Verkhönnun 2+1 vegar um Kjalarnes boðin út Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2019 20:30 Verkið hófst í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela. Þrjú önnur hringtorg verða á kaflanum að Hvalfjarðargöngum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eftir tvö banaslys á síðasta ári er lítil biðlund eftir frekari töfum á úrbótum á þessum níu kílómetra kafla hringvegarins milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga. Sérlega brýnt þykir að skilja að akstursstefnur en þarna fara um milli níu og tíu þúsund bílar á sólarhring. Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er níu kílómetra langur, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf að hanna nýjan veg og núna hefur Vegagerðin auglýst útboð verkhönnunar. Framkvæmdir hófust raunar í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela en í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin er að hafa þrjú önnur hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Dalsmynni ofan Hvalfjarðarganga. Þá er gert ráð fyrir tólf kílómetrum af hliðarvegum til að fækka gatnamótum, 3,4 kílómetrum af hjóla- og göngustígum og fimm undirgöngum, þar af verða ein akstursundirgöng skammt sunnan við Klébergsskóla og Vallá. Miðað er við að verkhönnun sé lokið fyrir 1. júní 2020.Yfir þrír kílómetrar af göngu- og hjólastígum verða lagðir meðfram Vesturlandsvegi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það verður þó ekki beðið svo lengi með að hefjast handa við næsta áfanga. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, segir vonir standa til að byrja í ár á umferðaröryggisaðgerðum sem felist í fækkun tenginga. Næsta útboð yrði svo vorið 2020. Hún segir ekki fastákveðið hvaða kaflar verða í forgangi en að öllum líkindum verði það hringtorg við Grundarhverfi og vegurinn þaðan til suðurs.Líklegt er að byrjað verði á hringtorgi við Grundarhverfi og síðan haldið áfram suður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 3,2 milljörðum króna til verksins og að því verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akranes Kjósarhreppur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eftir tvö banaslys á síðasta ári er lítil biðlund eftir frekari töfum á úrbótum á þessum níu kílómetra kafla hringvegarins milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga. Sérlega brýnt þykir að skilja að akstursstefnur en þarna fara um milli níu og tíu þúsund bílar á sólarhring. Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er níu kílómetra langur, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf að hanna nýjan veg og núna hefur Vegagerðin auglýst útboð verkhönnunar. Framkvæmdir hófust raunar í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela en í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin er að hafa þrjú önnur hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Dalsmynni ofan Hvalfjarðarganga. Þá er gert ráð fyrir tólf kílómetrum af hliðarvegum til að fækka gatnamótum, 3,4 kílómetrum af hjóla- og göngustígum og fimm undirgöngum, þar af verða ein akstursundirgöng skammt sunnan við Klébergsskóla og Vallá. Miðað er við að verkhönnun sé lokið fyrir 1. júní 2020.Yfir þrír kílómetrar af göngu- og hjólastígum verða lagðir meðfram Vesturlandsvegi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það verður þó ekki beðið svo lengi með að hefjast handa við næsta áfanga. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, segir vonir standa til að byrja í ár á umferðaröryggisaðgerðum sem felist í fækkun tenginga. Næsta útboð yrði svo vorið 2020. Hún segir ekki fastákveðið hvaða kaflar verða í forgangi en að öllum líkindum verði það hringtorg við Grundarhverfi og vegurinn þaðan til suðurs.Líklegt er að byrjað verði á hringtorgi við Grundarhverfi og síðan haldið áfram suður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 3,2 milljörðum króna til verksins og að því verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akranes Kjósarhreppur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30