Telja væntar endurheimtur 15 prósent Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. apríl 2019 06:15 Flugvél WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að félagið fór í þrot. Vísir/vilhelm Væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda WOW air eru 15 prósent af því sem þeir lögðu flugfélaginu til samkvæmt norsku greiningarfyrirtæki. Norskir sjóðir og bandaríski fjármálarisinn BNY Mellon voru á meðal þeirra sem keyptu skuldabréf WOW air í útboði flugfélagsins síðasta haust að því er kemur fram í erlendum miðlum. Viðskiptamiðillinn Finansavisen greindi frá því að norski skuldabréfasjóðurinn FORTE Kreditt hefði keypt skuldabréf af WOW air fyrir 5 milljónir norskra króna, jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag. Um er að ræða sjóð með áhættusækna fjárfestingarstefnu. Sjóðsstjórinn Arne Eidshagen er sagður sitja í óformlegu ráði kröfuhafa WOW air sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra. „Við búumst við litlum endurheimtum eins og staðan er í dag. Svo virðist sem verðmætin sem eftir standa felist mestmegnis í vörumerkinu og farþegagögnum,“ sagði Eidshagen í samtali við Finansavisen. Hann benti á að samkvæmt norska greiningarfyrirtækinu Nordic Bond Pricing, sem sérhæfir sig í verðlagningu skuldabréfa, væru skuldabréf WOW air verðlögð á 15 prósent af nafnvirði sem endurspeglar væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda. Í mánaðarlegu yfirliti sem sent var á viðskiptavini FORTE Kreditt var haft eftir Eidshagen að virði sjóðsins hefði lækkað um 1,13 prósent af völdum WOW air í mars. Til samanburðar var ávöxtun sjóðsins 3,3 prósent árið 2018. Greint er frá því að norska sjóðastýringarfyrirtækið MP Pensjon hafi einnig tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW air og að það hafi keypt fyrir meira en FORTE Kreditt. MP Pensjon stýrir eftirlaunasjóðum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið á 2,4 prósenta hlut í Arnarlaxi samkvæmt hluthafalista fiskeldisfyrirtækisins frá því í september 2018. Fjárfestingarfélagið Toluma var einnig á meðal skuldabréfaeigenda WOW air. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrrverandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Þá hefur Bloomberg nefnt BNY Mellon, Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment sem eigendur skuldabréfa WOW air. BNY Mellon er rótgróinn fjármálarisi með höfuðstöðvar í New York og um 1.700 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment eru þýsk sjóðastýringarfyrirtækið, hið fyrrnefnda staðsett í Hamborg en hið síðarnefnda í Frankfurt. Eins og Markaðurinn greindi frá voru fjárfestingarsjóðir í stýringu eignastýringarfyrirtækjanna GAMMA Capital Management og Eaton Vance Management í hópi þeirra sem lögðu WOW air til fé í skuldabréfaútboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með ásamt Arctica Finance. Alls fjárfestu sjóðir GAMMA fyrir samanlagt tvær milljónir evra á meðan sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins keyptu skuldabréf fyrir tíu milljónir evra. Þá fjárfesti Skúli sjálfur fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir viðskiptavinir WOW air skuldbreyttu kröfum sínum í skuldabréf. Samkvæmt yfirliti frá Pareto Securities sem Markaðurinn greindi frá voru íslensk félög með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, bandarísk félög með fjórðunginn og félög á Norðurlöndunum með samanlagt 19 prósent. Afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra félaga í Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda WOW air eru 15 prósent af því sem þeir lögðu flugfélaginu til samkvæmt norsku greiningarfyrirtæki. Norskir sjóðir og bandaríski fjármálarisinn BNY Mellon voru á meðal þeirra sem keyptu skuldabréf WOW air í útboði flugfélagsins síðasta haust að því er kemur fram í erlendum miðlum. Viðskiptamiðillinn Finansavisen greindi frá því að norski skuldabréfasjóðurinn FORTE Kreditt hefði keypt skuldabréf af WOW air fyrir 5 milljónir norskra króna, jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag. Um er að ræða sjóð með áhættusækna fjárfestingarstefnu. Sjóðsstjórinn Arne Eidshagen er sagður sitja í óformlegu ráði kröfuhafa WOW air sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra. „Við búumst við litlum endurheimtum eins og staðan er í dag. Svo virðist sem verðmætin sem eftir standa felist mestmegnis í vörumerkinu og farþegagögnum,“ sagði Eidshagen í samtali við Finansavisen. Hann benti á að samkvæmt norska greiningarfyrirtækinu Nordic Bond Pricing, sem sérhæfir sig í verðlagningu skuldabréfa, væru skuldabréf WOW air verðlögð á 15 prósent af nafnvirði sem endurspeglar væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda. Í mánaðarlegu yfirliti sem sent var á viðskiptavini FORTE Kreditt var haft eftir Eidshagen að virði sjóðsins hefði lækkað um 1,13 prósent af völdum WOW air í mars. Til samanburðar var ávöxtun sjóðsins 3,3 prósent árið 2018. Greint er frá því að norska sjóðastýringarfyrirtækið MP Pensjon hafi einnig tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW air og að það hafi keypt fyrir meira en FORTE Kreditt. MP Pensjon stýrir eftirlaunasjóðum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið á 2,4 prósenta hlut í Arnarlaxi samkvæmt hluthafalista fiskeldisfyrirtækisins frá því í september 2018. Fjárfestingarfélagið Toluma var einnig á meðal skuldabréfaeigenda WOW air. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrrverandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Þá hefur Bloomberg nefnt BNY Mellon, Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment sem eigendur skuldabréfa WOW air. BNY Mellon er rótgróinn fjármálarisi með höfuðstöðvar í New York og um 1.700 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment eru þýsk sjóðastýringarfyrirtækið, hið fyrrnefnda staðsett í Hamborg en hið síðarnefnda í Frankfurt. Eins og Markaðurinn greindi frá voru fjárfestingarsjóðir í stýringu eignastýringarfyrirtækjanna GAMMA Capital Management og Eaton Vance Management í hópi þeirra sem lögðu WOW air til fé í skuldabréfaútboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með ásamt Arctica Finance. Alls fjárfestu sjóðir GAMMA fyrir samanlagt tvær milljónir evra á meðan sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins keyptu skuldabréf fyrir tíu milljónir evra. Þá fjárfesti Skúli sjálfur fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir viðskiptavinir WOW air skuldbreyttu kröfum sínum í skuldabréf. Samkvæmt yfirliti frá Pareto Securities sem Markaðurinn greindi frá voru íslensk félög með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, bandarísk félög með fjórðunginn og félög á Norðurlöndunum með samanlagt 19 prósent. Afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra félaga í Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira