Ekki verður fjölgað í Landsrétti í bili Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. apríl 2019 08:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra frá því í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Ernir Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars. Eins og greint var frá í gær ætla stjórnvöld að leita endurskoðunar á dóminum til efri deildar MDE. „Ég mun áfram skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir. Í því felst að ekki verður lagt fram frumvarp um fjölgun dómara við Landsrétt að svo stöddu eða teknar ákvarðanir um aðrar útfærslur vegna Landsréttar að svo stöddu,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra í svari til Fréttablaðsins. Stjórnarformaður dómstólasýslunnar telur afar brýnt að brugðist verði við vanda Landsréttar án tafa, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Dráttur fari að verða á meðferð mála við dóminn og vandinn verði erfiður viðureignar fái hann að vinda upp á sig. Í tilkynningu í gær sagði dómsmálaráðherra að málinu verði vísað til efri deildar MDE í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni það snerti hér á landi. „Málið snertir mikilvæga hagsmuni hér á landi enda snertir dómur MDE dómsvaldið á Íslandi og íslenska stjórnskipan,“ segir Þórdís Kolbrún í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um til hvaða mikilvægu hagsmuna ráðherra sé að vísa. Hún tíundar þá hagsmuni ekki frekar. Í svarinu segir ráðherra einnig að málið veki veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Dómurinn hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evrópu hvað varðar spurningar um það hvort skipan dómstóla sé ákveðin með lögum í þeim skilningi sem lagður er til grundvallar í niðurstöðu meirihlutans. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars. Eins og greint var frá í gær ætla stjórnvöld að leita endurskoðunar á dóminum til efri deildar MDE. „Ég mun áfram skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir. Í því felst að ekki verður lagt fram frumvarp um fjölgun dómara við Landsrétt að svo stöddu eða teknar ákvarðanir um aðrar útfærslur vegna Landsréttar að svo stöddu,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra í svari til Fréttablaðsins. Stjórnarformaður dómstólasýslunnar telur afar brýnt að brugðist verði við vanda Landsréttar án tafa, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Dráttur fari að verða á meðferð mála við dóminn og vandinn verði erfiður viðureignar fái hann að vinda upp á sig. Í tilkynningu í gær sagði dómsmálaráðherra að málinu verði vísað til efri deildar MDE í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni það snerti hér á landi. „Málið snertir mikilvæga hagsmuni hér á landi enda snertir dómur MDE dómsvaldið á Íslandi og íslenska stjórnskipan,“ segir Þórdís Kolbrún í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um til hvaða mikilvægu hagsmuna ráðherra sé að vísa. Hún tíundar þá hagsmuni ekki frekar. Í svarinu segir ráðherra einnig að málið veki veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Dómurinn hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evrópu hvað varðar spurningar um það hvort skipan dómstóla sé ákveðin með lögum í þeim skilningi sem lagður er til grundvallar í niðurstöðu meirihlutans.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira