Þingmaður Pírata vill heyra „töfralausnina“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 15:59 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvernig ríkisstjórnin ætlar að lækka vexti og halda verðbólgu samhliða í lágmargi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að fá að heyra hver „töfralausn“ ríkisstjórnarinnar væri sem myndi lækka vexti samhliða því að halda verðbólgu í lágmarki. Hann kom ósk sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag í tengslum við aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. „Helsta tæki Seðlabankans til að halda verðbólgumarkmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn heldur niðri verðbólgu með því að hækka vexti. Áskorunin um lága vexti og litla verðbólgu mun því augljóslega ekki vera í höndum Seðlabanka heldur ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví. Á heimsvísu séu vextir lágir þannig að Björn leyfir sér trúa að verkefnið sé gerlegt. „Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir næstum því fjögurra prósenta verðbólgu á næstunni. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og ef þar á að beita verðbólgustýringartækjum þá hlýtur maður að búast við vaxtahækkun en það má hins vegar ekki því það brýtur gegn markmiðum stjórnvalda um að lækka vexti. Því verða stjórnvöld að gera eitthvað og nú reynir á því að á þeim áratugum sem Ísland hefur glímt við verðbólgudrauginn þá hefur aldrei fundist varanleg lausn.“ Björn Leví sagðist þó ekki hafa fundið neitt um þessa lausn í fjármálaáætlun. „Núna eftir langvarandi tímabil lítillar verðbólgu þegar hún er aftur farin að láta á sér kræla þegar sögur eru á kreiki um undirliggjandi þrýsting um verðhækkanir vegna kjarasamninga þá er allt í einu komin lausn. Lausnina er hins vegar ekki að finna í fjármálaáætlun sem nú er fjallað um í nefndum þingsins. Lausnin hlýtur því að vera viðbót og ég hlakka til að heyra meira um þessa lausn því að hún hlýtur að hafa þó nokkur áhrif á fjármálaáætlun og peningastefnuna ef út í það er farið.“ Björn Leví sagðist þó ekki vera neitt mjög bjartsýnn um að lausnin væri yfir höfuð til. „Hvað sem verður þá hlakkar til að sjá þessa töfralausn sem leiðir til lægri vaxta og lægri verðbólgu á sama tíma. Sú töfralausn finnst ekki í fjármálaáætlun og ef hún er þar þá er ríkisstjórnin ekkert að monta sig yfir því að hafa leyst eitt helsta efnahagsvandamál Íslands; háa vexti og háa verðbólgu. Mér finnst það frekar ólíklegt að það sé málið og því ætla ég að giska að lausnin hafi komið í gegnum aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og sú lausn hlýtur að hafa áhrif á fjármálaáætlunina.“ Alþingi Kjaramál Píratar Seðlabankinn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að fá að heyra hver „töfralausn“ ríkisstjórnarinnar væri sem myndi lækka vexti samhliða því að halda verðbólgu í lágmarki. Hann kom ósk sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag í tengslum við aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. „Helsta tæki Seðlabankans til að halda verðbólgumarkmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn heldur niðri verðbólgu með því að hækka vexti. Áskorunin um lága vexti og litla verðbólgu mun því augljóslega ekki vera í höndum Seðlabanka heldur ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví. Á heimsvísu séu vextir lágir þannig að Björn leyfir sér trúa að verkefnið sé gerlegt. „Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir næstum því fjögurra prósenta verðbólgu á næstunni. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og ef þar á að beita verðbólgustýringartækjum þá hlýtur maður að búast við vaxtahækkun en það má hins vegar ekki því það brýtur gegn markmiðum stjórnvalda um að lækka vexti. Því verða stjórnvöld að gera eitthvað og nú reynir á því að á þeim áratugum sem Ísland hefur glímt við verðbólgudrauginn þá hefur aldrei fundist varanleg lausn.“ Björn Leví sagðist þó ekki hafa fundið neitt um þessa lausn í fjármálaáætlun. „Núna eftir langvarandi tímabil lítillar verðbólgu þegar hún er aftur farin að láta á sér kræla þegar sögur eru á kreiki um undirliggjandi þrýsting um verðhækkanir vegna kjarasamninga þá er allt í einu komin lausn. Lausnina er hins vegar ekki að finna í fjármálaáætlun sem nú er fjallað um í nefndum þingsins. Lausnin hlýtur því að vera viðbót og ég hlakka til að heyra meira um þessa lausn því að hún hlýtur að hafa þó nokkur áhrif á fjármálaáætlun og peningastefnuna ef út í það er farið.“ Björn Leví sagðist þó ekki vera neitt mjög bjartsýnn um að lausnin væri yfir höfuð til. „Hvað sem verður þá hlakkar til að sjá þessa töfralausn sem leiðir til lægri vaxta og lægri verðbólgu á sama tíma. Sú töfralausn finnst ekki í fjármálaáætlun og ef hún er þar þá er ríkisstjórnin ekkert að monta sig yfir því að hafa leyst eitt helsta efnahagsvandamál Íslands; háa vexti og háa verðbólgu. Mér finnst það frekar ólíklegt að það sé málið og því ætla ég að giska að lausnin hafi komið í gegnum aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og sú lausn hlýtur að hafa áhrif á fjármálaáætlunina.“
Alþingi Kjaramál Píratar Seðlabankinn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40