Virk samkeppni er kjaramál Valur Þráinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Á liðnum vikum og mánuðum hefur umræðan á Íslandi að töluverðu leyti snúið að því hversu mikið svigrúm sé til launahækkana. Samtök atvinnulífsins og nokkur stéttarfélög, m.a. VR og Efling, hafa komist að samkomulagi sem kveður m.a. á um 17 þúsund króna hækkun á kauptaxta og föstum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu frá og með 1. apríl sl. Markmið verkalýðsfélaga er m.a. að efla og styðja hag sinna félagsmanna með því að semja um kaup og kjör. Í tengslum við kjarasamningana hefur hins vegar minna verið fjallað um það hvernig virk samkeppni getur bætt hag launafólks. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má ætla að einstæðir foreldrar hafi verið með að meðaltali 581 þúsund krónur í heildarlaun í desember 2018. Hækkun launa um 17 þúsund krónur á mánuði ætti því að skila einstaklingum í þessum hópi tæplega 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna. Í sama mánuði námu mánaðarleg útgjöld einstæðra foreldra til matar og drykkjar að meðaltali um 56 þúsund krónum, eða um 14% af ráðstöfunartekjum. Af því má ráða að verðlag á mat og drykkjarvöru hafi umtalsverð áhrif á hag launafólks og að hversu miklu leyti umsamdar launahækkanir skili sér í veski þess.Stuðlar að auknum kaupmætti Þekkt er að virk samkeppni stuðlar að lægra verði, betri gæðum auk meira vöruúrvals og nýsköpunar á mörkuðum. Samkeppnishindranir hafa þveröfug áhrif og skaða þar með neytendur. Fræðimenn og samkeppnisyfirvöld víða um heim, auk ýmissa alþjóðastofnana, hafa rannsakað ítarlega áhrif samkeppnishindrana, meðal annars áhrif samráðs og samkeppnishamlandi regluverks á verðlag. Rannsókn sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2009, og byggði á samantekt rannsókna á áhrifum verðsamráðs, leiddi meðal annars í ljós að verðhækkanir vegna samráðs voru á bilinu 10-40% í 7 af hverjum 10 tilvikum og námu að meðaltali um 20%. Það að halda mörkuðum opnum fyrir samkeppni getur einnig haft umtalsverð áhrif. Verð á áströlskum fjarskiptamarkaði lækkaði til að mynda um 17-30% á árabilinu 1996 til 2003, á sama tíma og stjórnvöld réðust þar í aðgerðir til þess að auka samkeppni. Hér á landi lækkaði verð á flugi um allt að 50% með aukinni samkeppni frá fyrst Iceland Express og síðar WOW air.Samkeppnishindranir og kjarabætur Séu skaðleg áhrif samráðs borin saman við þann kjarasamning sem nýlega var undirritaður má sjá að 20% hækkun á matar- og drykkjarútgjöldum einstæðra foreldra myndi leiða til 11 þúsund króna útgjaldaaukningar en eins og fram hefur komið tryggir kjarasamningurinn um 10 þúsund króna hækkun á ráðstöfunartekjum á fyrsta árinu. Með öðrum orðum myndi skaði þessa hóps vera meiri en vænt kaupmáttaraukning vegna nýgerðra kjarasamninga ef ekki væri tryggt að virk samkeppni ríkti í sölu á mat- og drykkjarvörum. Þessu til viðbótar má ætla að slíkar hækkanir myndu leiða til 2,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Sú hækkun myndi hafa þær afleiðingar að 25 milljón króna verðtryggt lán hækkaði um 750 þúsund krónur og verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækkuðu um 30 milljarða. Hér eru mat- og drykkjarvörur einungis nefndar sem dæmi en sambærileg áhrif mætti finna á flestum öðrum mikilvægum mörkuðum. Ef nýlega umsamdar launahækkanir eiga að skila sér til launafólks er mikilvægt að virk samkeppni ríki á íslenskum neytendamörkuðum. Tjón neytenda vegna samkeppnishindrana getur verið umtalsvert og því þurfa verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, stjórnvöld og samtök neytenda að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og íslenskt atvinnulíf.Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Valur Þráinsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum og mánuðum hefur umræðan á Íslandi að töluverðu leyti snúið að því hversu mikið svigrúm sé til launahækkana. Samtök atvinnulífsins og nokkur stéttarfélög, m.a. VR og Efling, hafa komist að samkomulagi sem kveður m.a. á um 17 þúsund króna hækkun á kauptaxta og föstum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu frá og með 1. apríl sl. Markmið verkalýðsfélaga er m.a. að efla og styðja hag sinna félagsmanna með því að semja um kaup og kjör. Í tengslum við kjarasamningana hefur hins vegar minna verið fjallað um það hvernig virk samkeppni getur bætt hag launafólks. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má ætla að einstæðir foreldrar hafi verið með að meðaltali 581 þúsund krónur í heildarlaun í desember 2018. Hækkun launa um 17 þúsund krónur á mánuði ætti því að skila einstaklingum í þessum hópi tæplega 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna. Í sama mánuði námu mánaðarleg útgjöld einstæðra foreldra til matar og drykkjar að meðaltali um 56 þúsund krónum, eða um 14% af ráðstöfunartekjum. Af því má ráða að verðlag á mat og drykkjarvöru hafi umtalsverð áhrif á hag launafólks og að hversu miklu leyti umsamdar launahækkanir skili sér í veski þess.Stuðlar að auknum kaupmætti Þekkt er að virk samkeppni stuðlar að lægra verði, betri gæðum auk meira vöruúrvals og nýsköpunar á mörkuðum. Samkeppnishindranir hafa þveröfug áhrif og skaða þar með neytendur. Fræðimenn og samkeppnisyfirvöld víða um heim, auk ýmissa alþjóðastofnana, hafa rannsakað ítarlega áhrif samkeppnishindrana, meðal annars áhrif samráðs og samkeppnishamlandi regluverks á verðlag. Rannsókn sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2009, og byggði á samantekt rannsókna á áhrifum verðsamráðs, leiddi meðal annars í ljós að verðhækkanir vegna samráðs voru á bilinu 10-40% í 7 af hverjum 10 tilvikum og námu að meðaltali um 20%. Það að halda mörkuðum opnum fyrir samkeppni getur einnig haft umtalsverð áhrif. Verð á áströlskum fjarskiptamarkaði lækkaði til að mynda um 17-30% á árabilinu 1996 til 2003, á sama tíma og stjórnvöld réðust þar í aðgerðir til þess að auka samkeppni. Hér á landi lækkaði verð á flugi um allt að 50% með aukinni samkeppni frá fyrst Iceland Express og síðar WOW air.Samkeppnishindranir og kjarabætur Séu skaðleg áhrif samráðs borin saman við þann kjarasamning sem nýlega var undirritaður má sjá að 20% hækkun á matar- og drykkjarútgjöldum einstæðra foreldra myndi leiða til 11 þúsund króna útgjaldaaukningar en eins og fram hefur komið tryggir kjarasamningurinn um 10 þúsund króna hækkun á ráðstöfunartekjum á fyrsta árinu. Með öðrum orðum myndi skaði þessa hóps vera meiri en vænt kaupmáttaraukning vegna nýgerðra kjarasamninga ef ekki væri tryggt að virk samkeppni ríkti í sölu á mat- og drykkjarvörum. Þessu til viðbótar má ætla að slíkar hækkanir myndu leiða til 2,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Sú hækkun myndi hafa þær afleiðingar að 25 milljón króna verðtryggt lán hækkaði um 750 þúsund krónur og verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækkuðu um 30 milljarða. Hér eru mat- og drykkjarvörur einungis nefndar sem dæmi en sambærileg áhrif mætti finna á flestum öðrum mikilvægum mörkuðum. Ef nýlega umsamdar launahækkanir eiga að skila sér til launafólks er mikilvægt að virk samkeppni ríki á íslenskum neytendamörkuðum. Tjón neytenda vegna samkeppnishindrana getur verið umtalsvert og því þurfa verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, stjórnvöld og samtök neytenda að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og íslenskt atvinnulíf.Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun