700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Sighvatur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 20:00 Rúmlega 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki bætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. Vinnumálastofnun hefur fengið rúmlega 700 umsóknir frá fyrrverandi starfsfólki WOW air og rúmlega 500 frá starfsfólki annarra fyrirtækja. Forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, býst við fleiri umsóknum frá fólki sem vann hjá WOW. „Við höfum verið að skoða hversu margir hafa hakað við að þeir væru í námi af því að það hefur verið í umræðunni og það eru rúmlega 50, í kringum 7% af þeim sem hafa sótt um,“ segir Unnur.Freyja Rúnarsdóttir hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air í febrúar 2016.Vísir/BaldurFlugliðar lenda á milli Freyja Rúnarsdóttir byrjaði sem flugfreyja hjá WOW air fyrir þremur árum. Hún var ráðin á þeim tíma sem flugfélagið stækkaði. Eftir um ár var henni boðin staða yfirflugfreyju. 10-15% flugliða sem stunduðu nám með starfi hjá WOW lenda á milli í kerfinu og eiga hvorki rétt á námslánum né atvinnuleysisbótum. Freyja er ein þeirra sem leysti sín mál með því að skrá sig úr námi svo hún eigi rétt á því að sækja um atvinnuleysisbætur. Hún seinkar skilum mastersritgerðarinnar sem hún var að vinna í samstarfi við mannauðsdeild WOW air. „En því miður eru mjög margir fyrrum samstarfsfélagar mínir ekki í þessari stöðu,“ segir Freyja. Flugliðarnir eiga inni laun vegna vinnu hjá WOW í mars og laun fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Freyja segir að flugliðar vilji að Vinnumálastofnun greiði það sem þeir eiga inni þangað til ábyrgðarsjóður launa grípur inn í, sem verður í fyrsta lagi eftir fjóra mánuði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir lögin skýr hvað þetta varðar, óheimilt sé að greiða bætur til fólks sem er í fullu námi eða námi sem nemur meira en 20 ECTS einingum.Brynjar Örn Sveinjónsson er yfirflugstjóri hjá Cargolux.Vísir/BaldurCargolux kynnti starfsemina Fulltrúar flugfélagsins Cargolux kynntu starfsemi fyrirtækisins á Nordica hótelinu í morgun. Um 80 flugmenn mættu á kynninguna og 40 þeirra sóttu strax um vinnu í kjölfarið. Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri hjá Cargolux, segir að fyrirtækið þurfi að fylla 60-70 stöður flugmanna vegna þriggja nýrra Boeing 747 flugvéla félagsins á árinu. Reynt verði að hraða ferlinu sem mest og hefja þjálfun flugmanna í maí svo þeir geti hafið störf í júní. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Rúmlega 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki bætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. Vinnumálastofnun hefur fengið rúmlega 700 umsóknir frá fyrrverandi starfsfólki WOW air og rúmlega 500 frá starfsfólki annarra fyrirtækja. Forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, býst við fleiri umsóknum frá fólki sem vann hjá WOW. „Við höfum verið að skoða hversu margir hafa hakað við að þeir væru í námi af því að það hefur verið í umræðunni og það eru rúmlega 50, í kringum 7% af þeim sem hafa sótt um,“ segir Unnur.Freyja Rúnarsdóttir hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air í febrúar 2016.Vísir/BaldurFlugliðar lenda á milli Freyja Rúnarsdóttir byrjaði sem flugfreyja hjá WOW air fyrir þremur árum. Hún var ráðin á þeim tíma sem flugfélagið stækkaði. Eftir um ár var henni boðin staða yfirflugfreyju. 10-15% flugliða sem stunduðu nám með starfi hjá WOW lenda á milli í kerfinu og eiga hvorki rétt á námslánum né atvinnuleysisbótum. Freyja er ein þeirra sem leysti sín mál með því að skrá sig úr námi svo hún eigi rétt á því að sækja um atvinnuleysisbætur. Hún seinkar skilum mastersritgerðarinnar sem hún var að vinna í samstarfi við mannauðsdeild WOW air. „En því miður eru mjög margir fyrrum samstarfsfélagar mínir ekki í þessari stöðu,“ segir Freyja. Flugliðarnir eiga inni laun vegna vinnu hjá WOW í mars og laun fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Freyja segir að flugliðar vilji að Vinnumálastofnun greiði það sem þeir eiga inni þangað til ábyrgðarsjóður launa grípur inn í, sem verður í fyrsta lagi eftir fjóra mánuði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir lögin skýr hvað þetta varðar, óheimilt sé að greiða bætur til fólks sem er í fullu námi eða námi sem nemur meira en 20 ECTS einingum.Brynjar Örn Sveinjónsson er yfirflugstjóri hjá Cargolux.Vísir/BaldurCargolux kynnti starfsemina Fulltrúar flugfélagsins Cargolux kynntu starfsemi fyrirtækisins á Nordica hótelinu í morgun. Um 80 flugmenn mættu á kynninguna og 40 þeirra sóttu strax um vinnu í kjölfarið. Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri hjá Cargolux, segir að fyrirtækið þurfi að fylla 60-70 stöður flugmanna vegna þriggja nýrra Boeing 747 flugvéla félagsins á árinu. Reynt verði að hraða ferlinu sem mest og hefja þjálfun flugmanna í maí svo þeir geti hafið störf í júní.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira