Cristiano Ronaldo verður með í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 10:00 Cristiano Ronaldo. Getty/y Etsuo Hara Juventus þarf ekki að kynnast í kvöld því hvernig er að vera án Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo verður í byrjunarliði Juventus í kvöld þegar liðið heimsækir Ajax á Johan Cruijff leikvanginn í Amsterdam. Þetta staðfesti þjálfari ítalska félagsins í gær. Cristiano Ronaldo spilaði síðast með Juventus liðinu síðan að hann skoraði þrennu í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitunum 12. mars síðastliðinn en þessi þrjú mörk slógu spænska liðið út úr keppni. Ronaldo fór eftir það til móts við portúgalska landsliðsins þar sem hann tognaði í leik á móti Serbíu 25. mars.Ronaldo to start for Juventus in Ajax Champions League tie https://t.co/bppRes45dXpic.twitter.com/9lPS205cV7 — The Punch Newspapers (@MobilePunch) April 9, 2019Juventus sótti Ronaldo til Real Madrid til að hjálpa liðinu að landa langþráðum Meistaradeildartitli en Cristiano hefur unnið Meistaradeildina undanfarin þrjú ár og fimm sinnum alls. Það voru því ekki góðar fréttir þegar Ronaldo fór meiddur af velli í umræddum landsleik sem var hans fyrsti með Portúgal í langan tíma. Hann hafði samt ekki áhyggjur af þessu sjálfur og hefur núna náð sér af meiðslunum.CONFIRMED: Cristiano Ronaldo WILL start for Juventus tomorrow. pic.twitter.com/WJYnsN79bf — Goal (@goal) April 9, 2019Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, staðfesti það á blaðamannafundi að Ronaldo myndi spila leikinn svo framarlega „sem ekkert gerðist í kvöld eða í fyrramálið“ var haft eftir Allegri. „Cristiano hefur æft með liðinu og er klár í slaginn,“ sagði Massimiliano Allegri. Mikilvægi Cristiano Ronaldo er mikið ekki síst þegar komið er inn í útsláttarkeppnina en enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á þessu stigi í allri sögu Meistaradeildarinnar. Leikur Ajax og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending frá leiknum klukkan 18.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.30 á sömu rás en á Stöð 2 Sport 2 verður sýndur beint leikur Manchester United og Barcelona. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Juventus þarf ekki að kynnast í kvöld því hvernig er að vera án Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo verður í byrjunarliði Juventus í kvöld þegar liðið heimsækir Ajax á Johan Cruijff leikvanginn í Amsterdam. Þetta staðfesti þjálfari ítalska félagsins í gær. Cristiano Ronaldo spilaði síðast með Juventus liðinu síðan að hann skoraði þrennu í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitunum 12. mars síðastliðinn en þessi þrjú mörk slógu spænska liðið út úr keppni. Ronaldo fór eftir það til móts við portúgalska landsliðsins þar sem hann tognaði í leik á móti Serbíu 25. mars.Ronaldo to start for Juventus in Ajax Champions League tie https://t.co/bppRes45dXpic.twitter.com/9lPS205cV7 — The Punch Newspapers (@MobilePunch) April 9, 2019Juventus sótti Ronaldo til Real Madrid til að hjálpa liðinu að landa langþráðum Meistaradeildartitli en Cristiano hefur unnið Meistaradeildina undanfarin þrjú ár og fimm sinnum alls. Það voru því ekki góðar fréttir þegar Ronaldo fór meiddur af velli í umræddum landsleik sem var hans fyrsti með Portúgal í langan tíma. Hann hafði samt ekki áhyggjur af þessu sjálfur og hefur núna náð sér af meiðslunum.CONFIRMED: Cristiano Ronaldo WILL start for Juventus tomorrow. pic.twitter.com/WJYnsN79bf — Goal (@goal) April 9, 2019Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, staðfesti það á blaðamannafundi að Ronaldo myndi spila leikinn svo framarlega „sem ekkert gerðist í kvöld eða í fyrramálið“ var haft eftir Allegri. „Cristiano hefur æft með liðinu og er klár í slaginn,“ sagði Massimiliano Allegri. Mikilvægi Cristiano Ronaldo er mikið ekki síst þegar komið er inn í útsláttarkeppnina en enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á þessu stigi í allri sögu Meistaradeildarinnar. Leikur Ajax og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending frá leiknum klukkan 18.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.30 á sömu rás en á Stöð 2 Sport 2 verður sýndur beint leikur Manchester United og Barcelona.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira