Maður sem veittist að geðlækni með hníf dæmdur til fangelsisvistar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 18:47 Dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/Hanna Karlmaður var í dag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar vegna fjölda afbrota sem framin voru á árinu 2018. Maðurinn var ákærður fyrir brot meðal annars gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum. Maðurinn, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember, kom fyrst við sögu lögreglu á árinu, 5. júlí síðastliðinn. Þá fannst í buxnastreng mannsins heimatilbúið stunguvopn. Í september síðastliðnum réðst maðurinn gegn geðlækni í viðtalsherbergi bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á Hringbraut. Maðurinn veittist að lækninum með ofbeldi og dró upp úr vasa sínum 22,5 cm langan kjöthníf og otaði hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Geðlæknirinn hörfaði og elti maðurinn hann með hnífinn á lofti og reyndi að stinga hann. Maðurinn var í desember aftur uppvís um það að draga upp eggvopn á almannafæri. Á aðfangadag var hann svo uppvís um hótanir gegn lögreglumönnum með því að segja ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“, ásamt því að hóta ítrekað að stinga þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en í fórum hans fundust 0,84 gr amfetamíns 28. desember. Hinn ákærði var eins og áður segir dæmdur til 12 mánaða fangelsis. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Þá gerði lögregla eftirfarandi upptækt: 0,84 g af amfetamíni, 6 stk. Vermox töflur, heimatilbúið stunguvopn, kjöthnífur af gerðinni Tamintina, tveir eldhúshnífar af IKEA gerð og vasahnífur.Dóminn í málinu má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar vegna fjölda afbrota sem framin voru á árinu 2018. Maðurinn var ákærður fyrir brot meðal annars gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum. Maðurinn, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember, kom fyrst við sögu lögreglu á árinu, 5. júlí síðastliðinn. Þá fannst í buxnastreng mannsins heimatilbúið stunguvopn. Í september síðastliðnum réðst maðurinn gegn geðlækni í viðtalsherbergi bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á Hringbraut. Maðurinn veittist að lækninum með ofbeldi og dró upp úr vasa sínum 22,5 cm langan kjöthníf og otaði hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Geðlæknirinn hörfaði og elti maðurinn hann með hnífinn á lofti og reyndi að stinga hann. Maðurinn var í desember aftur uppvís um það að draga upp eggvopn á almannafæri. Á aðfangadag var hann svo uppvís um hótanir gegn lögreglumönnum með því að segja ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“, ásamt því að hóta ítrekað að stinga þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en í fórum hans fundust 0,84 gr amfetamíns 28. desember. Hinn ákærði var eins og áður segir dæmdur til 12 mánaða fangelsis. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Þá gerði lögregla eftirfarandi upptækt: 0,84 g af amfetamíni, 6 stk. Vermox töflur, heimatilbúið stunguvopn, kjöthnífur af gerðinni Tamintina, tveir eldhúshnífar af IKEA gerð og vasahnífur.Dóminn í málinu má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira