Strandaglópur sem pantaði þó aldrei með SAS Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 09:00 Þúsundir ferðalanga eru í vandræðum vegna verkfalls flugmanna SAS, til að mynda þessi hópur á Gardemoen í Osló. EPA/OLE BERG RUSTEN Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn. Búið er að fella niður um 70% af öllum ferðum flugfélagsins en SAS áætlar að vinnustöðvunin kunni að hafa áhrif á rúmlega 170 þúsund farþega um helgina. Einn þessara farþega er Gunnar Ingi Magnússon, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann var ásamt kærustu sinni á heimleið frá Spáni, með viðkomu í Brussel, en endaði nokkuð óvænt á Heathrow-flugvelli í Lundúnum vegna verkfallsins - þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni bókað flug með SAS. „Ég held að ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á Heathrow, það er allt troðið,“ segir Gunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að ætlunin hafi verið að fljúga með Brussel Airlines frá Bilbao til Kaupmannahafnar með stuttu stoppi í Brussel. Þegar til Belgíu var komið í gærkvöldi hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð að vélin áfram til Kaupmannahafnar væri fullbókuð. Honum var því komið fyrir á hóteli í Brussel og útvegað annað flug sem fara átti í morgun. Sú flugferð var hins vegar með SAS.Gunnar Ingi Magnússon.Vonar að tengdó hagi sér „Upp úr miðnætti fáum við svo SMS um að búið sé að fella niður flugið okkar með SAS frá Brussel til Kaupmannahafnar,“ segir Gunnar og bætir við að leit þeirra að flugi til Danmerkur hafi ekki neinn árangur borið. „Allt flug var uppbókað, væntanlega vegna þess að allir voru að reyna að bjarga sér í næstu ferð eftir aflýsingar SAS.“ Það kom sér illa að sögn Gunnars. Hann hafi ætlað sér að taka á móti gestum í dag, sem höfðu í hyggju að gista í íbúð hans í Kaupmannahöfn. „Nú eru þau hins vegar eftirlitslaus í íbúðinni, ég efast samt um að tengdó sé búinn að rústa einhverju,“ segir Gunnar léttur í bragði. Hann segist því hafa hringt beint í skrifstofu Brussel Airlines sem í fyrstu sagðist lítið geta liðsinnt honum. „Eftir að hafa hnakkrifist í um hálftíma fann starfsmaður flugfélagsins hins vegar, greinilega fyrir algjöra tilviljun, flug fyrir okkur heim,“ segir Gunnar. Það hafi verið með British Airways í gegnum Lundúnir eldsnemma í morgun. Þrátt fyrir lítinn svefn segist Gunnar hafa stokkið á tilboðið. „Það sem átti að vera hugguleg nótt á hótelherbergi endaði í katastrófu og svefnleysi. Við lifum með því,“ segir Gunnar.Fjölmörg flug hafa verið felld niður til Kastrup í dag, þar sem þessi tilkynningaskjár tók á móti ferðalöngum.EPA/Philip DavaliTilbúnir í langt verkfall Þau voru því komin á Heathrow á sjötta tímanum í morgun og segir Gunnar ljóst að fleiri séu í sömu stöðu og þau. Flugvöllunni sé sneisafullur af fólki, þar með talið heilum haug af Dönum sem eru reyna að bjarga sér heim. Það gæti þó gengið brösulega að sögn Gunnars enda hafi þeim reynst erfitt að finna flug til Danmerkur. Gunnar sér þó fram á að komast til Kaupmannahafnar í dag, til stendur að flugið hans taki á loft frá Heathrow núna á tíunda tímanum. Þrátt fyrir langt ferðalag og óvæntar hremmingar segist Gunnar nokkuð brattur. „Ég bókaði ekki einu sinni flug með SAS en lenti samt í þeim. Það er frekar fyndið.