Okkar eigin Trump Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. apríl 2019 08:00 Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýverið að íslensk stjórnvöld ætluðu að vísa Landsréttarmálinu svokallaða til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu en í mars komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í kjölfarið steig Sigríður Andersen til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið sem hún sinnir samhliða starfi sínu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Í fyrrnefndri frétt kom fram að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sé líklegasta ástæðan fyrir töf á varanlegri skipun dómsmálaráðherra sú að verið sé að reyna að „halda ró“ innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins „en þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu séu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað“. Þar að auki er Sigríður Á. Andersen „sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra“. Óvissuástand Landsréttarmálið veikti tiltrú almennings á dómskerfinu. Áfrýjunin til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins framlengir réttaróvissu í landinu. Til hvaða ráðstafana hyggjast stjórnvöld grípa? Að því er virðist: Ekki nokkurra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, lýsti nýverið yfir áhyggjum af „því óvissuástandi sem uppi er varðandi Landsrétt“ og sagðist „sakna þess að sjá ekki frekari ákvarðanir um það hvað gera skuli nú þegar og til næstu framtíðar“. Daginn sem Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra veitti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum viðtal. Hann sagði dóm Mannréttindadómstólsins hafa komið sér „í opna skjöldu“ og eins og aðrir virtist hann lítið vita hvað gerðist næst en margir hlutir yrðu bara „að koma í ljós“. Eitt var hann þó alveg með á hreinu: Annaðhvort yrði fenginn „ráðherra úr ríkisstjórninni til að gegna embætti“ dómsmálaráðherra eða „það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra“. Óskammfeilnir popúlistar „Það er ekkert sem stjórnmála-elítan gerði ekki, lygi ekki til um, til að viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna,“ sagði Donald Trump í kosningabaráttu sinni. Óskammfeilnir popúlistar ná nú undirtökum víða um heim – Trump í Bandaríkjunum; Brexit-liðar í Bretlandi. Vegferð þeirra til valda er víðast hvar sú sama. Þeir nýta sér sívaxandi tortryggni í garð stjórnmálafólks til að grafa undan hefðbundnum stjórnmálum, opinberum stofnunum og lýðræðislegum leikreglum. Nálgunin er ekki úr lausu lofti gripin. Ósjaldan virðist stjórnmálamönnum meira annt um eigin hag en hag þeirra sem þeim var falið að gæta. Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?“ (nei, ég er ekki að tala um Loga Má Einarsson þótt hann sé gjarnan í röndóttri peysu). Þangað til Trump okkar Íslendinga kýs að láta til skarar skríða undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn jarðveginn fyrir málflutning hans og leikur hlutverk stjórnmála-elítunnar sem er tilbúin til að gera allt til að „viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýverið að íslensk stjórnvöld ætluðu að vísa Landsréttarmálinu svokallaða til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu en í mars komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í kjölfarið steig Sigríður Andersen til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið sem hún sinnir samhliða starfi sínu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Í fyrrnefndri frétt kom fram að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sé líklegasta ástæðan fyrir töf á varanlegri skipun dómsmálaráðherra sú að verið sé að reyna að „halda ró“ innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins „en þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu séu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað“. Þar að auki er Sigríður Á. Andersen „sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra“. Óvissuástand Landsréttarmálið veikti tiltrú almennings á dómskerfinu. Áfrýjunin til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins framlengir réttaróvissu í landinu. Til hvaða ráðstafana hyggjast stjórnvöld grípa? Að því er virðist: Ekki nokkurra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, lýsti nýverið yfir áhyggjum af „því óvissuástandi sem uppi er varðandi Landsrétt“ og sagðist „sakna þess að sjá ekki frekari ákvarðanir um það hvað gera skuli nú þegar og til næstu framtíðar“. Daginn sem Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra veitti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum viðtal. Hann sagði dóm Mannréttindadómstólsins hafa komið sér „í opna skjöldu“ og eins og aðrir virtist hann lítið vita hvað gerðist næst en margir hlutir yrðu bara „að koma í ljós“. Eitt var hann þó alveg með á hreinu: Annaðhvort yrði fenginn „ráðherra úr ríkisstjórninni til að gegna embætti“ dómsmálaráðherra eða „það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra“. Óskammfeilnir popúlistar „Það er ekkert sem stjórnmála-elítan gerði ekki, lygi ekki til um, til að viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna,“ sagði Donald Trump í kosningabaráttu sinni. Óskammfeilnir popúlistar ná nú undirtökum víða um heim – Trump í Bandaríkjunum; Brexit-liðar í Bretlandi. Vegferð þeirra til valda er víðast hvar sú sama. Þeir nýta sér sívaxandi tortryggni í garð stjórnmálafólks til að grafa undan hefðbundnum stjórnmálum, opinberum stofnunum og lýðræðislegum leikreglum. Nálgunin er ekki úr lausu lofti gripin. Ósjaldan virðist stjórnmálamönnum meira annt um eigin hag en hag þeirra sem þeim var falið að gæta. Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?“ (nei, ég er ekki að tala um Loga Má Einarsson þótt hann sé gjarnan í röndóttri peysu). Þangað til Trump okkar Íslendinga kýs að láta til skarar skríða undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn jarðveginn fyrir málflutning hans og leikur hlutverk stjórnmála-elítunnar sem er tilbúin til að gera allt til að „viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna“.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun