Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Ari Brynjólfsson skrifar 2. apríl 2019 06:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Allar stofnanir ríkisins þurfa að vinna markvisst að því að kolefnisjafna starfsemi sína og ráðherra verður skyldugur til að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. „Frumvarpið er mikilvægt framlag til loftslagsmála hér á landi því með því styrkjum við umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Það sem er nýtt í frumvarpinu er í fyrsta lagi að skylda Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í ríkiseigu til að setja sér loftslagsstefnu og grípa til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína. Þetta markar tímamót og hefur margfeldisáhrif. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsráð, sem er skipað fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfissamtaka og háskólasamfélagsins, verður lögfest með frumvarpinu. Það á að leiðbeina stjórnvöldum um gerð áætlunar um hvernig megi aðlaga íslenskt samfélag óumflýjanlegum loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi er vongóður um að allir nái að taka höndum saman. „Já, ég er mjög vongóður. Stjórnarráðið hefur í vetur unnið að loftslagsstefnu fyrir ráðuneytin og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hefur gengið mjög vel og allir verið samtaka um að taka þátt. Ég á von á mjög góðum viðbrögðum stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins við þessu – það vilja allir og þurfa allir að vera með í loftslagsmálunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Allar stofnanir ríkisins þurfa að vinna markvisst að því að kolefnisjafna starfsemi sína og ráðherra verður skyldugur til að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. „Frumvarpið er mikilvægt framlag til loftslagsmála hér á landi því með því styrkjum við umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Það sem er nýtt í frumvarpinu er í fyrsta lagi að skylda Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í ríkiseigu til að setja sér loftslagsstefnu og grípa til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína. Þetta markar tímamót og hefur margfeldisáhrif. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsráð, sem er skipað fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfissamtaka og háskólasamfélagsins, verður lögfest með frumvarpinu. Það á að leiðbeina stjórnvöldum um gerð áætlunar um hvernig megi aðlaga íslenskt samfélag óumflýjanlegum loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi er vongóður um að allir nái að taka höndum saman. „Já, ég er mjög vongóður. Stjórnarráðið hefur í vetur unnið að loftslagsstefnu fyrir ráðuneytin og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hefur gengið mjög vel og allir verið samtaka um að taka þátt. Ég á von á mjög góðum viðbrögðum stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins við þessu – það vilja allir og þurfa allir að vera með í loftslagsmálunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira