Taka þurfi fyrr og fastar á málum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2019 19:00 Frá barna-og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). vísir/vilhelm Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans. Árangur af meðferðum eigi til að láta á sér standa, án þess að vitað sé hvert skuli leita næstHrönn Sveinsdóttir sagði sögðu 11 ára dóttur sinnar í samtali við Vísi í gær, en stúlkan fær ekki skólavist vegna andlegra veikinda. Nokkur börn eru í sömu stöðu og dóttir Hrannar og hefur þeim gengið erfiðlega að fá viðeigandi þjónustu. Barna og unglingageðdeild Landspítalans hefur meðal annarra sætt gagnrýni vegna þessa.Sjá einnig: Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sínaSigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL, segir að þrátt fyrir að þar sé enginn titlaður einhverfusérfræðingur sé sérfræðiþekkingin til staðar innanhúss. „Á BUGL erum við með starfsfólk sem býr yfir sérhæfðri þekkingu á einhverfu, veitir meðferð og ráðgjöf þegar þess gerist þörf. Við erum jafnframt með teymi sem sér um greiningar og eftirfylgd, þegar börn fá einhverfugreiningar hjá okkur,“ segir Sigurveig. Tilfellin séu þó jafn ólík og þau eru mörg. „Einstaklingar með einhverfu eiga mjög margt sammerkt - en þrátt fyrir það eru aðstæður hjá hverjum og einum mjög ólíkar. Við nálgumst málin þannig,“ segir Sigurveig.Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL.VÍSIR/SIGURJÓN„Öll þjónustan á BUGL tekur mið af hverju og einu barni og hverri og einni fjölskyldu. Það má segja að við vinnum öll málin með fjölskyldunni - við gerum ekkert án hennar.“ Takast þarf á við tilfellin fyrr en síðar. „Það sem okkur þykir vera hvað augljósast er að mæta þörfum þessara barna miklu fyrr og miklu fastar en nærumhverfið hefur tök á að gera núna.Sjá einnig: Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Mál barna með einhverfu sem komin eru inn á borð til BUGL séu orðin alvarleg og vandi þeirra oftar en ekki fjölþættur. Við því sé reynt að bregðast með heildrænni nálgun. „Stundum gengur það fljótt og örugglega og árangurinn sýnir sig skjótt. Því miður er það þó stundum þannig að árangurinn lætur á sér standa og það er ekkert alltaf okkur eða fjölskyldunni alveg augljóst hvert eigi að halda næst. Því miður er það þannig,“ segir Sigurveig. Þær upplýsingar fengust frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag að málefni þessa hóps séu til skoðunar hjá ráðuneytinu. Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans. Árangur af meðferðum eigi til að láta á sér standa, án þess að vitað sé hvert skuli leita næstHrönn Sveinsdóttir sagði sögðu 11 ára dóttur sinnar í samtali við Vísi í gær, en stúlkan fær ekki skólavist vegna andlegra veikinda. Nokkur börn eru í sömu stöðu og dóttir Hrannar og hefur þeim gengið erfiðlega að fá viðeigandi þjónustu. Barna og unglingageðdeild Landspítalans hefur meðal annarra sætt gagnrýni vegna þessa.Sjá einnig: Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sínaSigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL, segir að þrátt fyrir að þar sé enginn titlaður einhverfusérfræðingur sé sérfræðiþekkingin til staðar innanhúss. „Á BUGL erum við með starfsfólk sem býr yfir sérhæfðri þekkingu á einhverfu, veitir meðferð og ráðgjöf þegar þess gerist þörf. Við erum jafnframt með teymi sem sér um greiningar og eftirfylgd, þegar börn fá einhverfugreiningar hjá okkur,“ segir Sigurveig. Tilfellin séu þó jafn ólík og þau eru mörg. „Einstaklingar með einhverfu eiga mjög margt sammerkt - en þrátt fyrir það eru aðstæður hjá hverjum og einum mjög ólíkar. Við nálgumst málin þannig,“ segir Sigurveig.Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri legudeildar BUGL.VÍSIR/SIGURJÓN„Öll þjónustan á BUGL tekur mið af hverju og einu barni og hverri og einni fjölskyldu. Það má segja að við vinnum öll málin með fjölskyldunni - við gerum ekkert án hennar.“ Takast þarf á við tilfellin fyrr en síðar. „Það sem okkur þykir vera hvað augljósast er að mæta þörfum þessara barna miklu fyrr og miklu fastar en nærumhverfið hefur tök á að gera núna.Sjá einnig: Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Mál barna með einhverfu sem komin eru inn á borð til BUGL séu orðin alvarleg og vandi þeirra oftar en ekki fjölþættur. Við því sé reynt að bregðast með heildrænni nálgun. „Stundum gengur það fljótt og örugglega og árangurinn sýnir sig skjótt. Því miður er það þó stundum þannig að árangurinn lætur á sér standa og það er ekkert alltaf okkur eða fjölskyldunni alveg augljóst hvert eigi að halda næst. Því miður er það þannig,“ segir Sigurveig. Þær upplýsingar fengust frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag að málefni þessa hóps séu til skoðunar hjá ráðuneytinu.
Félagsmál Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36