“ SAS segist í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í dag vonast til að hægt verði að hefja samningaviðræður við flugmenn sem allra fyrst. Launakröfur þeirra séu hins vegar ennþá of háar, en þeir krefast um 13% launahækkunar. Flugmennirnir segja það skýrast af óæskilegum vinnuskilyrðum þeirra. Verði þau ekki löguð séu þeir tilbúnir í langt verkfall. Fréttir af flugi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn. Búið er að fella niður um 70% af öllum ferðum flugfélagsins en SAS áætlar að vinnustöðvunin kunni að hafa áhrif á rúmlega 170 þúsund farþega um helgina. Einn þessara farþega er Gunnar Ingi Magnússon, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann var ásamt kærustu sinni á heimleið frá Spáni, með viðkomu í Brussel, en endaði nokkuð óvænt á Heathrow-flugvelli í Lundúnum vegna verkfallsins - þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni bókað flug með SAS. „Ég held að ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á Heathrow, það er allt troðið,“ segir Gunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að ætlunin hafi verið að fljúga með Brussel Airlines frá Bilbao til Kaupmannahafnar með stuttu stoppi í Brussel. Þegar til Belgíu var komið í gærkvöldi hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð að vélin áfram til Kaupmannahafnar væri fullbókuð. Honum var því komið fyrir á hóteli í Brussel og útvegað annað flug sem fara átti í morgun. Sú flugferð var hins vegar með SAS.Gunnar Ingi Magnússon.Vonar að tengdó hagi sér „Upp úr miðnætti fáum við svo SMS um að búið sé að fella niður flugið okkar með SAS frá Brussel til Kaupmannahafnar,“ segir Gunnar og bætir við að leit þeirra að flugi til Danmerkur hafi ekki neinn árangur borið. „Allt flug var uppbókað, væntanlega vegna þess að allir voru að reyna að bjarga sér í næstu ferð eftir aflýsingar SAS.“ Það kom sér illa að sögn Gunnars. Hann hafi ætlað sér að taka á móti gestum í dag, sem höfðu í hyggju að gista í íbúð hans í Kaupmannahöfn. „Nú eru þau hins vegar eftirlitslaus í íbúðinni, ég efast samt um að tengdó sé búinn að rústa einhverju,“ segir Gunnar léttur í bragði. Hann segist því hafa hringt beint í skrifstofu Brussel Airlines sem í fyrstu sagðist lítið geta liðsinnt honum. „Eftir að hafa hnakkrifist í um hálftíma fann starfsmaður flugfélagsins hins vegar, greinilega fyrir algjöra tilviljun, flug fyrir okkur heim,“ segir Gunnar. Það hafi verið með British Airways í gegnum Lundúnir eldsnemma í morgun. Þrátt fyrir lítinn svefn segist Gunnar hafa stokkið á tilboðið. „Það sem átti að vera hugguleg nótt á hótelherbergi endaði í katastrófu og svefnleysi. Við lifum með því,“ segir Gunnar.Fjölmörg flug hafa verið felld niður til Kastrup í dag, þar sem þessi tilkynningaskjár tók á móti ferðalöngum.EPA/Philip DavaliTilbúnir í langt verkfall Þau voru því komin á Heathrow á sjötta tímanum í morgun og segir Gunnar ljóst að fleiri séu í sömu stöðu og þau. Flugvöllunni sé sneisafullur af fólki, þar með talið heilum haug af Dönum sem eru reyna að bjarga sér heim. Það gæti þó gengið brösulega að sögn Gunnars enda hafi þeim reynst erfitt að finna flug til Danmerkur. Gunnar sér þó fram á að komast til Kaupmannahafnar í dag, til stendur að flugið hans taki á loft frá Heathrow núna á tíunda tímanum. Þrátt fyrir langt ferðalag og óvæntar hremmingar segist Gunnar nokkuð brattur. „Ég bókaði ekki einu sinni flug með SAS en lenti samt í þeim. Það er frekar fyndið.“ SAS segist í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í dag vonast til að hægt verði að hefja samningaviðræður við flugmenn sem allra fyrst. Launakröfur þeirra séu hins vegar ennþá of háar, en þeir krefast um 13% launahækkunar. Flugmennirnir segja það skýrast af óæskilegum vinnuskilyrðum þeirra. Verði þau ekki löguð séu þeir tilbúnir í langt verkfall.
Fréttir af flugi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira