Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. apríl 2019 06:15 Framboð kókaíns og styrkur hefur aukist síðustu ár. Nordicphotos/Getty „Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á fleiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þróunin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnflutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sérfræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjölum hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dómsmálum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að meðaltali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mældist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Anton Brink Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri samsvarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kókaíni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
„Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á fleiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þróunin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnflutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sérfræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjölum hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dómsmálum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að meðaltali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mældist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Anton Brink Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri samsvarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kókaíni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent