiri en þekkist í okkar nágrannaríkjum, gera bönkunum erfitt um vik að skila viðunandi arðsemi. Þótt starfsmönnum haldi áfram að fækka þá hefur rekstrarkostnaður aukist meira en tekjur bankanna. Kostnaðarhlutfall þeirra nú hefur ekki mælst hærra frá því að nýju bankarnir voru stofnaðir. Í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Öllum má vera ljóst að róttækari hagræðingaraðgerða er þörf til að bæta þar úr. Ekki er hins vegar við því að búast að stór skref verði stigin í þá átt á meðan stærstur hluti bankakerfisins er án virkra eigenda. Það verður líklega hlutverk nýs forstjóra Arion banka, eina bankans sem er í eigu einkaaðila og skráður á markað, að taka forystu í þeim efnum. Brotthvarf Höskuldar Ólafssonar, sem hafði stýrt Arion í um níu ár, kom engum á óvart sem til þekktu. Með tilkomu nýrra hluthafa og umtalsverðri uppstokkun á stjórn bankans var ljóst að það væri aðeins tímaspursmál hvenær breytingar yrðu gerðar á bankastjórastólnum. Eigendur bankans, sem eru einkum erlendir fjárfestingarsjóðir, voru orðnir langeygir eftir aðgerðum til að minnka rekstrarkostnað og bæta arðsemi bankans, sem var aðeins rúmlega þrjú prósent í fyrra. Fyrir stjórnvöld eru umtalsverðir hagsmunir af því að það takist snúa þeirri stöðu við. Kröfuhafar Kaupþings eiga enn tuttugu prósenta hlut í bankanum, sem verður seldur í fyllingu tímans, en samkvæmt afkomuskiptasamningi mun söluandvirðið að stórum hluta falla í skaut ríkissjóðs. Vandinn er þessi: Bankarnir eru of dýrir í rekstri, offjármagnaðir og of einsleitir. Þetta þarf að breytast. Þeirri óhagkvæmni sem við sjáum í rekstri og fjármögnun bankanna, sem starfa nær eingöngu á heimamarkaði, er óhjákvæmilega velt yfir á viðskiptavinina. Með öðrum orðum eru það íslensk heimili og fyrirtæki sem þurfa að bera kostnaðinn. Þau hafa því ríka hagsmuni af því að það takist að koma á hagkvæmara fjármálakerfi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun