Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. apríl 2019 06:45 Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, ásamt eiginkonu sinni, Heta Ravolainen-Rinne, koma til kosningavöku flokksins í gærkvöldi. Fréttablaðið/EPA Snúin staða virðist fram undan í finnskum stjórnmálum eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Þegar rúm 97 prósent atkvæða höfðu verið talin voru Jafnaðarmenn mest flest atkvæði eða 17,8 prósent. Finnaflokkurinn var næstur með 17,6 prósent. Einingarflokkurinn, sem er hægriflokkur, var í þriðja sæti með 16,8 prósent. Miðflokkurinn tapaði þó nokkru fylgi og var aðeins með 14 prósent en var stærsti flokkurinn í kosningunum 2015 með rúmlega 21 prósent atkvæða. Formaður flokksins Juha Sipilä myndaði í kjölfarið ríkisstjórn með Finnaflokknum og Einingarflokknum. Nú er ljóst að dagar hans sem forsætisráðherra eru taldir. Hann sagði í gærkvöldi að flokkurinn hefði sýnt ábyrgð á kjörtímabilinu og að margt hefði áunnist. Nú væri staðan þannig að enginn einn flokkur hefði skýrt og sterkt umboð. Nú væru fimm stórir flokkar á þinginu og það yrði ekki auðvelt að mynda nýja ríkisstjórn. Kosningaspá finnska ríkisútvarpsins YLE gerði ráð fyrir því að Jafnaðarmenn fengju 40 þingsæti, Finnaflokkurinn 39, Einingarflokkurinn 37, Miðflokkurinn 31, Græningjar 20, Vinstrabandalagið 16, Sænski þjóðarflokkurinn tíu, Kristilegir demókratar fimm og aðrir tvö þingsæti. Verði það niðurstaðan myndu stærstu breytingarnar verða að Jafnaðarmenn bættu við sig sex sætum, Græningjar fimm og Vinstrabandalagið fjórum. Miðflokkurinn myndi hins vegar tapa 18 sætum. Kannanir höfðu bent til þess að Jafnaðarmenn fengju flest atkvæði og þegar úrslit úr atkvæðagreiðslu utankjörfundar voru birt um leið og kjörstöðum var lokað virtust þær spár ætla að rætast. Þá var flokkurinn með 19,2 prósent en Finnaflokkurinn 17,2 prósent. Eftir því sem leið á talninguna dró hins vegar saman með flokkunum. Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði eftir að forysta flokksins tók að minnka að úrslitin hefðu getað verið betri. Staðan væri þannig að ómögulegt væri að segja hvernig lokaniðurstaðan yrði. Jafnaðarmenn hafa ekki hlotið flest atkvæði í þingkosningum frá því 1999. Leiðtogi Finnaflokksins, Jussi Halla-ho, sagðist í ræðu fyrir framan stuðningsmenn sína vera hissa á þessum góða árangri flokksins. Hann tók þó fram að erfitt hefði reynst að spá fyrir um úrslit kosninganna að þessu sinni. Varðandi framhaldið sagði hann að flokkurinn ætti ekki í neinum vandræðum með að vinna með öðrum, en aðrir virtust eiga í vandræðum með að vinna með þeim. Græningjar eru fimmti stærsti flokkurinn og voru með 11,4 prósent miðað við 8,5 prósent síðast. Leiðtogi þeirra, Satu Hassi, var hæstánægð með niðurstöðuna. Góðan árangur mætti helst þakka uppgangi ungra kvenna í flokknum og það væri hún sérstaklega ánægð með. Kjörsókn var um 72 prósent sem var um tveggja prósentustiga aukning frá kosningunum 2015. Metfjöldi, eða um 36 prósent, kaus utankjörfundar. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tengdar fréttir Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39 Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Snúin staða virðist fram undan í finnskum stjórnmálum eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Þegar rúm 97 prósent atkvæða höfðu verið talin voru Jafnaðarmenn mest flest atkvæði eða 17,8 prósent. Finnaflokkurinn var næstur með 17,6 prósent. Einingarflokkurinn, sem er hægriflokkur, var í þriðja sæti með 16,8 prósent. Miðflokkurinn tapaði þó nokkru fylgi og var aðeins með 14 prósent en var stærsti flokkurinn í kosningunum 2015 með rúmlega 21 prósent atkvæða. Formaður flokksins Juha Sipilä myndaði í kjölfarið ríkisstjórn með Finnaflokknum og Einingarflokknum. Nú er ljóst að dagar hans sem forsætisráðherra eru taldir. Hann sagði í gærkvöldi að flokkurinn hefði sýnt ábyrgð á kjörtímabilinu og að margt hefði áunnist. Nú væri staðan þannig að enginn einn flokkur hefði skýrt og sterkt umboð. Nú væru fimm stórir flokkar á þinginu og það yrði ekki auðvelt að mynda nýja ríkisstjórn. Kosningaspá finnska ríkisútvarpsins YLE gerði ráð fyrir því að Jafnaðarmenn fengju 40 þingsæti, Finnaflokkurinn 39, Einingarflokkurinn 37, Miðflokkurinn 31, Græningjar 20, Vinstrabandalagið 16, Sænski þjóðarflokkurinn tíu, Kristilegir demókratar fimm og aðrir tvö þingsæti. Verði það niðurstaðan myndu stærstu breytingarnar verða að Jafnaðarmenn bættu við sig sex sætum, Græningjar fimm og Vinstrabandalagið fjórum. Miðflokkurinn myndi hins vegar tapa 18 sætum. Kannanir höfðu bent til þess að Jafnaðarmenn fengju flest atkvæði og þegar úrslit úr atkvæðagreiðslu utankjörfundar voru birt um leið og kjörstöðum var lokað virtust þær spár ætla að rætast. Þá var flokkurinn með 19,2 prósent en Finnaflokkurinn 17,2 prósent. Eftir því sem leið á talninguna dró hins vegar saman með flokkunum. Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði eftir að forysta flokksins tók að minnka að úrslitin hefðu getað verið betri. Staðan væri þannig að ómögulegt væri að segja hvernig lokaniðurstaðan yrði. Jafnaðarmenn hafa ekki hlotið flest atkvæði í þingkosningum frá því 1999. Leiðtogi Finnaflokksins, Jussi Halla-ho, sagðist í ræðu fyrir framan stuðningsmenn sína vera hissa á þessum góða árangri flokksins. Hann tók þó fram að erfitt hefði reynst að spá fyrir um úrslit kosninganna að þessu sinni. Varðandi framhaldið sagði hann að flokkurinn ætti ekki í neinum vandræðum með að vinna með öðrum, en aðrir virtust eiga í vandræðum með að vinna með þeim. Græningjar eru fimmti stærsti flokkurinn og voru með 11,4 prósent miðað við 8,5 prósent síðast. Leiðtogi þeirra, Satu Hassi, var hæstánægð með niðurstöðuna. Góðan árangur mætti helst þakka uppgangi ungra kvenna í flokknum og það væri hún sérstaklega ánægð með. Kjörsókn var um 72 prósent sem var um tveggja prósentustiga aukning frá kosningunum 2015. Metfjöldi, eða um 36 prósent, kaus utankjörfundar.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tengdar fréttir Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39 Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39
Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30