Ánægð með að mæta Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2025 11:01 Enska landsliðið vann EM í Sviss í sumar og hafði þar betur gegn Spáni í úrslitaleik. Getty/Harriet Lander Eins og búast mátti við eru viðbrögðin við riðli Íslands í undankeppni HM kvenna í fótbolta öll á þann veg að um enn eitt einvígi Spánar og Englands verði að ræða. Hinn sigursæli landsliðsþjálfari Evrópumeistara Englands fagnar því að mæta Íslendingum. Ísland lenti í afar spennandi en um leið hrikalega erfiðum riðli í A-deild undankeppni HM í gær, þegar liðið dróst í riðil með báðum liðunum sem barist hafa um titlana á stórmótum síðustu ár. Ísland er í riðli með heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands, og svo heimilislausu liði Úkraínu sem fyrir fram er talið lakasta lið riðilsins og hefur ekki verið á stórmóti síðan á EM 2009. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en hin þrjú fara svo í umspil. Það umspil er tvískipt og er leiðin umtalsvert færari fyrir liðin sem sleppa við að lenda í neðsta sæti riðilsins. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að enda fyrir ofan Úkraínu, því fyrir fram virðast efstu tvö sætin ætluð Spáni og Englandi. Sarina Wiegman hefur fagnað sigri á síðustu þremur Evrópumótum, fyrst sem þjálfari Hollands og svo í tvö skipti sem þjálfari Englands.Getty/Ben Roberts „Mér finnst þetta spennandi riðill og þegar að við drógumst með Spáni þá fann maður í salnum hvað fólk var spennt,“ sagði Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands. Undir hennar stjórn hefur England unnið síðustu tvö Evrópumót, nú síðast í sumar með sigri á Spáni í úrslitaleik, og áður stýrði Wiegman Hollandi til sigurs á EM 2017. Hún stýrði Englandi líka í úrslitaleik síðasta HM, 2023, þar sem liðið tapaði gegn Spáni. Ísland með mjög góða leikmenn „Við [England og Spánn] virðumst alltaf mætast, annað hvort á mótum eða í dráttum, og við höfum séð hvað liðin eru kappsöm og jöfn svo nú byrjar ballið aftur,“ sagði Wiegman sem er einnig spennt yfir hinum tveimur liðunum: „Mér finnst gaman að mæta Íslandi og Úkraínu. Við höfum ekki spilað við þessi lið lengi,“ sagði Wiegman en Ísland mætti Englandi síðast árið 2009, í vináttulandsleik, þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu í 2-0 sigri Íslands. „Úkraína var auðvitað að koma upp í A-deildina sem var mjög gott hjá þeim og þetta er lið sem við þekkjum ekki mikið í augnablikinu en mér finnst gaman að glíma við slíka áskorun. Ísland þurfti auðvitað að spila við Norður-Írland í umspilinu og það er erfitt lið að mæta. Ég hef ekki mætt þeim sem þjálfari Englands en Ísland er með mjög góða leikmenn líka í sínum hópi,“ sagði Wiegman á vef enska landsliðsins. Aitana Bonmati hefur unnið Gullboltann þrjú ár í röð.Getty/Fran Santiago Markmið nýs þjálfara Spánar skýrt Sonia Bermúdez, sem tók við spænska landsliðinu í ágúst eftir að Montse Tomé var látin fara, segir íslenska liðið „mjög líkamlega sterkt lið sem hreyfir boltann mjög vel“. Hún stýrði U19-landsliði Spánar til 3-0 sigurs gegn Íslandi á EM 2023 í Belgíu. „Við vitum að þetta er erfiður riðill en markmiðið okkar er að enda í efsta sæti,“ sagði Bermúdez. Volodymyr Pyatenko, þjálfari Úkraínu, segir ljóst að engir leikir vinnist á pappírunum og er kokhraustur fyrir riðlakeppnina sem hefst í byrjun mars. Eins og fyrr segir hefur Úkrína ekki komist á stórmót síðan á EM 2009 og liðið komst með afar miklum naumindum upp í A-deildina, með því að enda fyrir ofan Tékkland á innbyrðis úrslitum. Úkraína hefur ekki getað spilað á heimavelli síðustu misseri, vegna innrásar Rússa.Getty/ Alex Bierens de Haan „Enska og spænska liðið mættust í úrslitaleik EM á þessu ári. Ég held að það sé tilgangslaust að bæta einhverju við um þessi tvö lið því þau hafa drottnað yfir kvennafótboltanum í langan tíma. Leikmenn íslenska liðsins hafa einnig verið á uppleið,“ sagði Pyatenko og var þá spurður hvort að Úkraína hefði lent í „dauðariðlinum“: „Ég myndi ekki ganga svo langt því að á þessu stigi þá eru ekki neinir veikir mótherjar. Það eru fleiri sterkir riðlar,“ sagði Pyatenko en bætti við að allt yrði lagt í sölurnar í hverjum leik og að það yrði gott fyrir Úkraínu að ná 3. sæti. Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Ísland lenti í afar spennandi en um leið hrikalega erfiðum riðli í A-deild undankeppni HM í gær, þegar liðið dróst í riðil með báðum liðunum sem barist hafa um titlana á stórmótum síðustu ár. Ísland er í riðli með heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands, og svo heimilislausu liði Úkraínu sem fyrir fram er talið lakasta lið riðilsins og hefur ekki verið á stórmóti síðan á EM 2009. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en hin þrjú fara svo í umspil. Það umspil er tvískipt og er leiðin umtalsvert færari fyrir liðin sem sleppa við að lenda í neðsta sæti riðilsins. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að enda fyrir ofan Úkraínu, því fyrir fram virðast efstu tvö sætin ætluð Spáni og Englandi. Sarina Wiegman hefur fagnað sigri á síðustu þremur Evrópumótum, fyrst sem þjálfari Hollands og svo í tvö skipti sem þjálfari Englands.Getty/Ben Roberts „Mér finnst þetta spennandi riðill og þegar að við drógumst með Spáni þá fann maður í salnum hvað fólk var spennt,“ sagði Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands. Undir hennar stjórn hefur England unnið síðustu tvö Evrópumót, nú síðast í sumar með sigri á Spáni í úrslitaleik, og áður stýrði Wiegman Hollandi til sigurs á EM 2017. Hún stýrði Englandi líka í úrslitaleik síðasta HM, 2023, þar sem liðið tapaði gegn Spáni. Ísland með mjög góða leikmenn „Við [England og Spánn] virðumst alltaf mætast, annað hvort á mótum eða í dráttum, og við höfum séð hvað liðin eru kappsöm og jöfn svo nú byrjar ballið aftur,“ sagði Wiegman sem er einnig spennt yfir hinum tveimur liðunum: „Mér finnst gaman að mæta Íslandi og Úkraínu. Við höfum ekki spilað við þessi lið lengi,“ sagði Wiegman en Ísland mætti Englandi síðast árið 2009, í vináttulandsleik, þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu í 2-0 sigri Íslands. „Úkraína var auðvitað að koma upp í A-deildina sem var mjög gott hjá þeim og þetta er lið sem við þekkjum ekki mikið í augnablikinu en mér finnst gaman að glíma við slíka áskorun. Ísland þurfti auðvitað að spila við Norður-Írland í umspilinu og það er erfitt lið að mæta. Ég hef ekki mætt þeim sem þjálfari Englands en Ísland er með mjög góða leikmenn líka í sínum hópi,“ sagði Wiegman á vef enska landsliðsins. Aitana Bonmati hefur unnið Gullboltann þrjú ár í röð.Getty/Fran Santiago Markmið nýs þjálfara Spánar skýrt Sonia Bermúdez, sem tók við spænska landsliðinu í ágúst eftir að Montse Tomé var látin fara, segir íslenska liðið „mjög líkamlega sterkt lið sem hreyfir boltann mjög vel“. Hún stýrði U19-landsliði Spánar til 3-0 sigurs gegn Íslandi á EM 2023 í Belgíu. „Við vitum að þetta er erfiður riðill en markmiðið okkar er að enda í efsta sæti,“ sagði Bermúdez. Volodymyr Pyatenko, þjálfari Úkraínu, segir ljóst að engir leikir vinnist á pappírunum og er kokhraustur fyrir riðlakeppnina sem hefst í byrjun mars. Eins og fyrr segir hefur Úkrína ekki komist á stórmót síðan á EM 2009 og liðið komst með afar miklum naumindum upp í A-deildina, með því að enda fyrir ofan Tékkland á innbyrðis úrslitum. Úkraína hefur ekki getað spilað á heimavelli síðustu misseri, vegna innrásar Rússa.Getty/ Alex Bierens de Haan „Enska og spænska liðið mættust í úrslitaleik EM á þessu ári. Ég held að það sé tilgangslaust að bæta einhverju við um þessi tvö lið því þau hafa drottnað yfir kvennafótboltanum í langan tíma. Leikmenn íslenska liðsins hafa einnig verið á uppleið,“ sagði Pyatenko og var þá spurður hvort að Úkraína hefði lent í „dauðariðlinum“: „Ég myndi ekki ganga svo langt því að á þessu stigi þá eru ekki neinir veikir mótherjar. Það eru fleiri sterkir riðlar,“ sagði Pyatenko en bætti við að allt yrði lagt í sölurnar í hverjum leik og að það yrði gott fyrir Úkraínu að ná 3. sæti.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira