Pútín segir dóm Bútínu hneyksli Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 17:42 Vladímír Pútín er nú staddur í Peking þar sem fundað er um hið gríðarstóra innviðaverkefni Kínverja, Belti og Braut. Getty/Mikhail Svetlov Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsir fangelsisdómi Mariu Bútínu sem réttarmorði og hneyksli. Bútína, sem játaði að starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í gær. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Á blaðamannafundi í Peking í dag sagði Pútín að dómurinn yfir Bútínu væri aðeins tilraun Bandaríkjanna til að laga orðspor sitt. Mál hennar hefur verið fyrirferðamikið vestanhafs og talið varpa ljósi á tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs. „Þetta er hneyksli,“ sagði Pútín. „Það er alls ekki ljóst fyrir hvað hún er dæmd eða hvaða glæp hún á að hafa farið. Þetta er fullkomið dæmi um tilraun til að „bjarga andlitinu.“ Þau handtóku stúlkuna og stungu í fangelsi,“ bætti hann við á blaðamannafundinum í dag. „En hún hafði ekkert brotið af sér. Til þess að koma í veg fyrir það að líta fullkomlega fáránlega út gáfu þeir henni 18 mánaða dóm - til að sýna að hún væri sek um eitthvað.“ Þarna má ætla að Pútín sé að vísa til þess að bandarískir saksóknarar voru ekki sannfærðir um að Bútína væri njósnari. Þrátt fyrir það töldu þeir hana vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.„Ung og dugleg“ kona Bútína hefur unnið náið með bandarískum yfirvöldum allt frá því að hún gekkst við brotum sínum í desember síðastliðnum. Hún baðst afsökunar í dómsal í Washington D.C. og fór fram á að dómarinn myndi sýna henni vægð. „Orðspor mitt er ónýtt, bæði hér í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi,“ sagði Bútína í gær og bað um tækifæri til að „fara heim og endurræsa líf mitt.“ Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Bútínu vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Engu að síður talaði dómarinn fallega til Bútínu að dómsuppkvaðningunni lokinni. „Slæma hegðun þín skilgreinir þig ekki,“ sagði dómarinn og bætti við: „Þú ert ung kona. Þú ert gáfuð, dugleg og þú átt framtíðina fyrir þér.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Tengdar fréttir Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsir fangelsisdómi Mariu Bútínu sem réttarmorði og hneyksli. Bútína, sem játaði að starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í gær. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Á blaðamannafundi í Peking í dag sagði Pútín að dómurinn yfir Bútínu væri aðeins tilraun Bandaríkjanna til að laga orðspor sitt. Mál hennar hefur verið fyrirferðamikið vestanhafs og talið varpa ljósi á tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs. „Þetta er hneyksli,“ sagði Pútín. „Það er alls ekki ljóst fyrir hvað hún er dæmd eða hvaða glæp hún á að hafa farið. Þetta er fullkomið dæmi um tilraun til að „bjarga andlitinu.“ Þau handtóku stúlkuna og stungu í fangelsi,“ bætti hann við á blaðamannafundinum í dag. „En hún hafði ekkert brotið af sér. Til þess að koma í veg fyrir það að líta fullkomlega fáránlega út gáfu þeir henni 18 mánaða dóm - til að sýna að hún væri sek um eitthvað.“ Þarna má ætla að Pútín sé að vísa til þess að bandarískir saksóknarar voru ekki sannfærðir um að Bútína væri njósnari. Þrátt fyrir það töldu þeir hana vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.„Ung og dugleg“ kona Bútína hefur unnið náið með bandarískum yfirvöldum allt frá því að hún gekkst við brotum sínum í desember síðastliðnum. Hún baðst afsökunar í dómsal í Washington D.C. og fór fram á að dómarinn myndi sýna henni vægð. „Orðspor mitt er ónýtt, bæði hér í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi,“ sagði Bútína í gær og bað um tækifæri til að „fara heim og endurræsa líf mitt.“ Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Bútínu vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Engu að síður talaði dómarinn fallega til Bútínu að dómsuppkvaðningunni lokinni. „Slæma hegðun þín skilgreinir þig ekki,“ sagði dómarinn og bætti við: „Þú ert ung kona. Þú ert gáfuð, dugleg og þú átt framtíðina fyrir þér.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Tengdar fréttir Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12