Sterk má sú klíka vera og mikil sú spilling, sem leyfir slíkt Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. apríl 2019 15:12 Ég skrifaði grein á Vísi á dögunum um fásinnuna, sem ríkir um ákvörðun sjávarútvegsráðherra, og þá um leið forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar, hvað varðar nýja heimild til hvalveiða; slátra á allt að 2.135 dýrum, mörgum með þeim hörmulegu limlestingum og kvalræði, sem þekktar eru, á næstu fimm árum. Einhver mesta hvalaslátrun, sem sögur fara af í marga áratugi. Fullgengnir kálfar sprengdir, tættir eða kæfðir með. Og, eins og ég kom inn á, veiðir engir önnur þjóð veraldar langreyðina, næst stærsta spendýr jarðar. Fyrir 100 árum voru um 1 milljón slík dýr í heimshöfunum, nú er búið að slátra um 90% þeirra. Fullyrðingar um át langreyða á nytjafiskum og afrán, eru hrein firra; þetta eru skíðishvalir, sem lifa á svifi og gefa – eins og áratuga vísindarannsóknir sýna og sanna – lífríkinu meira, en þeir taka. Í nefndri grein fáraðist ég yfir því, að – sé heiftarlegt dýraníð lagt til hliðar, í bili – þá vantaði allar rannsóknir, sem sýndu, hvaða áhrif þessar veiðar hefðu á þýðingarmestu atvinnugreinar okkar; ferðaþjónustuna og útflutning á sjávarafurðum.Eins og menn vita, stendur ferðaþjónusta og sjávarútvegur, til samans, undir um/yfir 70% af öllum okkar gjaldeyristekjum, meðan hvalveiðar ná ekki einu sinni 0,1%. Ég skoraði einkum á ferðamálaráðherra, en auðvitað líka á sjávarútvegsráðherra, umhverfisráðherra og utanríkisráðherra – vitaskuld varðar þetta forsætisráðherra Vinstri grænna ríkulega líka, en hún var, eins og kunnugt er, á móti hvalveiðum, þar til hún komst í forsætisráðherrastól -, að láta kanna erlendis, hvaða áhrif nýjar, stórfelldar hvalveiðar myndu hafa á ferðaþjónustuna og útflutning sjávarafurða. Líka auðvitað á merkið okkar allra; ÍSLAND. Lengst af hafa allir þessir ráðherrar, nema umhverfisráðherra, haldið því fram - og það er fullyrt í skýrslu Háskóla Íslands um hvalveiðar, frá í janúar sl. - að hvalveiðar hefðu engin sýnileg eða kunn neikvæð áhrif á þau fjöregg þjóðarinnar, sem ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru.Fyrir tilviljun komst undirritaður að því, að hér hafa ráðherrar og ríkisstjórn beitt landsmenn alvarlegum blekkingum og farið með rangt mál. Í mínum augum er þetta stóralvarlegt mál, sem í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum, þar sem ég þekki til, hefði átt að kosta - alla vega forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra - stólinn, reyndar alla ríkisstjórnin; svo alvarlega hefur hér verið brotið á almennings- og þjóðarhagsmunum. Í Bandaríkjunum hefur farið fram árleg könnun á vegum Íslandsstofu og/eða utanríkisráðuneytisins á afstöðu Bandaríkjamanna til hvalveiða frá því 2004. Er þetta verkefni kallað „Iceland Naturally“.Skv. þessari könnun, sem undirrituðum tókst að slíta út úr utanríkisráðuneytinu, eftir eftirgangsmuni (væntanlega á grundvelli upplýsingalaga), telja 63% Bandaríkjamanna, að hvalir séu í útrýmingarhættu og 49% - helmingur þjóðarinnar -, segjast ekki munu kaupa afurðir eða vörur frá þjóð, sem leyfir hvalveiðar. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi ár frá ári.Það er ljóst, að þessi afstaða muni ekki síður gilda um ferðalög til landa, sem leyfa hvalveiðar. Sams konar könnun hefur verið gerð í Kanada frá 2008, en þar telja 66% landsmann, að hvalir séu í útrýmingarhættu og 45% Kanadabúa segjast munu sneiða hjá vörum frá þjóð, sem veiðir hvali. Stjórnvöld hafa ekki framkvæmt samskonar kannanir í Evrópu, svo vitað sé, jafn vítaverð vanræksla og það er, en mat undirritaðs er, að þar sé andstaða við hvalveiðar og andúð gegn hvalveiðiþjóð og vöru- og ferðaþjónustutilboði hennar enn hærri. Útflutningsverðmæti ferðaþjónustu og sjávarafurða nema um eða yfir 700 milljörðum króna á áru. Ef þó ekki nema 15% Bandaríkjamanna og Evrópubúa, myndu sniðganga Ísland og Íslendinga vegna hvalveiða, næmi tjónið fyrir landsmenn yfir 100 milljörðum á ári. Útflutningstekjur af hvalveiðum, nema um 1 milljarði á ári.Sterk má sú klíka vera og mikil má sú spilling, sem leyfir slíkt!!! Auðvitað hafði sjávarútvegsráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll fullan aðgang að þessum upplýsingum, en í stað þess að birta þær og hafa þær að leiðarljósi við ákvörðun um hvalveiðar, voru upplýsingarnar ekki birtar – þær í raun faldar fyrir almenningi – og ákvörðun tekin um að heimila stórfelldar nýjar hvalveiðar, til langs tíma, þvert á hagsmuni langstærstu atvinnugreina landsins og þar með þvert á hagsmuni allra Íslendinga.Svei þér Kristján Þór, svei þér Katrín; gagnvart ykkur – reyndar gagnvart allri ríkisstjórninni - getur ekki nema eitt boð gilt: Takið staf ykkar og hatt og komið ykkur á brott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Tengdar fréttir „Lítill, ljótur og villimannslegur skítabissness“ Engin önnur þjóð veiðir langreyði (stórhveli). Við erum einasta þjóð veraldar, sem drepur þennan friðsama risa úthafanna; næststærsta spendýr jarðar. 15. apríl 2019 11:30 Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein á Vísi á dögunum um fásinnuna, sem ríkir um ákvörðun sjávarútvegsráðherra, og þá um leið forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar, hvað varðar nýja heimild til hvalveiða; slátra á allt að 2.135 dýrum, mörgum með þeim hörmulegu limlestingum og kvalræði, sem þekktar eru, á næstu fimm árum. Einhver mesta hvalaslátrun, sem sögur fara af í marga áratugi. Fullgengnir kálfar sprengdir, tættir eða kæfðir með. Og, eins og ég kom inn á, veiðir engir önnur þjóð veraldar langreyðina, næst stærsta spendýr jarðar. Fyrir 100 árum voru um 1 milljón slík dýr í heimshöfunum, nú er búið að slátra um 90% þeirra. Fullyrðingar um át langreyða á nytjafiskum og afrán, eru hrein firra; þetta eru skíðishvalir, sem lifa á svifi og gefa – eins og áratuga vísindarannsóknir sýna og sanna – lífríkinu meira, en þeir taka. Í nefndri grein fáraðist ég yfir því, að – sé heiftarlegt dýraníð lagt til hliðar, í bili – þá vantaði allar rannsóknir, sem sýndu, hvaða áhrif þessar veiðar hefðu á þýðingarmestu atvinnugreinar okkar; ferðaþjónustuna og útflutning á sjávarafurðum.Eins og menn vita, stendur ferðaþjónusta og sjávarútvegur, til samans, undir um/yfir 70% af öllum okkar gjaldeyristekjum, meðan hvalveiðar ná ekki einu sinni 0,1%. Ég skoraði einkum á ferðamálaráðherra, en auðvitað líka á sjávarútvegsráðherra, umhverfisráðherra og utanríkisráðherra – vitaskuld varðar þetta forsætisráðherra Vinstri grænna ríkulega líka, en hún var, eins og kunnugt er, á móti hvalveiðum, þar til hún komst í forsætisráðherrastól -, að láta kanna erlendis, hvaða áhrif nýjar, stórfelldar hvalveiðar myndu hafa á ferðaþjónustuna og útflutning sjávarafurða. Líka auðvitað á merkið okkar allra; ÍSLAND. Lengst af hafa allir þessir ráðherrar, nema umhverfisráðherra, haldið því fram - og það er fullyrt í skýrslu Háskóla Íslands um hvalveiðar, frá í janúar sl. - að hvalveiðar hefðu engin sýnileg eða kunn neikvæð áhrif á þau fjöregg þjóðarinnar, sem ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru.Fyrir tilviljun komst undirritaður að því, að hér hafa ráðherrar og ríkisstjórn beitt landsmenn alvarlegum blekkingum og farið með rangt mál. Í mínum augum er þetta stóralvarlegt mál, sem í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum, þar sem ég þekki til, hefði átt að kosta - alla vega forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra - stólinn, reyndar alla ríkisstjórnin; svo alvarlega hefur hér verið brotið á almennings- og þjóðarhagsmunum. Í Bandaríkjunum hefur farið fram árleg könnun á vegum Íslandsstofu og/eða utanríkisráðuneytisins á afstöðu Bandaríkjamanna til hvalveiða frá því 2004. Er þetta verkefni kallað „Iceland Naturally“.Skv. þessari könnun, sem undirrituðum tókst að slíta út úr utanríkisráðuneytinu, eftir eftirgangsmuni (væntanlega á grundvelli upplýsingalaga), telja 63% Bandaríkjamanna, að hvalir séu í útrýmingarhættu og 49% - helmingur þjóðarinnar -, segjast ekki munu kaupa afurðir eða vörur frá þjóð, sem leyfir hvalveiðar. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi ár frá ári.Það er ljóst, að þessi afstaða muni ekki síður gilda um ferðalög til landa, sem leyfa hvalveiðar. Sams konar könnun hefur verið gerð í Kanada frá 2008, en þar telja 66% landsmann, að hvalir séu í útrýmingarhættu og 45% Kanadabúa segjast munu sneiða hjá vörum frá þjóð, sem veiðir hvali. Stjórnvöld hafa ekki framkvæmt samskonar kannanir í Evrópu, svo vitað sé, jafn vítaverð vanræksla og það er, en mat undirritaðs er, að þar sé andstaða við hvalveiðar og andúð gegn hvalveiðiþjóð og vöru- og ferðaþjónustutilboði hennar enn hærri. Útflutningsverðmæti ferðaþjónustu og sjávarafurða nema um eða yfir 700 milljörðum króna á áru. Ef þó ekki nema 15% Bandaríkjamanna og Evrópubúa, myndu sniðganga Ísland og Íslendinga vegna hvalveiða, næmi tjónið fyrir landsmenn yfir 100 milljörðum á ári. Útflutningstekjur af hvalveiðum, nema um 1 milljarði á ári.Sterk má sú klíka vera og mikil má sú spilling, sem leyfir slíkt!!! Auðvitað hafði sjávarútvegsráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll fullan aðgang að þessum upplýsingum, en í stað þess að birta þær og hafa þær að leiðarljósi við ákvörðun um hvalveiðar, voru upplýsingarnar ekki birtar – þær í raun faldar fyrir almenningi – og ákvörðun tekin um að heimila stórfelldar nýjar hvalveiðar, til langs tíma, þvert á hagsmuni langstærstu atvinnugreina landsins og þar með þvert á hagsmuni allra Íslendinga.Svei þér Kristján Þór, svei þér Katrín; gagnvart ykkur – reyndar gagnvart allri ríkisstjórninni - getur ekki nema eitt boð gilt: Takið staf ykkar og hatt og komið ykkur á brott.
„Lítill, ljótur og villimannslegur skítabissness“ Engin önnur þjóð veiðir langreyði (stórhveli). Við erum einasta þjóð veraldar, sem drepur þennan friðsama risa úthafanna; næststærsta spendýr jarðar. 15. apríl 2019 11:30
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun